Ja þessir unglingar

Þessi glaðlega mynd prýðir forsíðu Vikublaðsins í dag.  Myndir Ingólfur Jóhannsson
Þessi glaðlega mynd prýðir forsíðu Vikublaðsins í dag. Myndir Ingólfur Jóhannsson

Um 70 manns frá EBAK Félagi eldri borgara á Akureyri, EBAK heimsóttu Kjarnaskóg í vikunni, líkt og þau gera alla þriðjudaga sumarlangt til að ganga sér til gleði.

Eftirvæntingin var þó enn meiri en venjulega þar sem kvisast hafði að nýtt leiktæki, Múmínhúsið, væri risið í skóginum. Leikþyrstir eldri borgarar létu vel af nýja leiktækinu og fjölmargir,klifruðu upp í rjáfur til að njóta útsýnis og fengu sér svo salbunu niður í rennibrautinni góðu og upplifðu gömlu góðu „róló stemninguna“ það var kátt á hjalla við Múmínturninn meira segja stiginn dans.

Tækifærið var nýtt til að kynna nýja bekki sem starfsfólk Skógræktarfélagsins hefur smíðað úr heimafengnu timbri og komið verður fyrir við trimmbrautina í Kjarna.

EBAK styrkti verkefnið með kaupum á þremur bekkjum“ og erum við afar þakklát fyrir þann stuðning,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Nýjast