
Tvö ný fræðsluskilti í Grímsey
Í vikunni voru sett upp tvö skilti í Grímsey tengd Norðurstrandarleiðinni (e. Arctic Coast Way) sem greina annarsvegar frá eðli heimskautsbauganna og hinsvegar sögu Grímseyjar.
Í vikunni voru sett upp tvö skilti í Grímsey tengd Norðurstrandarleiðinni (e. Arctic Coast Way) sem greina annarsvegar frá eðli heimskautsbauganna og hinsvegar sögu Grímseyjar.
Í ár fagnar bæjarhátíðin Mærudagar á Húsavík sínu 30. afmæli með fjölbreyttri og spennandi skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.
Orkuveita Húsavíkur er í framkvæmdum en verið er að endurnýja dreifilögn hitaveitu á rúmlega 3 km kafla í Reykjahverfi frá Smiðjuteig að Skógum
Mikil og góð stemning var í Listagilinu síðasta laugardag þegar þar var haldið hið svokallaða Karnivala eða lokahátíð Listasumars 2024
Gengið hefur verið frá samningi við verktaka um að mála húsið
Andrea Fáfnis Ólafs og Viðar Breiðfjörð halda samsýningu í Hlyn við Garðarsbraut yfir Mærudagana. Listamennirnir eiga bæði ættir og barnæsku að rekja til Húsavíkur.
Aðalgeir Heiðar Karlsson fæddist 1.október 1948 á Húsavík. Hann var sonur útgerðarhjónanna Heru Sigurgeirsdóttur f. 22. maí 1916, d. 8. ágúst 1999 og Karls Óskars Aðalsteinssonar, f. 8. maí 1912, d. 24. jan. 1982. Aðalgeir var yngstur fimm systkina sem eru í aldursröð: Sigurbjörg Guðrún, f. 6. feb. 1935, d. 26. maí 2019, Sigrún Ólöf f. 22. jan. 1937, Aðalsteinn Pétur f. 27. okt. 1943, d. 15. júlí 2008 og Óskar Eydal f. 27. nóv. 1944, d. 14. apríl 2017. Karl Óskar Geirsson f. 28. nóv. 1955, sonur Sigrúnar, ólst einnig upp í Höfða og var alltaf eins og einn af systkinunum.
Alli var af mikilli sjómannaætt en var mjög lítið á sjó en vann landvinnu. Hann var snöggur til að ráða sig til vinnu þegar Norðurverk hóf störf við gerð Laxárvirkjunar 3 og vann þar fram að verklokum sem bílstjóri á borbíl og sem sprengju sérfræðingur. Við Laxárvirkjun kynnist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Heiðveigu Gestsdóttur, f. 13.júní 1952. Guðný er fædd og uppalin í Múla í Aðaldal, foreldrar hennar voru Heiðveig Sörensdóttir, f. 6.maí 1914, d. 2.mars 2002 og Gestur Kristjánsson, f. 10.nóvember 1906, d. 9.ágúst 1990. Strax vorið eftir þau kynni flutti Aðalgeir í Múla, fór að taka þátt í búskapnum af fullum krafti ásamt því að sinna vinnu við Laxárvirkjun. Aðalgeir og Guðný opinberuðu um páskana 1971 og giftu sig 2. apríl 1972. Þau hófu félagsbúskap ásamt foreldrum Guðnýjar og keyptu síðar af þeim eignir þeirra í Múla eftir að þau hættu búskap árið 1986 og fluttu til Húsavíkur. Aðalgeir og Guðný bjuggu alla tíð í Múla meðan heilsan leyfði. Þau seldu jörðina í sumarið 2021 og fluttu til Akureyrar.
Alli og Guðný í Múla voru með fjölmörg börn í sumardvöl í sveit og eins voru þau með fósturbörn bæði til skemmri og lengri tíma. Þrjú af þeim börnum fengu varanlegt aðsetur hjá þeim hjónum í Múla og má svo sannarlega segja að þau hafi dottið í lukkupottinn, Ólafur Svanur Ingimundarson, f. 3.ágúst 1965, Einar Jóhann Sigurðsson, f. 6. ágúst 1983 og Aðalheiður Ágústa Jónsdóttir, f. 2. október 1987. Ólafur Svanur er kvæntur Emmu Gísladóttur, f. 17.maí 1967 og eiga þau tvo syni Gísla Ólaf og Jón Aðalgeir og 6 barnabörn. Einar Jóhann er kvæntur Þórhildi Einarsdóttur, f. 31. ágúst 1983, og eiga þau tvö börn saman Kristján Guðna og Heiðveigu Halldóru. Einar á einnig dóttur úr fyrra sambandi, Lilju Dögg, f. 3.mars 2005. Aðalheiður er gift Sigmundi Birgi Skúlasyni, f. 19.maí 1982 og eiga þau þrjú börn Heiðar Inga, Fannar Atla og Margréti Guðnýju.
Aðalgeir lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 12.júlí s.l. og útför hans fór fram miðvikudaginn 24.júlí kl 14:00 frá Grenjaðarstaðarkirkju í Aðaldal.
Elsku afi okkar, við vitum ekki hvernig okkur á að líða, þetta er allt svo skrýtið.
