Norðurþing hvetur íbúa til að huga að umhverfi sínu

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á dögunum tillögu meirihlutans um að farið verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025.

 

 

Lesa meira

Fyrirmyndir og jafnréttisbaráttan

Fyrirmyndin Vigdís

Í nýrri þáttaröð um frú Vigdísi Finnbogadóttir var brugðið upp viðkvæmri mynd af henni á yngri árum í persónulegu lífi. Hún hafði þó meira val en flestar konur á þessum tíma, lifði ekki við fátækt eða lítil efni eins og margur Íslendingurinn. Á þessum árum höfðu konur almennt ekki kost á langskólanámi, hvað þá erlendis. Það hlýtur eðli málsins samkvæmt að hafa haft áhrif á hennar val og hennar sterku skaphöfn.

Lesa meira

Hljómsveit Akureyrar styrkir Grófina

Hljómsveit Akureyrar hélt tónleika á dögunum í Glerárkirkju þar sem gestum bauðst að leggja frjáls framlög til Grófarinnar.

 

Lesa meira

SBA-Norðurleið og KA með samning um yngstu iðkendur

SBA - Norðurleið hefur gert samkomulag við yngri flokka starf KA um samstarf sem miðar að því að efla þátttöku barna og unglinga í íþróttum.

 

Lesa meira

Jonna sýnir í Ráðhúsinu

Sýning listakonunnar Jonnu Sigurðardóttur hefur staðið yfir í anddyri Ráðhússins á Akureyri í vikunni. Jonna, sem er bæjarlistamaður Akureyrar 2024, ferðast um bæinn með sex ferðatöskur, en hver taska birtist á nýjum stað í viku í senn.

Lesa meira

Endurskoða deiliskipulag fyrir tjaldsvæðisreit

„Ég tel að nýtingin á Tjaldsvæðisreit sé ekki nægileg og fjölga ætti íbúðum um 60 og hækka húsin í suðausturhorni reitsins,“ segir í bókun Þórhalls Jónssonar sem sæti á í skipulagsráði Akureyrarbæjar.

 

Lesa meira

Með puttann á púlsinum

Það hefur verið í nægu að snúast hjá Rauða Krossinum í Þingeyjarsýslu í janúar og mikil fræðsla verið vítt og breytt um Þingeyjarsveit.

 

Lesa meira

Rauði krossinn á Akureyri í 100 ár

Árið 2013 sameinuðust Akureyrar-, Dalvíkur, Ólafsfjarðar- og Siglufjarðardeildir og hlaut sameinuð deild heitið Eyjafjarðardeild

Lesa meira

Fjögur hlutu heiðursviðurkenningu Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Á íþróttahátíðinni sem Akureyrarbær og ÍBA stóðu fyrir í Hofi í gær voru fjórir einstaklingar heiðraðir af Fræðslu-og lýðheilsuráði bæjarins fyrir ómetanleg störf í þágu íþrótta í bænum.

Lesa meira

Femínísk fræðikona og fjallageit

„Búmerang frá Akureyri gæti verið yfirskrift æviminninga minna,“ segir Bergljót og útskýrir betur: „Ég fæðist á Akureyri, en fjölskyldan býr síðan á Ísafirði fyrstu æviárin mín. Þá flytja þau aftur til Akureyrar þar sem ég bý til 14 ára aldurs, þegar foreldrar mínir flytja til Boulder í Colorado sem var afar dýrmæt reynsla sem gaf mér tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.“ Bergljót flutti svo aftur til Akureyrar með fjölskyldunni og kláraði stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn kl. 15

Laugardaginn 25. janúar kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Hulda Vilhjálmsdóttir – Huldukona, Kristján Guðmundsson – Átta ætingar og Þórður Hans Baldursson / Þórunn Elísabet Sveinsdóttir – Dömur mínar og herrar. Boðið verður upp á listamannaspjall með Huldu, Þórði og Þórunni kl. 15.45.

Lesa meira

Eining-Iðja Nýr samningur við Heilsuvernd samþykktur

Nýlega var skrifað undir nýjan heildstæðan kjarasamning til fjögurra ára við Heilsuverndar Hjúkrunarheimili á Akureyri.

 

Lesa meira

Súlur Vertical Skíðagangan fer fram um helgina – tilvalin fyrir alla skíðagöngu unnendur!

Súlur Vertical Skíðagangan, sem áður var þekkt sem Hermannsgangan, fer fram laugardaginn 25. janúar og er einstakt tækifæri fyrir áhugafólk á öllum aldri og getustigum til að taka þátt í skíðagöngukeppni. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, hraður eða hægur, ungur eða aldinn, þá er þessi keppni vettvangur fyrir þig!

 

Lesa meira

Sandra María Jessen og Alex Cambray Orrason íþróttafólk Akureyrar 2024

Þau Sandra María Jessen knattspyrnukona í Þór/KA og Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður í KA voru nú síðdegis útnefnd  sem íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar fyrir nýliðið ár í hófi sem fram fór í Hofi.

 

Lesa meira

Ágúst með nýtt myndband - Eins og þú

Ágúst Þór Brynjarsson er einn af þátttakendum í Söngvakeppni Sjónvarpsins en þar mun hann flytja lagið Eins og þú (e. Like You). Í dag kom út nýtt myndband við lagið sem hægt er að hlýða á neðst í fréttinni.

