Akureyri Hópur sjómanna hefur hug á framboði í næstu sveitarstjórnarkosningum

Sigfús Ólafur Helgason
Sigfús Ólafur Helgason

„Við erum á fullu þessa dagana að ræða við menn sem stefna á að styðja okkur. Viðtökur hafa farið fram úr björtustu vonum,“ segir Sigfús Ólafur Helgason fyrrverandi sjómaður sem ásamt fleirum vinnu að því að bjóða fram lista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í maí á næsta ári.

Sigfús segir að hann finni mikinn hljómgrunn við hugmyndinni og því sé góður hugur í hópnum að gera sig gildandi í næstu kosningum. „Við erum langt í frá sáttir við það að hér í bæ sé ekki sjóminjasafn og það ríkir algjört áhugaleysi hjá Akureyrarbæ að standa með okkur í því að setja slíkt safn á legg,“ segir hann og bætir við að það hafi verið kveikjan að framboðshugmyndum fyrrum sjómanna.

Við gerum þetta sjálfir

Nóg sé til að munum og minjum, ljósmyndum og allra halda efni sem segir þá merku sögu útgerðar og sjómennsku á Akureyri auk þess seð saga skipasmíða við Eyjafjörð sé einnig merk og þess verð að um sé fjallað. „Það er enginn staður á landinu sem hefur álíka sögu að segja af þeim vettvangi og Akureyri þar sem skipasmíðar voru stundaðar um langa hríð. Bæjaryfirvöld hafa engan áhuga fyrir að koma safni eða setri um þessi mál upp og því ætlum við að bretta upp ermar og gera þetta sjálfir í gegnum kosningar og finnum gríðarlegan stuðning við hugmyndina,“ segir Sigfús en nefndi þó að einn fulltrúi í minnihluta hefði sýnt málefninu áhuga.

Löng og merk saga útgerðar og skipasmíða

Heimsókn sjómanna til Hull og Grimsby á liðnu vori kveikti mikinn áhuga í hópnum sem hyggst næst heimsækja borgir í Þýskalandi og einnig er stefnt á ferð til Færeyja. Biðlisti hefur myndast í báðar ferðir og telur Sigfús að fólk vilji ekki bara slást með í för til skemmta sér. „Mér segir svo hugur um að áhuginn liggi m.a. í því að sjá hvað verið er að gera á þessum vettvangi þar ytri, í Bremerhaven og Cuxhaven í Þýskalandi og eins í Færeyjum þar sem saga sjómanna og sjómennsku er gerð skil af miklum myndarskap og virðingu. Við Akureyringar eigum langa sögu útgerðar og skipasmíða og teljum það skyldu okkar að taka til okkar ráða til að varðveita hana,“ segir Sigfús.

Nýjast