Dekurdagar 2025 – 7,7 milljónir!

Mynd Þórhallur Jónsson
Mynd Þórhallur Jónsson

Frumkvöðlarnir á bakvið Dekurdaga eru þær Vilborg Jóhannesdóttir og Inga Vestmann. Dekurdagar hafa verið einn stærsti bakhjarl Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis undanfarin ár.

Þetta er helgi þar sem vinkonur, vinir, pör, fjölskyldur og vinnufélagar koma saman og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt, hvort sem það er að fara á viðburð, kíkja í dekur með góðum afslætti eða einfaldlega eiga gæðastund saman. En október mánuður er tileinkaður konum sem greinst hafa með krabbamein, bleikur litur er nýttur til þess að minna á málefnið og sýna konum samstöðu og stuðning.

Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn á dögunum og enn og aftur var sett met en styrkurinn hljóðaði upp á 7.700.000 milljónir.

Upphæðin safnaðist með þátttökugjöldum fyrirtækja, sölu á bleikri slaufu í staur og almennum styrkjum frá fyrirtækjum og félagasamtökum. Í ár batt Vilborg 1.500 slaufur!

Í ár fengu Dekurdagar aðstoð fá þremur félagasamtökum, Lionsklúbbnum Sunnu á Dalvík, Lionsklúbbnum Sif í Eyjafjarðarsveit og Lady Cirle 22. Eins aðstoðaði Ragnhildur Vestmann við sölu á slaufum á Ólafsfirði og Anna Vala við að hengja upp slaufur.

Stjórn og starfsmenn vilja koma þökkum til allra þeirra einstaklinga, fyrirtækja, sjálfboðaliða og félagasamtaka sem styrktu með einum eða öðrum hætti.

Styrkurinn kemur sér einstaklega vel í rekstri félagsins, sem er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélagsins.

 

 

kaon.is segir frá

Nýjast