Mikil loftmengun hefur verið í firðinum okkar fagra frá því í gærkvöldi og allar tölum um loftgæði eldrauðar. Fagfólki ber reyndar ekki saman um það hvort hér sé um að ræða mengun frá eldgosinu á Suðurnesjum eða hvort þetta sé loft sem ættað er frá Evrópu.
Hvort sem er þá hefur þetta ástand haft áhrif m.s á samgöngur við flugvél frá Transavia sem lenda átti á Akureyrarflugvelli varð frá að hverfa og var henni stefnt til Egilsstaðar þar sem lent var.
Þegar loftmengun er með þessum hætti sem raun ber vitni er t.d ekki talið ráðlegt að láta ungabörn sofa úti og æfingar utan dyra ekki taldar heppilegar. Fólk með undirliggjandi hjarta og lungasjúkdóma ætti líka að hafa varan á.
Þegar þetta er skrifað laust fyrir kl 12.30 virðist sem ástandið sé heldur að lagast en með stöðu mála má fylgjast á eftirfarandi vefslóð.
https://loftgaedi.is/is?zoomLevel=13&lat=65.68431629623733&lng=-18.096688344622926
Það er eins og heldur sé að létta til