Á myndinni eru Benjamín Þorri Bergsson og Vera Mekkín Guðnadóttir fulltrúar skólafélagsins Hugins og Sólveig Ása Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krafts og MA-ingur. Mynd Vefur MA
Ár hvert heldur skólafélagið Huginn góðgerðaviku í þeim tilgangi að styrkja gott málefni. Að þessu sinni var valið að styrkja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og söfnuðust alls 1.086.000 kr.
Sauðburður er að hefjast þessa dagana í sveitum landsins og í mörg horn að líta. Þannig er það í Höfða í Grýtubakkahreppi þar sem eru tæplega 600 fjár.
,,Ný og glæsileg verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi, Akureyri, í dag 8. maí. Hágæða innréttingar frá HTH ásamt fjölbreyttu úrvali raftækja frá fjölda þekktra framleiðenda fá nú að njóta sín í nýju og betra rými." Frá þessu segir í fréttatilkynningu.
Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um…Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um… í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.
„Aldur er bara tala“ – ætti sannarlega að vera viðhorf hverrar manneskju í dag, enda viljum við búa þannig um hnútana að allir geti verið virkir og hraustir í sínu lífi, eins og framast er unnt. Aftur á móti, þegar kemur að ýmsum lykilþáttum í uppbyggingu samfélagsins, þá á sama viðhorf kannski ekki alveg við. Jú, aldur er ekkert annað en tala (sem breytist einu sinni á ári, og ekkert við það að athuga), en hópur eldri borgara á Akureyri er hins vegar ört stækkandi og það er tölfræði sem má ekki hundsa!
Mbl. greinir frá þvi í morgun að útlitið með rekstur verksmiðju PCC á Bakka sé dökkt, í viðtali við blaðið segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC BakkaSilicon hf.,
Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni stendur yfir dagana 6.- 8. maí. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.
Þann 30. apríl sl. komu fulltrúar allra fimm Oddfellowstúkanna á Akureyri saman og færðu Sjúkrahúsinu á Akureyri rausnarlega gjöf til stuðnings við líknarþjónustu sjúkrahússins. Heildarfjárhæð peningagjafarinnar nam 1.245.000 krónum og er hún ætluð til að bæta aðstöðu í nýju aðstandendaherbergi á lyflækningadeildinni.