Mbl. greinir frá þvi í morgun að útlitið með rekstur verksmiðju PCC á Bakka sé dökkt, í viðtali við blaðið segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC BakkaSilicon hf., ,,Staðan er mjög erfið og þung. Markaðirnir eru ákaflega daprir og verðið er mjög lágt og hefur lækkað það sem af er þessu ári. Við erum að glíma við tiltölulega háan kostnað, verksmiðjan er frekar ný, en aðalmálið er að markaðirnir eru skelfilegir.“
Í frétt mbl.is segir ennfremur .:
,,Hann (Kári Marís ) gekk á fund byggðarráðs Norðurþings um sl. mánaðamót og gerði grein fyrir erfiðri stöðu fyrirtækisins. Í fundargerð byggðarráðs er ítrekuð sú afstaða þess að starfsemi PCC BakkaSilicon sé mikilvæg fyrir samfélagið og að rekstur sveitarfélagsins byggist að stórum hluta á beinum og óbeinum tekjum sem starfsemin skili til Norðurþings.
„Ef ekkert batnar á næstu vikum er ekkert annað í stöðunni en að klára það hráefni sem fyrir liggur og taka síðan einhvers konar rekstrarstöðvun, en engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um það. En útlitið er mjög dökkt,“ sagði Kári í samtali við mbl.is
Stafsmenn á Bakka eru nú um 130 talsins en einnig skapar verksmiðjan afleidd störf í allnokkru mæli.