Á myndinni eru Benjamín Þorri Bergsson og Vera Mekkín Guðnadóttir fulltrúar skólafélagsins Hugins og Sólveig Ása Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krafts og MA-ingur. Mynd Vefur MA
Ár hvert heldur skólafélagið Huginn góðgerðaviku í þeim tilgangi að styrkja gott málefni. Að þessu sinni var valið að styrkja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og söfnuðust alls 1.086.000 kr.
Danshátíðin í Hrísey fer fram í sjötta sinn næstkomandi helgi, 15.–16. ágúst. Þar kemur saman dansáhugafólk og skemmtir sér hið besta við undirleik þekktra hljómsveita.