Frá Hlíðarfajlli .. Mynd Hlíðarfjall
Skíðafólk getur tekið gleði sína á nýjan leik á morgun föstudag þegar hægt verður að stunda skíðaíþróttina aftur eftir hitabylgjuna sem reið hér yfir á dögunum og bræddi allan snjó.
Í frétt sem finna má á Facebooksíðu Hlíaðrfjalls má lesa:
Opnum brekkur á ný föstudaginn 9. janúar

Opnun um helgina:
Föstudagur 11:00-19:00
Laugardagur 10:00-16:00
Sunnudagur 10:00-16:00
Snjóframleiðsla hefur gengið mjög vel síðan framleiðsla hófst á gamlársdag. Munum geta opnað Fjarkann, Töfrateppi, Hólabraut og Auði, efra svæði er í skoðun.
Aðstæður til skíðaiðkunar eru góðar í þeim brautum sem við náum að opna.


Við munum halda snjóframleiðslu áfram næstu daga og erum vongóð um að koma inn fleiri leiðum fljótlega.
Á skíðagöngusvæði verður reynt að koma inn styttri leiðum.

Nánari upplýsingar um aðstæður á morgun.