Vel mætt á fund um framtíð fiskþurrkunar á Laugum

Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja
Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja

Vel var mætt á fundinn, en um það bil 40 manns komu saman. Brynja Dögg Ingólfsdóttir skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar sá um fundarstjórn og Gerður Sigtryggsdóttir opnaði fundinn.

Samherji hefur þurrkað fisk eftir starfsleyfi sem Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra gefur út, en við endurnýjun leyfisins árið 2023 voru gerðar athugasemdir við lyktar- og hávaðamengun, en kvartanir og ábendingar frá íbúum hafa reglulega borist. Samherja var þá veittur frestur til að lagfæra frávikin.

Á fundinn kom Leifur Þorkelsson, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og gerði grein fyrir þeim kröfum sem uppfylla þarf til að starfsleyfi fyrir starfsemina verði gefið út. HÉR má skoða glærur frá kynningu Leifs.

Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja tók næstur til máls og sagði frá þeim framkvæmdum sem nú standa yfir til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru varðandi starfsemi fiskþurrkunar. HÉR má skoða glærur frá kynningu Gests.

Í kjölfarið voru umræður þar sem íbúar gátu komið sínum spurningum og sjónarmiðum á framfæri.

Þessa frétt  mátti fyrst  lesa á vef Þingeyjarsveitar

Nýjast