Steinar Waage, Ellingsen og Air opna verslanir á Glerártorgi

Skóverslunin Steinar Waage opnaði um liðna helgi nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri. Útivistarver…
Skóverslunin Steinar Waage opnaði um liðna helgi nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri. Útivistarverslunin Ellingsen og skóbúðin AIR opnuðu á sama tíma verslanir á Glerártorgi eftir flutning frá Hvannavöllum Myndir MÞÞ

Skóverslunin Steinar Waage opnaði um liðna helgi nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri. Útivistarverslunin Ellingsen og skóbúðin AIR opnuðu á sama tíma verslanir á Glerártorgi eftir flutning frá Hvannavöllum. Verslanirnar eru hluti af S4S.

„Við erum afskaplega ánægð með viðtökur, það var margt um manninn og mikið að gera. Akureyringar og nærsveitarmenn tóku okkur afar vel,“ segir Tinna Sigrún Pétursdóttir markaðsstjóri hjá S42.

Góð stemmning fyrstu helgina

Verslun Steinars Waage er rótgróið vörumerki á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið starfandi þar í áratugi, en fyrsta verslunin var opnuð árið 1957. Steinar Waage hefur ekki verið áður með verslun á Akureyri en Tinna Sigrún segir ánægjulegt að breyting sé nú orðin þar á. „Við hlökkum til að starfa á Akureyri, fyrsta helgin gekk ótrúlega vel og það var mikil stemmning. Við erum ánægð með hversu vel þetta fer af stað,“ segir hún.

Verslanir Steinars Waage eru í Kringlunni og Smáralind og sú þriðja hefur nú bæst við á Glerártorgi. Steinar Waage selur m.a. skó frá vörumerkjunum Ecco, Skechers, Lloyd, Tamaris, Piano, Gabor, Birkenstock, Rieker og fleirum.

Ellingsen selur fjölbreyttar útivistar, íþrótta- og barnavörur og Air sérhæfir sig í fatnaði og skóm frá Nike.

„Við erum spennt fyrir því að vera á Glerártorgi og ekki annað hægt að segja en byrjunin lofi góðu,“ segir Tinna Sigrún, en opnunartilboð fyrstu helgina freistuðu margra og þá er nú þessa dagana í gangi tilboð tengd Svörtum föstudegi.

Nýjast