
FVSA kannar áhuga stéttarfélaga á Norðurlandi til sameiningar
„Þetta er hugmynd sem vert er að skoða og fróðlegt að sjá hver viðbrögð félaganna verða,“ segir Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni (FVSA). Nýlega sendi hann erindi til tíu stéttarfélaga á Norðurlandi til að kanna vilja þeirra til samtals um útfærslu á öflugu deildarskiptu stéttarfélagi á svæðinu.