
Hugleiðingar að loknum sigri
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA skrifaði á Facebook vegg sinn vangaveltur sínar í lok gærdagsins. Vefurinn fékk leyfi Sævars til þess að birta skrif hans.
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA skrifaði á Facebook vegg sinn vangaveltur sínar í lok gærdagsins. Vefurinn fékk leyfi Sævars til þess að birta skrif hans.
Völsungur spilar í Lengjudeildinni næsta sumar
„Þetta hefur verið virkilega gaman og gefandi. Ég hef kynnst fullt af fólki í þessum ferðum og það er bara skemmtilegt,“ segir Ólöf Rut Ómarsdóttir sem náði þeim áfanga um liðna helgi að fara ferð númer 100 á Fálkafell. „Ég er mjög ánægð með að hafa náð markmiði mínu, það er talsvert langt síðan ég hef sett mér markmið af þessu tagi og náð því þannig að þetta er mikil hamingja.“
„Það er magnað að sjá hversu vel fólk hefur tekið í þetta. Við erum hæstánægðar,“ segir Heiðrún Jóhannsdóttir sem ásamt Halldóru Magnúsdóttur stendur fyrir skemmtilegu hvatningarátaki; 100 ferðir á Fálkafell. Sjálf hefur hún farið tæplega 80 ferðir á árinu, en nokkrir hafa náð því að fara 100 ferðir eða fleiri.
„Ég er sátt við sumarið, ferðafólki hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið aukning á milli ára þó tölur liggi ekki fyrir,” segir Halla Ingólfsdóttir eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Trip í Grímsey. Veður hafi þó ekki endilega alltaf sýnt sínar bestu hliðar en það sama megi segja um aðrar staði á landinu.
Þórhildur Þórhallsdóttir sem búsett er á Akureyri hefur verið kokkur á skipum Samherja í nærri þrjú ár, síðustu tvö árin á Kaldbak EA 1. Þórhildur hafði ásamt tveimur konum rekið veitingahúsið Kaffi Ilm á Akureyri í tíu ár. Þær ákváðu að selja þetta vinsæla veitingahús og þar með stóð Þórhildur á krossgötum varðandi atvinnu.
Það virðist gilda það sama um varnaðarorð og góða vísu. Verður aldrei of oft kveðin.
Glæpahringir sem herja á fólk til að komast inn í heimabanka verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðuglegri.
Borið hefur á að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmiss konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum númerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra eru oft of góð til að vera sönn, og þá er það oft málið, þetta eru svik.
Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur tekið þá ákvörðun að loka almenningsbókasafni en jafnframt að efla skólabókasafnið í sveitarfélaginu.
„Þetta er verkefni sem verður að vinna og við erum afskaplega ánægð með að fá þessa vönduðu fagmenn til verksins,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Menn frá Lettlandi með skógarhöggsvélar sérhannaðar til grisjunar hafa verið að störfum í reitum félagsins undanfarið. Þeir verða um það bil einn mánuð við störf nú í haust og vonast eftir að þeir taki upp þráðinn á næsta ári enda ærið verkefni fyrirliggjandi.
Eyþór Ingi Jónsson flytur verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben, Joseph Haydn, Hauk Guðlaugsson, Hildi Guðnadóttur, Ghislaine Reece-Trapp, Robert Schumann, Smára Ólason og Johann Ulrich Steigleder. Eyþór er að hefja tónleikaverkefni fyrir næstu misserin sem hann kallar Litróf orgelsins, en hann mun leggja metnað í að sýna fjölbreytileika hljóðfærisins með því að spila afar fjölbreytta orgeltónlist og umritanir á öðrum verkum fyrir orgel
Íslenska sjávarútvegssýningin 2024, Ice Fish 2024, var formlega sett í gær en fjörutíu ár er liðin frá því sýningin var fyrst haldin hér á landi. Að þessu sinni mæta sýnendur frá rúmlega tuttugu þjóðlöndum til að kynna allt það nýjasta og besta í alþjóðlegum sjávarútvegi.
Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.
„Það er augljóst eins og málið horfir við okkur að þetta verður skaði fyrir landsbyggðina, sérstaklega minni staði þar sem skipin skipta miklu máli fyrir samfélagið,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir verkefna- og markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Um næstu áramót verður tollfrelsi sem m.a. leiðangursskip hafa notið hér við land afnumið o
Fyrirtækið Halldór Jónsson í Reykjavík færði námsbraut í hársnyrtiiðn Verkmenntaskólans á Akureyri veglega gjöf á dögunum, Climazone hitatæki, sem nýtast mun vel í kennslunni. Gjöfin er gefin í tilefni af 40 ára afmæli skólans.
Það er alltaf mikið líf sem fylgir nýju skólaári, sama á hvaða skólastigi það er. Þar er Háskólinn á Akureyri engin undantekning. Gangarnir eru iðandi af stúdentum, starfsfólki og ýmislegt nýtt sem lítur dagsins ljós í góðu samstarfi eininga og annarra stofnana.
Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags samþykkti að færa Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum að gjöf kr. 15.000.000,- til kaupa á tækjum og búnaði til að efla starfsemina enn frekar
Þingeyjarsveit er í toppbaráttunni á Norðurlandi eystra þegar kemur að tölum yfir íbúa. Nýjar tölur frá Þjóðskrá um íbúafjölda sveitarfélaga sýna að íbúum. Þingeyjarsveitar hefur fjölgað um 89 frá 1. desember 2023 til 1. september 2024 eða um 6%.
Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli segir i morgun í færslu á Facebokarvegg hennar frá opnun nýrrar fríhafnar á flugvellinum. Vefurinn fékk leyfi til þess að birta færsluna.
Hljómsveitin Djúpilækur heldur tónleika helgaða dægurlagatextum Kristjáns frá Djúpalæk á Græna hattinum laugardaginn 26 október kl. 15.
Mikill vitundavakning hefur átt sér stað undanfarið um ADHD og þau áhrif sem ógreint og ómeðhöndlað einkenni getur haft á sjálfsmynd fólks og líðan. Mikilvægi þess að fá greiningu hefur líka verið í umræðunni og mörg þúsund Íslendingar eru á biðlistum hjá ADHD teymi heilsugæslunnar.
Það getur ekki öllum liðið alltaf vel. En það á heldur engum að líða alltaf illa. Passleg blanda er líklega best, horfa bjartsýn fram á veg, snúa baki við skugganum. Vita af þungum steinum, en láta þá ekki hafa áhrif á sig. Lífsviðhorf sem ætti að vera auðvelt og einfalt, en er það ekki fyrir marga.
Alltof marga.
Kúreki norðursins: Saga Johnny King, eftir Árna Sveinsson
„Vægt til orða tekið þá er ég orðin mjög þreytt á þessu. Ég er reglulega spurð að því hvernig gangi að fá stuðning frá Akureyrarbæ við Kisukot, en staðan þar er bara sú sama og verið hefur, það virðist ekkert vera að gerast. Síðustu samskipti mín við bæinn voru í apríl á þessu ár. Ég hef send nokkra tölvupósta síðan en ekki fengið svör. Það er greinilegt að áhuginn er enginn,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir sem hefur um árabil rekið athvarf fyrir ketti á heimili sínu, eða frá því í lok janúar árið 2012.
Umræðan um ofbeldi meðal ungs fólks hefur verið áberandi okkur síðustu vikur og langar mig til að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru samúð mína og þakka þeim fyrir sitt sterka ákall um breytingar