Norðurhjálp opnar við Óseyri á morgun
„Við erum mjög spenntar og hlökkum mikið til að opna dyrnar fyrir gestum og gangandi,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra sem standa að nytjamarkaði Norðurhjálpar. Markaðurinn verður opnaður á morgun á nýjum stað, Óseyri 18 og segir hún að starfsemi markaðarins rúmist þar ágætlega þó húsnæðið sé aðeins minna en áður var til umráða. Norðurhjálp opnar á morgun, föstudaginn 21. mars kl. 13.