Frábær hrossarækt á Finnastöðum

Björgvin Daði sigraði í 1. flokki í einstaklingskeppni á lokamóti í G-Hjálmarsson deildinni
Björgvin Daði sigraði í 1. flokki í einstaklingskeppni á lokamóti í G-Hjálmarsson deildinni

Finnastaðir í Eyjafjarðarsveit er eitt þeirra hrossaræktarbúa sem fagráð í hrossarækt tilnefndi til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins

Á Finnastöðum eru hjónin Björgvin Daði Sverrisson og Helena Ketilsdóttir með magnaða hrossarækt.

Sem dæmi má nefna að 6 vetra stóðhesturinn Fenrir frá Finnastöðum var efstur á vorsýningu á Hellu með 8,86 í aðaleinkunn og hlaut hæstu hæfileikaeinkunn ársins á Íslandi í ár eða 9,04, 9,5 fyrir tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið og 9,0 fyrir brokk, stökk, fet og hægt tölt.

Hryssan Hrönn hefur líka gert það gott sem og dóttir hennar Aþena sem báðar hafa látið til sín taka á verðlaunapöllum liðin ár.

Loks má geta þess að Björgvin Daði sigraði í 1. flokki í einstaklingskeppni á lokamóti í G-Hjálmarsson deildinni þar sem hann tók þátt í öllum greinum á einungis tveimur heimaræktuðum hestum.

Nýjast