
Vertu Perfect eftir Pétur Guðjónsson verður sýning Leikfélags VMA í vetur Hlusta
Leikfélag VMA setur í vetur upp leikritið Vertu Perfect eftir Pétur Guðjónsson í leikstjórn höfundar. Þetta verður heimsfrumsýning á verkinu en til stóð að setja það upp af Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki árið 2021 og var æfingaferli langt komið, í leikstjórn Péturs. En vegna Covid-faraldursins varð ekkert af því.