Framboðslisti Framsóknar í Norðausturkjördæmi lagður fram

Kjördæmissamband Framsóknar í Norðausturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Norðaustur á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Seli, Mývatnssveit, rétt í þessu.

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson leiðir hjá Viðreisn í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  var samþykktur á fundi Norðausturráðs Viðreisnar í hádeginu

 

Lesa meira

Sindri Geir Óskarsson leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti VG í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  var samþykktur á fundi kjördæmisþings flokksins fyrr í dag.

Lesa meira

Logi Már Einarsson leiðir lista Samfylkingar í Norðaustukjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins í morgun.

Lesa meira

Að eldast vel

Rúmlega miðaldra kona hefur nú lagt skóna á hilluna. Kannski ekki alveg í ,,

Rúmlega miðaldra kona hefur nú lagt skóna á hilluna. Kannski ekki alveg í “venjulegri” merkingu þess orðs þar sem hún hefur aldrei átt alvöru íþróttaskó, heldur hefur hún látið af launuðum störfum.

 

Lesa meira

Endurbótum á geðdeild SAk lokið

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og marka þær stórt skerf í átt að bættri þjónustu og umönnun skjólstæðinga sjúkrahússins. Opið hús var á endurbættri geðdeild þar sem samstarfsfólki og gestum gafst færi á að skoða nýja aðstöðu deildarinnar. Hafist var handa við breytingar í byrjun ágúst og er framkvæmdum nú lokið, 10 vikum síðar.

Lesa meira

Póstbox í Hrafnagilshverfi

Póstbox verður sett upp nú í október í Hrafnagilshverfi. Það verður á Skólatröð 11, við ráðhús Eyjafjarðarsveitar. Póstboxið má bæði nota til að senda pakka og sækja.

Bréfapóstur verður einnig borinn út í póstboxið. Innan skamms fá öll heimili og fyrirtæki á staðnum skráningarbréf í pósti sem fylla þarf út og skila í kassa sem settur verður upp við póstboxið segir í frétt á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.

Lesa meira

Tíminn líður, trúðu mér 3

     Þegar rætt er um aðstöðu fyrir íþróttir kemur margt upp í hugann, allt eftir því við hvern er talað. Eitt er samt vitað og það er að bætt aðstaða skilar sér alltaf. Skilar sér í fjölda iðkenda, betri starfsaðstöðu, bættum árangri, betri aðbúnaði. Skýrt dæmi um þetta er t.d að finna hjá Skautafélaginu. En það kostar líka. Við kjósum okkur fulltrúa til að stýra bænum okkar og fara með sameiginlegan fjárhag okkar. Að sjálfsögðu vilja allir gera sitt besta og því hefur verið farin sú leið 3 sinnum svo ég muni eftir að gerður hefur verið framkvæmdalisti nýframkvæmda á íþróttasviðinu.

Lesa meira

Ákvörðun um rafvæðingarhluta Torfunefsbryggju vegna komu minni skemmtiferðaskipa frestað

Á fundur  Hafnasamlags Norðurlands  í gær miðvikudag var  m.a.Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025 tekin til síðari umræðu.

Lesa meira

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk á Græna hattinum

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk  er yfirskrift dagskrár sem flutt verður á Græna hattinum laugardagskvöldið,  26. október kl. 15. Hljómsveitin Djúpilækur fyrir dagskránni.
„Við höfum flutt þessa dagskrá í Hveragerði og áttum þar einstaklega skemmtilega og ljúfa  stund með fólki sem ólst upp við texta Kristjáns og margir kynntust honum líka, en hann bjó í um 10 ár í Hveragerði. Við fundum fyrir sterkri hvatningu að norðan, þangað sem Kristján flutti úr Hveragerði, til að  endurtaka leikinn á Akureyri og við hlökkum mikið til að flytja þessa dagskrá á Græna hattinum. Ég finn vel að tilhlökkunin er gagnkvæm,“ segir Halldór Gunnarsson einn Djúpalæksfélaga.

Lesa meira

Skiptinemar með fatamarkað

Skiptinemar við Háskólann á Akureyri standa nú fyrir fatamarkaði, en um er að ræða samstarfsverkefni milli skiptinemanna, Rauða krossins í Eyjafirði og umhverfisnefndar Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

„Við verðum að taka alvöru umræðu um hvalveiðar “

Hafrannsóknarstofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024 til 2025, ráðgjöfin byggir á niðurstöðum bergmálsmælinga á stofninum í haust. Stofnunin mun endurskoða ráðgjöfina þegar niðurstöður mælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í janúar. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, Landsbankinn bendir á að hófleg eða meðalstór loðnuvertíð geti aukið hagvöxt á næsta ári um hálft til eitt prósentustig.

Lesa meira

Rauði krossinn við Eyjafjörð styrkir færanlega heilsugæslu í Hargeisa í Sómalíu

Stjórn Rauða krossins við Eyjafjörð hefur ákveðið að veita 4 milljóna króna fjárframlag til verkefnisins Færanleg heilsugæsla í Hargeisa í Sómalíu sem Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi stutt við.

Lesa meira

Framkvæmdir við Hrafnagilsskóla

Fyrirhugað er að  ráðast í verulega uppbyggingu Hrafngilsskóla  og hefur Eyjafjarðarsveit óskað eftir tilboðum í uppbyggingu á 2. hæð Hrafnagilsskóla. Um er að ræða uppsetningu burðarvirkis, frágangi að utan og fullnaðarfrágangi að innan auk frágangs við núverandi skólabyggingu.