Laust eftir hádegi í dag kom tilkynning til lögreglu og sjúkraflutningamanna á Húsavík um reiðhjólaslys við Jökulsárgljúfur. Þar hafi reiðhjólamaður fallið fram af kletti og þá hafði samferðamaður hans einnig slasast við að reyna að koma honum til aðstoðar
Kynslóðir kórfélaga frá Hóffý og Ástu sameinast og halda saman tónleika í Húsavíkurkirkju
Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir umhverfis Öxarfjarðarskóla í Lundi. Búið er að fjarlægja gróður austan skólahússins og stækka bílaplan starfsfólks.
Gamla vélin var komin mjög til ára sinna en ný vél hefur verið sett upp með streymi í gegnum Youtube
Alfreð Birgisson úr Íþróttafélaginu Akri á Akureyri og Húsvíkingur að uppruna vann þriðja Íslandsmeistaratitil utandyra sinn í röð í trissuboga karla á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi
Freyja býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2014 og með meistaragráðu í frjálsum listum frá Listaháskóla Íslands 2022.
Verkefnið „Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk“ fékk 15 milljónir króna. Verkefnið snýr að því að gera lýsistankana manngenga og mögulega til notkunar fyrir upptökur, listsýningar, tónleika og fleira en sótt var um 20,7 milljónir til verkefnisins
Í dag hefur verið unnið að því að mála rauð gatnamótin við Oddeyrargötu og Brekkugötu
Jonathan Smith gestalistamaður Gilfélagsins í júlí opnar sýningu í Deiglunni föstudaginn 26. júlí kl.19.30. Sýningin stendur yfir helgina 27. og 28. júlí og er opin frá 14 - 17 báða dagana. Aðeins þessi eina sýningarhelgi.
Samfélagssjóður EFLU veitti fyrr í þessum mánuði fjárstyrki til sjö samfélagsverkefna. Meðal styrkhafa var Ungmennafélagið Efling í Reykjadal S-Þingeyjarsýslu.
Samfélagssjóður EFLU veitti fyrr í þessum mánuði fjárstyrki til sjö samfélagsverkefna. Meðal styrkhafa var Leikfélag Húsavíkur.
Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím verður haldin í sjöunda sinn 25. - 27. júlí 2024. Hátíðin er kennd við listakollektífið MBS sem kemur að skipulagningu hennar og hefur hún farið fram árlega síðan árið 2018.
Hún var sorgleg aðkoman í Holti, útikennslusvæði leikskólabarna á Húsavík á dögunum. Eldhús eða gullabú eins það er kallað sem foreldrar barna sem útskrifuðust í vor settu upp og gáfu leikskólanum er stórskemmt
Uppsjávarveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og togarinn Harðbakur EA 3 lönduðu í Neskaupstað í gær. Vilhelm Þorsteinsson kom til hafnar á miðnætti með um 1700 tonn af makríl og Harðbakur EA 3 kom svo til hafnar síðdegis með nærri fullfermi, aðallega ýsu. Afli Harðbaks verður unninn í vinnsluhúsi Samherja á Dalvík, þar hófst vinnsla í morgun eftir sumarleyfi starfsfólks. Afli Vilhelms Þorsteinssonar fer til vinnslu í Neskaupstað en skipið veiðir í samvinnu við önnur uppsjávarveiðiskip Samherja og Síldarvinnslunnar.
Fiskeldisskóli unga fólksins fór fram í síðustu viku á Húsavík í tengslum við vinnuskólann fyrir krakka í 8. og 9. bekk.
Mærudagar á Húsavík verða haldnir um komandi helgi en hátíðin er 30 ára að þessu sinni. Í tilefni tímamótanna má eiga von á sérlega fjölbreyttri dagskrá sem ætti að henta fólki á öllum aldri.
Í gegnum tíðina hefur Ferðafélag Akureyrar staðið fyrir því að stika nokkrar gönguleiðir. Gönguleiðanefnd félagsins hefur séð um þessa vinnu auk þess að halda þessum leiðum við.
Þegar ég hugsa hver gæti verið uppáhalds gönguleiðin mín þá koma strax í huga minn all margar leiðir. Bæði eru þær í byggð og einnig út á skaganum okkar Gjögraskaga/Flateyjarskaga. Leið sem ég kalla Svínárdalshringinn getur þó með góðu móti vermt toppsætið hjá mér. Eins og heiti leiðarinnar ber með sér þá inniheldur hún fjallstindana sem umlykja Svínárdal sem er sunnarlega í Látrastrandarfjöllunum, upp af eyðibýlinu Svínárnesi, norðan Kaldbaks.
Í vikunni var skrifað undir samning á milli Norðurorku hf. og aflþynnuverksmiðju TDK við Krossanes um nýtingu glatvarma frá verksmiðjunni. Samningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem sömu aðilar gerðu sín á milli í mars á síðasta ári. Glatvarmi er ónýttur varmi eða orka sem hægt er að fanga og virkja í stað þess að hann streymi frá fyrirtækjum. Glatvarminn frá TDK verður nýttur til upphitunar á bakrásarvatni úr kerfum Norðurorku.
Húsavíkingar fá sína eigin göngugötu en ákvörðun var tekin um það í sveitarstjórn fyrir skemmstu að hluti Garðarsbrautar yrði við sérstök tilefni lokað fyrir bílaumferð til að skapa skemmtilega stemningu og auðga mannlífið