Lesa meira

Rúm 90% bæjarbúa ánægð með að búa á Akureyri

Ánægja með þjónustu Akureyrarbæjar eykst á milli ára samkvæmt niðurstöðum nýrrar þjónustukönnunar sem Gallup gerði og kynnt hefur verið fyrir fulltrúum sveitarfélagsins.

 

Lesa meira

Sundlaugar Akureyrar - Ríflega 400 þúsund gestir á liðnu ári

„Það er líf og fjör hjá okkur alla daga og jafnan mikið um að vera,“ segir Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður Sundlauga Akureyrar. Nýtt útisvæði var tekið í notkun nýverið við Glerárlaug og framkvæmdir standa sem hæst við breytingar í innlauginni við Sundlaug Akureyrar.

 

Lesa meira

Súlur Björgunarsveit býður á opið hús í tilefni af 25 ára afmæli

Súlur Björgunarsveit á Akureyri fagnaði 25 ára afmæli sínu á liðnu hausti. Sveitin varð til með sameiningu þriggja björgunarsveita; Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri, Hjálparsveitar skáta á Akureyri og Sjóbjörgunarsveit SVFÍ. Stofndagur var 30. október árið 1999 „Þetta varð mikið gæfuspor og til varð ein öflugasta björgunarsveit landsins sem á sér sterkt bakland meðal íbúa og fyrirtækja á Akureyri,“ segir Halldór Halldórsson formaður Súlna.

Lesa meira

MA-Dagný Reykjalín gefur skólanum mynd af Gamla skóla

Í október sl. fagnaði Gamli skóli 120 ára afmæli, en hann var reistur að sumri 1904.

 

Lesa meira

VMA-Plast er ekki bara plast

Plast er ekki það sama og plast. Því komust nemendur Jóhannesar Árnasonar að í verklegum tíma í efnafræði.

 

Lesa meira

Akureyri-Verkefnastjórar sinna stuðningi við nemendur af erlendum uppruna

Í öllum grunnskólum á Akureyri starfa verkefnastjórar sem sinna stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Tilraunaverkefnið hófst árið 2020 í Brekkuskóla og Oddeyrarskóla og haustið 2021 byrjaði Síðuskóli með sitt tilraunaverkefni, þar sem Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir var ráðin í stöðu ÍSAT kennara og utanumhald allra fjöltyngda nemenda. Haustið 2022 voru svo verkefnastjórar ráðnir í öll skólahverfi og á sama tíma var aukið í stuðning við fjöltyngda nemendur í grunnskólum bæjarins.

 

 
Lesa meira

Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson íþróttafólk SA fyrir árið 2024.

Bæði tvö koma úr íshokkídeild félagsins og eru íþróttakona og íþróttakarl íshokkídeildar. Bæði  eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2024.

Lesa meira

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Okkur berst til eyrna að loka eigi annarri af tveimur eftirstandandi flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. Veruleg skerðing, með öðrum orðum, á bæði flugöryggi og nýtingarmöguleikum flugvallarins. Á sama tíma heyrum við að vel gæti þurft að loka hinni brautinni - í lengri eða skemmri tíma - meðan unnið er að uppbyggingu nýrrar brúar yfir Fossvoginn. Af hverju er það svo, að við þurfum trekk í trekk að minna á þá staðreynd að flugsamgöngur til og frá höfuðborgarinnar eru hryggjarstykkið í byggðaþróun og byggðastefnu landsins?

Lesa meira

Lokanir á flugbrautum hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur tuga sjúklinga ár hvert

Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta.

Lesa meira

Einn af hverjum tíu í hættu að þróa með sér kulnun í foreldrahlutverki

Eitt af hverjum tíu foreldrum sem tóku þátt í rannsókn Helgu Sifjar Pétursdóttir iðjuþjálfa eiga á hættu að þróa með sér eða vera að glíma við kulnun í foreldrahlutverki. Hægt er að vinna sig út úr því ástandi en það er engin ein leið sem hentar öllum þar sem aðstæður eru ólíkar milli fjölskyldna.

Lesa meira

Snjómokstur í fullum gangi

Töluvert hefur snjóað í bænum um helgina og þennan mánudagsmorguninn er víða illfært um íbúðagötur og stíga. Unnið er að snjómokstri og er mikill fjöldi tækja í notkun á vegum sveitarfélagsins og verktaka.

Lesa meira

Leigusamningi Norðurhjálpar sagt upp Hafa deilt út 26 milljónum til fólks sem þarf aðstoð

„Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra kvenna sem standa að Norðurhjálp, nytjamarkaði sem hefur verið til húsa við Dalsbraut á Akureyri. Ljóst er að rýma þarf markaðinn fyrir lok febrúarmánaðar næstkomandi en leigusamningi Norðurhjálpar hefur verið sagt upp.  Öll innkoma af markaðnum, ef frá er talin leiga fyrir húsnæði,  hefur farið í að rétta þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu aðstoð. Á liðnu ári veitti Norðurhjálp alls 26 milljónir króna til fólks á Norðurlandi.

Lesa meira