
Líneik Anna hættir á þingi
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum.
Miðvikudaginn 16. október formfestum við svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra undir merkjum Öruggara Norðurland eystra.
„Tjónstilkynningum heldur áfram að fjölga en þær eru nú orðnar rétt í kringum sextíu hér á Akureyri,“ segir Gunnur Ýr Stefánsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu forstjóra Norðurorku en fyrirtækið tekur við tilkynningum um tjón sem urðu á Akureyri vegna truflana í flutningskerfi Landsnets 2. október síðastliðinn. Rarik heldur utan um tjónstilkynningar utan Akureyrar.
Flest framboðin í Norðausturkjördæmi munu stilla upp á lista sína. Undantekningin er Sjálfstæðisflokkurinn sem velur fimm efstu á kjördæmisþingi og Píratar sem halda prófkjör. Vinsælt er að koma saman í Mývatnssveit til að velja listana.
Píramus & Þispa frumsýnir söngleikinn Með allt á hreinu
„Þetta er mikill léttir og mikil gleði að málið er nú í höfn,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins en hún skrifaði fyrr í dag undir samning um leigu á húsnæði á Akureyri. Samningurinn er til þriggja ára.
Ljóst er að kosið verður á milli minnst tveggja einstaklinga í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Valið verður á tvöföldu kjördæmisþingi á sunnudag.
Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Jens Garðar, hefur langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn, segir framboðið byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild,“ segir Jens Garðar. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar," segir hann.
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin. Í bókinni er, eins og nafn hennar gefur til kynna, rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina.
Þegar fyrst er farið af stað við að róta upp í minningum liðina ára, er ekki laust við að það rofi til og nætursvefn minn raskist. Ástæðan er sú ólga sem hugsanir um yfirbyggða æfinga- og keppnislaug veldur. Eins og áður hefur komið fram erum ég og Sundfélagið Óðinn á svipuðum aldri og 10 ára gekk ég til liðs við félagið
Óskum eftir að ráða blaðbera í Innbæinn fyrir Dagskrána, áhugasamir hafi samband við Gunnar í síma 860-6751.
Hverfið er laust strax.
Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
Það er alveg meiriháttar að fá þessa gjöf og kemur sér afar vel, segir Guðmundur Geirsson, kennari við rafiðndeild en Reykjafell afhenti deildinni sl. föstudag með formlegum hætti veglega gjöf í tilefni af 40 ára afmæli VMA. Um er að ræða ýmsar gerðir af stýriliðum og stýribúnaði sem kemur heldur betur að góðum notum í kennslu í stýringum í rafniðndeildinni.
Ný stjórn var kjörin á þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í fyrri viku. Ósk Helgadóttir, frá Framsýn, var kjörin nýr formaður til næstu tveggja ára. Með henni í stjórn eru Jóhannes Jakobsson, frá Byggiðn, sem er varaformaður stjórnar, og Vigdís Edda Guðbrandsdóttir, frá Samstöðu, sem er ritari stjórnar.
Hver vill ekki hafa aðgengi að lækni og öðru heilbrigðisstarfsfólki í sinni heimabyggð? Alþýðusamband Norðurlands varpar þessari spurningu fram í ályktun um heilbrigðismál sem samþykkt var á þingi þess nýverð. Öflug heilbrigðisþjónusta séu sjálfsögð mannréttindi.
Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga (BSÞ) ásamt Fjárfestingafélagi Þingeyinga kynnti áform um þurrkstöð við Húsavík á fjárfestingahátíð Norðanáttar sem fram fór á Siglufirði á síðasta ári. Þurrkstöðin við Húsavík mun auk þess að framleiða grasköggla, þurrka korn og eins er ætlunin að þurrka grisjunarvið og framleiða m.a. undirburð. Nýttur verður glatvarmi frá Hveravöllum í þurrkstöðina
Prófessorarnir Sigrún Sigurðardóttir í hjúkrunarfræðideild og Rachael Lorna Johnstone í lagadeild tóku ásamt átján öðru framúrskarandi fræðafólki þátt í kynningarviku og vísindaferð Fulbright Arctic Initiative IV verkefnisins. Hópurinn mun taka þátt í þverfræðilegum rannsóknum á næstu átján mánuðum í fjórða hluta verkefnisins á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Þriðjudaginn 15. október kl. 17-17.40 heldur sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni ListaÉg. Í fyrirlestrinum mun hún spekúlera í listferli og listalífi. Hún mun grúska í tilurð, gjörðum og lífi einhvers konar listapersónu sem á heima í einhvers konar alvöru persónu. Aðgangur er ókeypis.