Grunn flatarmál þessarar viðbyggingar við skólann er um 900 m2 og mun hýsa ný rými fyrir skóla- og íþróttamiðstöð sveitarfélagsins.   Upphaf framkvæmdatíma er 1.4.2025 eða fyrr og verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30.04.2026.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með morgundeginum.   Beiðni um afhendingu gagna skal send í tölvupósti á netfangið rab@verkis.is. 

Útboðsgögn verða afhent að gefnum upplýsingum um nafn, heimili, símanúmer og netfang bjóðanda.

Lesa meira

Gunnar Viðar Þórarinsson efsti maður á lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri á Reyðarfirði, skipar efsta sætið á lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum

Lesa meira

Limrur og léttar hugleiðingar

Þorsteinn G. Þorsteinsson er höfundur nýrrar bókar, Limrur og léttar hugleiðingar. Þorsteinn er betur þekktur undir nafninu Steini rjúpa og fyrir hreint makalausar fuglaveðurspár sem urðu mörgum umtalsefni og skemmtiefni og komu út vikulega á árabilinu frá 1995 uns samstarfsfélagi Þorsteins um Fuglaspána, menntaskólakennarinn Gísli Jónsson, lést í nóvember 2001. Bókina helgar Þorsteinn minningu Gísla.

Lesa meira

Slippurinn Akureyri Samið um nýja og afkastameiri handflökunarlínu

 Slippurinn  Akureyri og fiskvinnslan Hólmasker í Hafnarfirði hafa gert með sér samning um smíði og uppsetningu á nýrri handflökunarlínu sem er sú fyrsta sinnar tegundar í framleiðslu DNG fiskvinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri.

Lesa meira

Bleikur dagur

Í dag, 23. október, er Bleikur dagur, sem er hluti af októberátakinu. Á þessum degi fögnum við styrknum og seiglunni sem einkennir baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Það er tilefni til að íhuga mikilvægi forvarna, klæðast bleikum litum til stuðnings, og hvetja konur til að mæta í skimun. Október er tími umhyggju þar sem við minnumst samstöðu og sýnum stuðning í baráttunni gegn þessum alvarlega sjúkdómi

Lesa meira

Útsýnispallar settir á þak Hofs?

Á seinasta fundi Umhverfis og mannvirkjaráðs voru viðraðar hugmyndir sem unnar voru á Nordic  Office of  Architecture hér i bæ um útsýnisstað á þaki Hofs. 

Lesa meira

Golfsumarið gekk ótrúlega vel á Jaðarsvelli

„Golfsumarið í ár gekk ótrúlega vel þrátt fyrir kalda byrjun,“ segir Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.  Spilaðir voru talsvert fleiri  hringir en í fyrra, nýju félagsmönnum fjölgaði umtalsvert á milli ár og  völlurinn er vinsæll meðal ferðafólks. Þá standa yfir framkvæmdir við Jaðar þar sem m.a. er verið að byggja upp nýja inniaðstöðu.

Alls voru spilaðir 23.539 hringir á vellinum frá vori og fram eftir hausti sem er að sögn Steindórs aukning um 400 hringi frá árinu áður.

Lesa meira

Endurbætt húsnæði Aðgerðarstjórnar almannavarna tekið í notkun

Samkvæmt stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum frá árinu 2021 á að vera uppsett stjórnstöð í hverju umdæmi lögreglunnar á landinu til að halda utan um og stýra aðgerðum í almannavarnaástandi sem og þegar önnur samhæfing viðbragðsaðila er þörf.

Lesa meira

Rjúpnaveiði að hefjast –sölubann enn í gildi

Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á föstudag, 25. október. Enn er sölubann á rjúpu í gildi.

Lesa meira

Föngulegir gripir á árlegri og hátíðlegri hrútasýningu

Hin árlega hrútasýning Félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu var haldin hátíðlega nú fyrir skemmstu.  Líkt og fyrri ár fór hún fram á tveimur stöðum en fyrir hádegi var hist í Hriflu og eftir hádegi í Sýrnesi.

Lesa meira

Leiktæki endurspegla sköpunargáfu og sjálfbærni

Nemendur sem nú eru í  8. bekk í Hrafnagilsskóla hafa lokið við verkefni sem þeir hófu á liðnu ári, þá í 7. bekk en það fólst í að setja upp ný útileiktæki á skólalóðinni fyrir yngstu nemendur skólans. Verkefnið unnu nemendur undir leiðsögn smíðakennara síns Rebekku Kühnis.

Lesa meira

Sigurjón Þórðarsson skipar fyrsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Sigurjón Þórðarsson varaþingmaður  Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mun leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. En eins og fram hefur komið hlaut  Jakob Frímann Magnússon sem leiddi flokkinn i þessu kjördæmi ekki náð fyrir augum uppstillingarnefndar

Lesa meira

Samherji hefur varið meira en 100% af hagnaði dótturfélaga til fjárfestinga í rekstri á undanförnum árum

Á síðustu fimm árum hafa Samherji Ísland og Samherji fiskeldi varið meira en eitt hundrað prósentum hagnaðar í fjárfestingar beint í rekstri félaganna, þ.e. í nýjum skipum, vinnsluhúsum og tækjabúnaði. Árið 2020, þegar Samherji vígði nýtt vinnsluhús á Dalvík, fór hlutfallið upp í 145%.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðar umbúðalaus stjórnmál..

„Þau útskýra fyrir okkur að það þurfi að byggja miklu meira af því að það streymi svo margt fólk til landsins, og svo er útskýrt að það þurfi að streyma fólk til landsins til að geta byggt meira. Hér er einhver keðjuverkun, það eru rökin, það þurfi að byggja, því það er svo mikil fjölgun, ekki fjölgun Íslendinga, heldur fjölgun þeirra sem koma.“

Lesa meira