Norðurþing og Carbfix undirrita viljayfirlýsingu

Sveitarfélagið Norðurþing og Carbfix hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf varðandi uppby…
Sveitarfélagið Norðurþing og Carbfix hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO2.

Sveitarfélagið Norðurþing og Carbfix hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO2. Aðilar að viljayfirlýsingunni eru sveitarfélagið Norðurþing, Hafnasjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ohf., og Carbfix hf. og Coda Terminal hf.

 

Aðilar samningsins lýsa yfir vilja til að, hver um sig og eftir atvikum sameiginlega, ráðist í þær aðgerðir sem þörf er á til að undirbúa uppbyggingu Coda stöðvar á svæðinu, hvort heldur þær aðgerðir snúi beint að móttöku CO2 í eða við hafnarmannvirki, svæðum þar sem fyrirhugað er að dæla niður CO2 uppleystu vatni, samskipta- og kynningarmálum eða öðru samstarfi eins og nánar greinir í viljayfirlýsingu þessari.

Markmiðið sem stefnt er að, er að skapa sameiginlegt virði á breiðum grunni og stuðla að sem bestum rekstrarskilyrðum fyrir starfsemi Coda stöðvar á svæðinu samhliða því að horfa til þess að undirbyggja samlegð með annarri núverandi og fyrirhugaðri starfsemi.

 

Næstu skref eru stefnumörkun og frekari útfærsla á staðsetningu mannvirkja, samskipta- og kynningarmálum, skipulags- og leyfisferlum og viðskiptalegum samningum en sérstakur starfshópur aðila mun vinna að framgangi málsins næstu 12 vikur eftir undirskrift.

 

Nýjast