
Afmælishátíð á morgun fimmtudag
,,Á morgun fimmtudaginn 19 desember verða nákvæmlega 50 ár síðan ÚA Spánartogarinn Kaldbakur EA 301 kom i fyrsta sinn til heimahafnar hér á Akureyri og þessi hátið verður því afmælishátíð og í anda Stelluhátíðarinnar sem við sjómenn héldur fyrir rúmu ári, enmitt þá líka til að fagna því að þann dag 1. nóvember 2023 voru líka 50 ár síðan að Stellurnar, Svalbakur EA 302 og Sléttbakur EA 304 komu heim. Þá var afhjúpað stórglæsilegt líkan af þeim Stellusystrum svokölluðu." segir Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður að smíði líkana af merkum togurum i sögu ÚA.
Hátíðin fer fram á matsal Útgerðarfélags Akureyringa og hefst kl 17.00