Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring

Á morgun, miðvikudag, verður Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring í LYST í Lystigarðinum.   M…
Á morgun, miðvikudag, verður Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring í LYST í Lystigarðinum. Mynd á akureyri.is

Á morgun, miðvikudag, verður Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring í LYST í Lystigarðinum.

Viðburðurinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára sem hefur áhuga á ritlist og sköpun. Aðgangur er ókeypis og kvöldið býður upp á einstakt tækifæri til að kynnast öðrum unghöfundum, læra eitthvað nýtt og jafnvel lesa upp eigin verk.

Rán Flygenring er sjálfstætt starfandi mynd- og rithöfundur, listamaður og hönnuður. Bækur hennar hafa komið út í nokkrum löndum og hlotið verðlaun fyrir óhefðbundinn og líflegan myndskreytingarstíl.

Ritlistarkvöldið hefst kl. 20. Skráning hér. Veitingar í boði fyrir skráða gesti.

Á morgun opnar einnig Ritlistakeppni Ungskálda. Keppnin er fyrir ungt fólk á sama aldri og veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með bæði efnistök og lengd textans, svo lengi sem hann er á íslensku og frumsaminn.

Öll skapandi ungmenni eru hvött til þess að láta ljós sitt skína – hvort sem er með þátttöku í kvöldinu eða með því að senda inn verk í keppnina – eða bæði!

Nýjast