Guðmundur Ingi Kristjánsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti VMA og MA í gær ásamt aðstoðarmanni sínum og tveimur starfsmönnum ráðuneytisins. Ráðherra hefur að undanförnu heimsótt framhaldsskóla og hyggst ná því takmarki að heimsækja þá alla á næstu dögum og vikum.
Ráðherrann skoðaði skólana og fræddist um gott starf þeirra, einnig fundaði hann með starfsfólki MA og VMA þar sem hann fór yfir ýmis mál sem unnið er að í ráðuneytinu er lýtur að framhaldsskólum, m.a. viðbyggingar við verknámsskóla, þar á meðal VMA. Einnig fór hann yfir hugmyndir að nýju skipulagi fyrir opinbera framhaldsskóla sem hafi að markmiði að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur.
Guðmundur Ingi skoðaði beinið fræga í MA og í lok heimsóknar hans veitti skólameistari Karl Frímannsson veitti ráðherranum gullugluna, heiðursmerki skólans.
Frá heimsókn Guðmundur Inga mennta-og barnamálaráðherra í MA
Heimasíður VMA og MA greindu fyrst frá