Hversu margar eru bækurnar?

Bókajólatréið er hið glæsilegasta       Mynd  vma.is
Bókajólatréið er hið glæsilegasta Mynd vma.is

Á heimasíðu VMA er sagt frá skemmtilegri hefð sem skapast hefur þar á bæ, en þær Hanna Þórey og Dagný bókasafnskonur hafa reist heilmikið bókajólatré.

Eða eins og segir á www.vma.is:

Fastur liður í aðdraganda jóla í VMA er uppsetning bókajólatrésins svokallaða á bókasafni skólans. Tré - ef hægt er að tala um tré - er nú komið á sinn stað og eins og venjulega er það byggt upp á bókum - heimsbókmenntum, Íslendingasögum, Britannica alfræðisafninu, Arnaldi, Yrsu og Árna Þórarinssyni og svo mætti lengi telja. Engum sögum fer af því hversu þungt tré ársins er, sem bókasafnskonurnar Hanna Þórey og Dagný hafa byggt upp af smekkvísi, en ekki þarf að fara í grafgötur með að það er klettþungt.

Og svo er komið að árlegri getraun, sem fólki gefst kostur á að svara á þar til gerðum getraunamiðum á bókasafninu og setja í úrlausnakassa; hversu margar eru bækurnar í bókajólatré ársins 2025?

Eftir áramót kemur í ljós hver verður næst réttri tölu og hlýtur sá hinn sami bragðaref að launum. Það er því til mikils að vinna. Hanna Þórey Guðmundsdóttir forstöðumaður bókasafnsins segist hreinlega ekki vita hversu margar bækurnar séu, það komi ekki í ljós fyrr en tréð verði fellt að jólunum loknum, þá verði bækurnar nákvæmlega taldar.

 

Nýjast