Samfélag sem ekki getur orðið við lögvörðum rétti fatlaðra til þjónustu, sem getur umborið að veikt barn sé sótt inn á Landspítalann með lögregluvaldi og látið húka á Keflavíkurflugvelli meðan ríkisstjórn landsins rambar á barmi stjórnarslita, samfélag sem lætur nútíma þrælahald viðgangast gegnum starfsmannaleigur, samfélag þar sem andlega veikt fólk fær ekki aðstoð fyrr en það er of seint og saklaus líf glatast, samfélag sem telur það eðlilega umgengni að ofbeldismenn geti fengið að vera einir með börnum sínum, samfélag þar sem fjöldi karlmanna telur það sinn sjálfsagða rétt að geta keypti líkama kvenna, kvenna sem eru ýmist hraktar eða neyddar í vændi, fluttar til landsins eins og hver annar varningur til sölu og neyslu, kjötskrokkar.
Í síðustu viku kom hið fornfræga björgunarskip Vestfirðinga, María Júlía BA 36 til hafnar á Húsavík en ætlunin er að gera það upp í Húsavíkurslipp.
Samkomulag hefur verið undirritað sem tryggir fjármögnun fyrirtæksins Krafla Magma Testbed, KMT til tveggja ára.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Orkuveitan og KMt eru aðilar að samkomulaginu. Samkomulagið markar ákveðin tímamót fyrir KMT þar sem Orkuveitan gengur til liðs við verkefnið, auk þess sem áframhaldandi stuðningur frá stjórnvöldum og Landsvirkjun er tryggður.
Við tókum hús á tveimur starfskröftum Háskólans á Akureyri á dögunum sem bæði höfðu verið á ferðalögum tengdum sínum störfum. Störf við skólann bjóða upp á ýmis tækifæri, hvort sem það er í akademíu eða stoð- og stjórnsýslu.
Það var mikið um dýrðir í Menntaskólanum á Akureyri en tilefnið var 120 ára afmæli Gamla skóla. á Facebooksíðu skólans er þessa getið.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Já það eru komin 20 ár síðan Sundfélagið Óðinn, ( stofnað af unglingum upp úr sunddeildum KA og Þórs) tók þátt í tilraunaverkefni með Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar um að bjóða börnum með skilgreinda fötlun upp á sundæfingar.
A! Gjörningahátíð hófst í gærkvöldi í Listasafninu á Akureyri með gjörningi KGB þríeykisins, en það skipa Kristján Helgason, Birgir Sigurðsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson. Að þeim gjörningi loknum tóku við gjörningar Vénýjar Skúladóttur, Ashima Prakash og Évu Berki. A! er þriggja daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í tíunda sinn og stendur fram á laugardagskvöld. Ókeypis er inn á alla viðburði. Hátíðin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi þar sem einungis er um gjörningalist að ræða úr öllum listgreinum. Dagskrá hátíðarinnar má sjá á listak.is.
Mikil gleði og ánægja ríkti fyrir réttum tuttugu árum þegar við Akureyringar héldum fjölmennasta íbúaþing sem sögur fara af hér á landi. Tíu af hundraði bæjarbúa voru heilan dag saman að ræða á hvað skyldi leggja áherslu við endurnýjun miðbæjarins. Niðurstöðurnar voru svo teknar saman og þær síðan lagðar til grundvallar tíu árum síðar þegar bæjarstjórn samþykkti samhljóða nýtt skipulag þessa hluta bæjarins. Því miður var niðurstöðunni gjörbreyt nokkrum árum síðar eftir óskiljanleg hrossakaup innan bæjarstjórnar þar sem öllum meginatriðum umrædds íbúaþings var hent í ruslakörfuna. Áður en það óláns niðurrif átti sér stað reyndum við mörg að fá umræðu um einstaka þætti þess og sjálfur tók ég fram nokkur atriði í athugasemdum sem ég óskaði eftir að ræða við bæjarfulltrúa áður en öllum meginniðurstöðum íbúaþingsins yrði kastað fyrir róða. Nei, því miður engin umræða, einasta einhverjar kúnstir innan bæjarstjórnar og óskapnaðurinn laminn í gegn án nokkurs samráðs við bæjarbúa. Eftir stendur skipulag sem enginn vill byggja eftir og miðbærinn í sama farinu og fyrir tuttugu árum; ekkert gert og algjör stöðnun.