
Iðunn Mathöll var opnuð á Glerártorgi í dag
Sex veitingastaðir eru í mathöllinni sem opinverður frá kl 11:30 og er gengið út frá því að opið verði til klukkan 21 eða jafnvel til kl 22:00 eftir atvikum
Sex veitingastaðir eru í mathöllinni sem opinverður frá kl 11:30 og er gengið út frá því að opið verði til klukkan 21 eða jafnvel til kl 22:00 eftir atvikum
Námsfyrirkomulagið í MA hefur breyst á þann hátt að nemendur hafa nú aukinn sveigjanleika í námstíma og geta lengt í námsferlinum t.d. um eina eða tvær annir.
Í dag brautskráði VMA 116 nemendur en heildarfjöldi skírteina var 123 því sjö nemendur brautskráðust með tvö skírteini. Alls hefur skólinn því brautskráð 256 nemendur á þessu almanaksári því 140 nemendur voru útskrifaðir í maí sl.
Jólin er tími samveru og góðra stunda með þínum nánustu. Oftar en ekki sest fjölskyldan saman fyrir framan sjónvarpið og horfir á góða jólamynd. Þessar jólamyndir geta verið alls konar og án efa velja allir einhverja, allavega eina, jólamynd sem þeir horfa á á hverju ári. Ef ekki, þá mæli ég sterklega með því að byrja með þá jólahefð að horfa saman öll fjölskyldan á allavega eina jólamynd yfir hátíðirnar.
Kirkjutröppurnar á Akureyri verða opnaðar formlega á ný sunnudaginn 22. desember kl. 16. Þá opnar Akureyrarkirkja dyr sínar til að samfagna endurbótunum á þessum mikilvæga hluta af ásýnd Akureyrar. Klukkan níu um kvöldið verða svo jólatónleikar Hymnodiu sem hafa verið fastur liður um árabil í Akureyrarkirkju daginn fyrir Þorláksmessu.
Það var fjölmenni sem mætti á matsal ÚA í gær þegar þess var minnst að 50 ár voru liðin frá því að Kaldbakur EA 301 sigldi til heimahafnar nýsmíðaður frá Spáni. Við þetta tilefni voru afhjúpuð líkön af Kaldbak/Harðbak og einnig Sólbak sem var fyrsti skuttogari ÚA. Það eru fyrrum sjómenn ÚA undir forgöngu Sigfúsar Ólafs Helgassonar sem voru hvatamenn að þessum smíðum.
SÍMEY brautskráði í gær sex nemendur á námsbrautinni Færni á vinnumarkaði en upp á þessa námsbraut var í fyrsta skipti boðið núna á haustönn í öllum símenntunarmiðstöðvum landsins. Í það heila ljúka um sjötíu nemendur þessu námi um allt land núna í desember og eftir áramót
Í dag fórum um 30 manns í ljósastyrktargöngu upp í Fálkafell til styrktar Velferðasjóðs Eyjafjarðasvæðisins. Hópurinn fékk hið besta veður, logn, frost og frábært gönguveður
Sigurður H. Ringsted kom færandi hendi til okkar í Rauða krossinn við Eyjafjörð með afrakstur af sölu dagatala sem hann hannaði og seldi í samstarfi með konunni sinni Bryndísi Kristjánsdóttur.
Það kom upp hugmynd um að hafa styrktargöngu upp í Fálkafell fyrir jólin og var ákveðið að skella í eina slíka. Tilvalið að mæta með rauðar húfur eða jólahúfur.
Óskaplega getur verið erfitt að vera samkvæmur sjálfum sér. Tökum dæmi. Forðum var ég ekki sáttur við hugmyndir verktaka um Tónatröðina og hafði hátt um að auglýsa bæri lóðina aftur. Einfaldlega vegna þess að gjörbreyta átti skipulagi hennar.
Það er óásættanlegt að ganga þurfi svo langt og sýnir að bærinn hefur misst tökin á þessum málum segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfullrúi í grein sinni.
Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027
,,Á morgun fimmtudaginn 19 desember verða nákvæmlega 50 ár síðan ÚA Spánartogarinn Kaldbakur EA 301 kom i fyrsta sinn til heimahafnar hér á Akureyri og þessi hátið verður því afmælishátíð og í anda Stelluhátíðarinnar sem við sjómenn héldur fyrir rúmu ári, enmitt þá líka til að fagna því að þann dag 1. nóvember 2023 voru líka 50 ár síðan að Stellurnar, Svalbakur EA 302 og Sléttbakur EA 304 komu heim. Þá var afhjúpað stórglæsilegt líkan af þeim Stellusystrum svokölluðu." segir Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður að smíði líkana af merkum togurum i sögu ÚA.
Hátíðin fer fram á matsal Útgerðarfélags Akureyringa og hefst kl 17.00
Nýtt meistaranám í Velsældarfræðum, Wellbeing Science, var eitt 19 verkefna sem hlaut styk úr Samstarfssjóði háskóla í morgun, eða 61 milljón króna. Um er að ræða samstarfsverkefni HR, HÍ, HA, Embætti landlæknis og Surrey háskóla á Englandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- og nýsköpunarráðherra kynnti úthlutunina.
Velsældarhagkerfi er notað til að lýsa sýn sem er frábrugðin hinni hefðbundu nálgun á hagkerfið út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað eru velsæld og lífsgæði metin út frá fjölmörgum félagslegum og umhverfislegum þáttum jafnt sem efnahagslegum.
Hörður Óskarsson hefur síðustu átta ár fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010.
Þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað þann 13. desember síðastliðinn að glatvarmi frá álþynnuverksmiðju TDK nýttist í fyrsta sinn inn á kerfi Norðurorku og verður varmavinnslan tröppuð upp hægt og rólega.
Nýju kirkjutröppurnar verða opnaðar sunnudaginn 22. desember kl. 16. Að lokinni hátíðlegri athöfn er bæjarbúum boðið í skrúðgöngu upp að Akureyrarkirkju. Öll eru hjartanlega velkomin!
Krakkar á miðstigi í Grenivíkurskóla, í 5. 6. og 7. bekk afhentu sjóðnum 430 þúsund krónur í Glerárkirkju á Akureyri í morgun. Þeir unnu að verkefni nú í haust sem snérist um að skrifa bækur undir leiðsögn kennara sinna, hver nemandi skrifaði eina bók.
Það má nokkuð víst telja að kynni kynbótahrúturinn Kolbeinn frá Grobbholti magnaðan texta Ómars Ragnarssonar sem hann orti fyrir mörgum áratugum og nefndi Árið 2012 væri Kolbeinn að jarma þennan brag, liklega ólundarlega. Vilhjálmur Vilhjálmsson flutti þennan texta listavel og sannfærandi.
Fyrstu samningarnir um óstaðbundin störf á landsbyggðinni voru undirritaðir á Húsavík á dögunum. Annars vegar er um ræða starf sem staðsett verður í húsnæði Sýslumannsins á Húsavík og hins vegar starf sem staðsett verður í vinnustaðaklasanum Útibúinu á Hvammstanga.
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 var lögð fram til síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi þann 12. desember og samþykkt. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Fyrri umræða fór fram þann 28. nóvember.
Við, sem ekki ólumst upp við gæði hitaveitunnar, deilum ýmsum svölum minningum og lífsreynslu sem aðrir skilja ekki. Heitt vatn var takmörkuð auðlind, magnið sem hitadúnkurinn innihélt kólnaði við notkun og tók nokkra klukkutíma að hitna aftur. Það þýddi ekkert fyrir fjölskylduna í Höfða að drolla í sturtunni og líkamsþvottur heimilismanna var skipulagður út í ystu æsar.
Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum.
Þann 14. desember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fyrir rekstrarárið 2024. Mjög vel var mætt, það voru tæplega 100 manns á fundinum. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf og eftir fundinn var nýja inniaðstaðan okkar á Jaðri formlega opnuð. ,
Það var Halldór M. Rafnsson, heiðursfélagi GA, ásamt Huldu Bjarnadóttur, forseta GSÍ, sem klipptu á rauða borðan íáður en gestir fengu að sjá dýrðina og gæddu sér síðan á snittum og drykkjum að því loknu.