Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi

Í dag var gengin Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi    Myndir  Amtsbókasafnið
Í dag var gengin Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi Myndir Amtsbókasafnið

Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi var gengin frá Ráðhústorginu að Amtsbókasafninu í dag, í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi.

Að göngunni stóðu Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Femínistafélag MA, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna en fulltrúar frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra leiddu gönguna.

Í ár er sjónum beint að stafrænu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Ávörp fluttu félagskonur FeMA, Femínistafélags MA, Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur á Jafnréttisstofu, og Nanna Lind Svavardóttir, fyrir hönd Soroptimista.

 

 

Frá þessu segir á Facebookvegg Amtsbókasafnsins

Nýjast