Framkvæmdir við vegkerfi, fráveitu og ofanvatnskerfi í Ölduhverfi sem rís í Eyjafjarðarsveit ganga vel.
Stefnt er á að hefja framkvæmdir í mars næstkomandi við byggingu raðhúsa á svæðinu. Viðræður við verktaka eru í gangi og stefnt er á kröftuga uppbyggingu rað- og fjölbýlishúsa við Bogöldu. Alls er gert ráð fyrir að í hverfinu verði 212 íbúðir auk þess sem íbúðarhúsið að Kroppi er þar fyrirt.
Meginhugmynd deiliskipulags Ölduhverfis er lágreist byggð, uppbrotin og lífleg umvafin grænum svæðum og geirum sem ganga niður hlíðina og tengja það við nærliggjandi svæði. Megin einkenni svæðisins eru tveggja hæða byggð einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsa sem raðað er meðfram húsgötum í hlíðinni.
Nokkur einnar hæðar raðhús verða við Bogöldu.