Hríseyingar fengu á dögunum afhentar hjólbörur frá Húsasmiðjunni. Verslunin hafði einnig gefið hjólbörur til eyjararinnar fyrir nokkrum árum. Þær voru til sameiginlegra nota í eynni og hafa reyndust vel, bæði íbúum og gestum, m.a. við að flytja farangur frá bryggju og heim.
Jóhann Páll Jóhannsson íbúi í Hrísey segir að tími hafi verið komin á endurnýjun og var því haft samband við Húsasmiðjuna og athugað hvort þar á bæ væri vilji til að endurtaka góðverkið.
,,Það gleður mig mikið að þau skyldu enn á ný sýna samfélaginu hér stuðning með því að gefa tvær glænýjar hjólbörur í eyjuna. Sem ferjumaður sé ég hversu mikið hjólbörurnar eru notaðar og þessi gjöf mun án efa koma sér vel," segir Jóhann.