Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur í fjarveru bæjarstjórnar samþykkt breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænhól, athafnasvæði. Þar verður afmörkum 3.600 m2 lóð þar sem gert er frá fyrir að reisa allt að fimm smáhýsi fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda. Reiturinn sem um ræðir er nú opið grastún með malarbílastæði og gömlum útihúsum.
Alls bárust 45 athugasemdir og 2 umsagnir á kynningartíma. Flestar voru þær frá íbúum í Síðuhverfi sem lýstu áhyggjum sínum af því að setja upp smáhýsi fyrir fólk með fjölþættan vanda í hverfinu. „Það liggur fyrir að Akureyrarbær þarf að sinna þjónustu við fjölbreyttan hóp fólks og er eitt verkefnum sveitarfélagsins að útvega húsnæðisúrræði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda,“ segir í svari frá skipulagsfulltrúa við athugasemdum.
Vanda þarf val á staðsetningu
Einnig kemur fram að vanda þurfi staðsetningu á slíkum búsetuúrræðum þar sem þau þurfi að vera í göngufæri við almenningssamgöngur og verslun og þjónustu, en samt sér, auk þess sem Akureyrarbær þurfi með einföldum hætti að geta sinnt þjónustu við íbúanna.
„Að mati Akureyrarbæjar hentar svæðið norðan Síðubrautar mjög vel til þessara nota þar sem það er tiltölulega nálægt allri nauðsynlegri þjónustu við Norðurtorg en er samt sér og í litlum tengslum við núverandi íbúðarsvæði, skóla eða önnur barnmörg svæði.“
Til viðbótar við þetta svæði er nú unnið að skipulagningu sambærilegs svæðis við Hlíðarfjallsveg og við Baldursnes. Þá er stefnt að því að vinna við gerði nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði á svæði milli Kjarnagötu og Naustaborga og að þar verði einnig gert ráð búsetuúrræðum af þessu tagi.