Blásið verður til opins fundar í Hofi á morgun miðvikudag kl. 17-19 sem Iðan Fræðasetur, FMA, Fit, Byggiðn og Samtök Iðnaðarins standa fyrir.
Dagskráin er fjölbreytt. Jóhann Rúnar, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri, setur fundinn og næst kemur á sviðið Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar, kynnir starfsemi fræðslusetursins og framtíðarsýn þess. Þá taka við erindi Ólafs Ástgeirssonar, leiðtoga bygginga- og mannvirkjagreina, Óskars Grétarssonar, leiðtoga málm- og véltæknigreina, og Sigurðar Svavars Indriðasonar, leiðtoga bílgreina hjá Iðunni. Adam Snær Atlason deilir einnig eigin reynslu áður en Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, rekur smiðshöggið.
Í lok fundar verður boðið upp á kaffistofuspjall eða smá panel með þáttakendur hverja greina þar sem þátttakendur ræða sýna sýn á þarfir og hugmyndir um fræðslu og framtíð iðngreina á svæðinu. Umræður í sal í framhaldinu ef gestir vilja koma með ábendingar og taka þátt í spjalli pallborðsins.
Gestum verður jafnframt boðið upp á léttar veitingar. Allir sem mæta á staðinn og skrá sig á póstlista fara í pott og eiga möguleika á að vinna námskeið að eigin vali hjá Iðunni fræðslusetri. Hér er slóðin á facebookinu https://fb.me/e/3HFgojEEo
DAGSKRÁ
Opnun fundar
Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður FMA
Kynning á starfsemi og framtíðarsýn Iðunnar fræðsluseturs
Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs
Iðan, málm- og véltæknigreinar
Óskar Grétarsson, leiðtogi málm- og véltæknigreina
Reynslusaga úr atvinnulífinu / Myndband
Adam Snær Atlason, verkstjóri í stálsmiðju hjá Slippnum
Iðan, bygginga- og mannvirkjagreinar
Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina
Iðan, bílgreinar
Sigurður Svavar Indriðason, leiðtogi bílgreina
Kaffistofuspjall
Harpa Björg Guðfinnsdóttir, deildarstjóri Þróunar þekkingar hjá Iðunni opnar
spjallið með því að fjalla um niðurstöður spurningakönnunar meðal fundagesta
um áskoranir tengdar fræðslu í iðngreinum í landshlutanum og hvernig megi
koma til móts við þær.
Þátttakendur í kaffistofuspjallinu eru:
Andri Ólafsson - Verkstjóri hjá Slippinum
Arnþór Örlygsson - Verkstjóri hjá Kraftbílum
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir - sérfræðingur hjá SI
Unnur Ása Atladóttir - sviðsstjóri verknámsbrauta VMA
Léttar veitingar verða i boði í lok fundar, og eins mun Rúnar Eff tónlistarmaður taka nokkur lög og slá botn í fundinn.
