Nýsköpun gegnir stóru hlutverki í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) þar sem markvisst er unnið að því að bæta þjónustu, hagræða ferlum og skapa jákvætt og árangursríkt vinnuumhverfi. Það er því ánægjulegt að þrjú verkefni stofnunarinnar hafi verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025.
Tilnefningarnar endurspegla breiddina í nýsköpunarstarfi HSN og ná yfir bæði tæknilega þróun og mannauðsmál:
Framfarir í stafrænni umbreytingu:
HSN hefur innleitt fjölmargar stafrænar lausnir sem nýta sjálfvirknivæðingu til að einfalda verkferla og bæta þjónustu. Með því hefur stofnunin eflt skilvirkni og aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Innleiðing á teymisvinnu í heilsugæslu:
Teymisvinna hefur verið í innleiðingu frá fyrri hluta árs 2023 og miðar að því að efla samvinnu heilbrigðisstarfsfólks og auka heildstæða þjónustu við notendur. Stefnt er að því að innleiðingu ljúki fyrir árslok 2025 og þá verði árangursrík og þverfagleg teymisvinna orðin fastur liður í starfseminni.
Vellíðan á vinnustað:
Verkefnið miðar að því að bæta líðan starfsfólks með samtali stjórnenda og starfsfólks og er í 6 hlutum. Lokamarkmiðið er að því að auka vellíðan á vinnustað og draga úr starfstengdum veikindum.
Þrátt fyrir að HSN hafi ekki hlotið verðlaunin að þessu sinni er það mikil viðurkenning að fá þrjár tilnefningar, sem sýnir að framsækið og metnaðarfullt starf starfsfólks stofnunarinnar er eftirtektarvert og er að skila árangri.
Það var HSN sem fyrst sagði frá