Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 lögð fram

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 var lögð fram á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var í Hrísey í dag. Rekstrarafkoma A- og B-hluta er áætluð jákvæð um 1.414 milljónir króna eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. Jafnframt var lögð fram þriggja ára áætlun áranna 2026-2028.

Lesa meira

Sannkallaðir kyndilberar íþróttarinnar

Lýstu upp gönguskíðasvæði Húsavíkinga

 

Lesa meira

Bar­áttan sem ætti að sam­eina okkur

Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði.

Lesa meira

Tæplega 500 nemendur Lundarskóla frá námi.

Á miðnætti  hófst verkfall  í nokkrum leik og grunskólum á landinu og er  Lundarskóli  fjölmennasti grunnskóli bæjarins einn þeirra.  

 

Lesa meira

Akureyrardætur styrkja KAON

Akureyrardætur hafa um tíðina lagt mikið upp úr því að hvetja konur til að hjóla sér til heilsubótar í gleði og láta gott af sér leiða

Lesa meira

Þorsteinn efstur hjá Sósíalistum

Þorsteinn Bergsson, rithöfundur og þýðandi verður í fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokks. 

Lesa meira

Sjúkraliðinn og kennarinn í framboð

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Lesa meira

Flæði fjármagns og bætt lífskjör

„Ekkert hinna Norðurlandanna hefur gengið jafn langt í sértækri skattlagningu á fjármálafyrirtæki.“

Lesa meira

Þingeyjarsveit hlýtur jafnlaunavottun

Þingeyjarsveit hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85. Vottunin er staðfesting á því að jafnlaunakerfi Þingeyjarsveitar uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins og með vottuninni hefur Þingeyjarsveit öðlast heimild Jafnréttisstofu að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.

Lesa meira

Sorphirðumál í Svalbarðsstrandahreppi - Þriggja tunnu kerfi tekið upp

Svalbarðsstrandarhreppur mun útvega íbúum sveitarfélagsins nýjar tunnur undir sorp og endurvinnsluefni án endurgjalds. Stefnt er að því að þriggja tunnu kerfi verði komið í gagnið 1. janúar 2025.

Lesa meira

Söfnun fyrir færanlegu gufubaði gengur vonum framar

„Viðtökur hafa farið fram úr mínum björtustu vonum, við erum þegar komin með um það bil helminginn af takmarkinu“ segir María Pálsdóttir leikkona sem er með verkefni á Karolina fund en það gengur út á að bjóða áhugasömum að kaupa sér aðgang fyrirfram með góðum afslætti að Sánavagni Mæju.

Lesa meira

Kílómetragjald. Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra.

Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra

Lesa meira

SAKLEYSIÐ

Öll komum við saklaus inn í þennan heim en þegar fram líða stundir gera eða segja flestir menn eitthvað það sem tvímælis orkar. Yfirsjónir tilheyra mennskunni. Því til viðbótar þessu getur hvers sem er orðið fyrir því að annar maður ásakar hann um eitthvað sem er ámælisvert eða jafnvel refsivert án þess að hann hafi unnið til þess.

Lesa meira

Ekkert skipulagt félagsstarf fyrir hendi fyrir fólk með fötlun

Þroskahjálp á Norðurlandi eystra harmar þá staðreynd að ekkert skipulagt félagsstarf er fyrir hendi fyrir fólk með fötlun á Akureyri. Það gildi jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðið fólk. Í þeim tveimur félagsmiðstöðvum sem reknar eru í bænum, Birtu og Sölku sé gott starf unnið en um 85% þeirra sem það sækja eru eldri borgarar. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra hefur skorað á Akureyrarbæ að gefa fullorðnu fólki með fötlun tækifæri til að sækja félagsmiðstöðvar á jafningagrundvelli.

Lesa meira

Nemendur í Hlíðarskóla bæta útisvæði við skólann

Nemendur í Hlíðarskóla fóru af stað með áheitasöfnun í vor með von um að geta bætt útisvæðið við skólann. Að því tilefni efndu krakkarnir til áheitahlaups og söfnuðu rúmlega 170 þúsund krónum. Akureyrarbær kom til móts við krakkana, og í haust varð draumurinn að veruleika þegar ærslabelgur var settur upp við skólann.

