5 GA kylfingar í 27 manna landsliðshóp GSÍ

Mynd  golf.is
Mynd golf.is

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, valdi á dögunum 27 leikmenn í landsliðshóp GSÍ og var fyrsta æfingahelgi þessa hóps haldin fyrir sunnan dagana 21.-23. nóvember.

Við hjá Golfklúbbi Akureyrar erum gríðarlega stolt að eiga fimm af þessum kylfingum í okkar herbúðum en er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem við hjá GA eigum eins marga landsliðskrakka en það eru þau:
Arnar Freyr Viðarsson 15 ára
Ágúst Már Þorvaldsson 15 ára
Bryndís Eva Ágústsdóttir 16 ára
Lilja Maren Jónsdóttir 16 ára
Veigar Heiðarsson 19 ára

Þessi hópur mun æfa saman yfir vetrarmánuðina og takast á við hin ýmsu verkefni en til að mynda var fyrirlestur í HR um síðustu helgi ásamt æfingum á golfhermastaðnum Nítjánda, æfing í knattspyrnuhúsinu Fellinu í Mosfellsbæ og einnig var farið í hinar ýmsu líkamsmælingar á landsliðskylfingum. Í byrjun janúar fer hópurinn síðan í æfingaferð til Spánar á La Finca golfsvæðið á Alicante og fyrirhugaðar eru tvær keppnisferðir til Portúgal í febrúar og mars.

Nánar má lesa um verkefni hópsins og fyrstu æfingahelgina í frétt golf.is

Nýjast