Það er löngu liðin tíð að siglt sé yfir úfin höf með jólatréð á Ráðhústorgi sem vinir okkar í Randers hafa lagt bæjarbúum til um árabil, alveg frá tíð þegar Ísland var nánast skóglaust.
Í dag þurfa danirnir ekkert að vorkenna okkur, nú er bara skottast út í næsta skóg gripurinn fluttur nokkra km niður á torg þar sem fólk kemur saman og er bara ligegladt. ![]()
Dagurinn okkar hófst á að koma þess glæsilega sitkagreni úr Kjarnaskógi niður í bæ og nutum við þar aðstoðar Viðars Pálmasonar sem er snillingur á kranabíl veit allt um stroffur og leysti erfitt verkefni frábærlega, takk Viddi, þetta hefðum við aldrei getað án þín.

Viðar Pálmason skoðar tréð
Vaskir starfsmenn Akureyrarbæjar tóku svo við kyndlinum og eru staðráðnr í að vera klárir með jólaljósin þegar aðventan hefst.

Tréið er veglegt og mun gleðja.
Þessa skemmtilegu frásögn var að finna á Fb vegg Skógræktarfélags Eyjafjarðar í gær