Lesa meira

Nauðsynlegt fyrir framþróun sundíþróttarinnar að fá yfirbyggða sundlaug

„Aðstaða til sundiðkunar á Akureyri er því miður langt í frá nægilega góð, margt mjög ábótavant því miður,“ segir Einar Már Ríkarðsson varaformaður Sundfélagsins Óðins á Akureyri. Dýrleif Skjóldal hefur vakið athygli á því undanfarið að lítið hafi þokast í átt að því að skapa sundfólki betri aðstöðu til æfinga, sú saga sé löng og fátt ef nokkuð jákvætt gerst í þeim efnum.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson oddviti Miðflokksins Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI

Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  samþykktur

Lesa meira

Framboðslisti Framsóknar í Norðausturkjördæmi lagður fram

Kjördæmissamband Framsóknar í Norðausturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Norðaustur á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Seli, Mývatnssveit, rétt í þessu.

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson leiðir hjá Viðreisn í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  var samþykktur á fundi Norðausturráðs Viðreisnar í hádeginu

 

Lesa meira

Sindri Geir Óskarsson leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti VG í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  var samþykktur á fundi kjördæmisþings flokksins fyrr í dag.

Lesa meira

Logi Már Einarsson leiðir lista Samfylkingar í Norðaustukjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins í morgun.

Lesa meira

Að eldast vel

Rúmlega miðaldra kona hefur nú lagt skóna á hilluna. Kannski ekki alveg í ,,

Rúmlega miðaldra kona hefur nú lagt skóna á hilluna. Kannski ekki alveg í “venjulegri” merkingu þess orðs þar sem hún hefur aldrei átt alvöru íþróttaskó, heldur hefur hún látið af launuðum störfum.

 

Lesa meira

Endurbótum á geðdeild SAk lokið

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og marka þær stórt skerf í átt að bættri þjónustu og umönnun skjólstæðinga sjúkrahússins. Opið hús var á endurbættri geðdeild þar sem samstarfsfólki og gestum gafst færi á að skoða nýja aðstöðu deildarinnar. Hafist var handa við breytingar í byrjun ágúst og er framkvæmdum nú lokið, 10 vikum síðar.

Lesa meira

Póstbox í Hrafnagilshverfi

Póstbox verður sett upp nú í október í Hrafnagilshverfi. Það verður á Skólatröð 11, við ráðhús Eyjafjarðarsveitar. Póstboxið má bæði nota til að senda pakka og sækja.

Bréfapóstur verður einnig borinn út í póstboxið. Innan skamms fá öll heimili og fyrirtæki á staðnum skráningarbréf í pósti sem fylla þarf út og skila í kassa sem settur verður upp við póstboxið segir í frétt á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.

Lesa meira

Tíminn líður, trúðu mér 3

     Þegar rætt er um aðstöðu fyrir íþróttir kemur margt upp í hugann, allt eftir því við hvern er talað. Eitt er samt vitað og það er að bætt aðstaða skilar sér alltaf. Skilar sér í fjölda iðkenda, betri starfsaðstöðu, bættum árangri, betri aðbúnaði. Skýrt dæmi um þetta er t.d að finna hjá Skautafélaginu. En það kostar líka. Við kjósum okkur fulltrúa til að stýra bænum okkar og fara með sameiginlegan fjárhag okkar. Að sjálfsögðu vilja allir gera sitt besta og því hefur verið farin sú leið 3 sinnum svo ég muni eftir að gerður hefur verið framkvæmdalisti nýframkvæmda á íþróttasviðinu.

Lesa meira

Ákvörðun um rafvæðingarhluta Torfunefsbryggju vegna komu minni skemmtiferðaskipa frestað

Á fundur  Hafnasamlags Norðurlands  í gær miðvikudag var  m.a.Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025 tekin til síðari umræðu.

Lesa meira

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk á Græna hattinum

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk  er yfirskrift dagskrár sem flutt verður á Græna hattinum laugardagskvöldið,  26. október kl. 15. Hljómsveitin Djúpilækur fyrir dagskránni.
„Við höfum flutt þessa dagskrá í Hveragerði og áttum þar einstaklega skemmtilega og ljúfa  stund með fólki sem ólst upp við texta Kristjáns og margir kynntust honum líka, en hann bjó í um 10 ár í Hveragerði. Við fundum fyrir sterkri hvatningu að norðan, þangað sem Kristján flutti úr Hveragerði, til að  endurtaka leikinn á Akureyri og við hlökkum mikið til að flytja þessa dagskrá á Græna hattinum. Ég finn vel að tilhlökkunin er gagnkvæm,“ segir Halldór Gunnarsson einn Djúpalæksfélaga.

Lesa meira