Gestir og gangandi á Akureyri geta nú notið glænýs vegglistaverks sem blasir við þegar farið er upp Listagilið. Á vegg hússins undir Akureyrarkirkju hefur listamaðurinn Stefán Óli, betur þekktur sem Mottan eða @mottandi, málað stórbrotið verk .
Á verkinu má sjá gamla bíla, fólk í fatnaði fyrri ára og ekki síst Akureyrarkirkju, sem rís í bakgrunni og setur sterkan svip á verkið. Myndirnar eru unnar upp úr gömlum ljósmyndum sem tengja saman sögu og nútíma og skapa frásögn sem gleður bæði íbúa og gesti.
Þetta er ekki fyrsta stórverk Stefáns Óla – hann hefur áður gert eftirtektarverð vegglistaverk víða um land. Meðal annars í Djúpavogi, þar sem hann málaði litríkan vegg úr myndum byggðum á mannlífi sjávarþorpsins, og í Reykjavík, þar sem hann setti tvíburana Hugin og Munin á vegg við Öðinsgötu/Freyjutorg, verk sem margir kannast við.
Nýja listaverkið setur mjög skemmtilegan svip á svæðið, svo sannarlega frábær, velheppnuð hugmynd. Ekki er að efa að hér erð að fæðast mjög vinsælt myndefni jafnt hjá bæjarbúum sem gestum okkar.
En sjón er sögu ríkari!