Þjónustusamningur um rekstur almenningsbókasafns

Í dag var undirritaður þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um að íbúum hreppsins verði veitt fullt aðgengi að safnakosti og þjónustu Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Lesa meira

Umgengni á athafnasvæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi

Umgengni á athafnasvæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi hefur verið til umræðu hjá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra um skeið, en nefndin lýsti fyrir nokkru yfir vonbrigðum með að áform um tiltekt á svæðinu hefðu ekki gengið eftir.

Lesa meira

Sjúkrahúsið á Akureyri

Ísland er fámennt en stórt land. Íbúaþróun síðustu áratugi hefur á margan hátt verið óskynsamleg. Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni búa nú nálægt 80% landsmanna á stórhöfuðborgarsvæðinu en 20% landsmanna á gríðarlega víðfeðmu landsvæði utan þess. Fá dæmi eru um slíka samþjöppun búsetu í nokkru landi og fyrir vikið er það flókið verkefni að tryggja öllum landsmönnum fyrsta flokks lögbundna þjónustu, þótt sannarlega sé það bráð nauðsynlegt. Það á ekki síst við um réttinn til heilbrigðisþjónustu.

 

Lesa meira

Hvar er fjárveitingin í Húsavíkurflugið?

Þingeyingar hafa lengi barist fyrir því að áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur verði viðhaldið enda um mikilvæga samgöngubót að ræða, ekki síst fyrir heimamenn, ferðamenn og blómlegt atvinnulíf í Þingeyjarsýslum.

Lesa meira

Kosningaloforð og hvað svo?

Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um  allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin.

Lesa meira

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Þrjár viðurkenningar voru veittar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem að þessu sinni var haldin í Eyjafirði, í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi. Þær voru fyrirtæki ársins, hvatningarverðlaun ársins og fyrir störf í þágu ferðaþjónustu. Á uppskeruhátíðinni var farið í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru. Hátíðin tókst afar vel og lauk með hátíðarkvöldverði á Laugaborg í Hrafnagilshverfi, kvöldskemmtun, dansi og mikilli gleði.  

Lesa meira

Harðbakur málaður og yfirfarinn í Slippnum á Akureyri

Togarinn Harðbakur EA 3 heldur senn til veiða eftir ýmsar endurbætur og uppfærslur í Slippnum á Akureyri, auk þess sem skipið var heilmálað.

Harðbakur er fimm ára gamalt skip, smíðað í Vard-Aukra skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið kom til Akureyrar 9. nóvember 2019 og strax í kjölfarið tók Slippurinn við því, þar sem settur var vinnslubúnaður um borð. Harðbakur er 29 metra langur og 12 metra breiður. Skipið er gott í alla staði, bæði hvað varðar vinnslubúnað og aðbúnað áhafnar.

Lesa meira

Tónlistarskóli Eyjafjarðar sá fyrsti sem fer í Græn skref

Tónlistarskóli Eyjarfjarðar hefur náð þeim einstaka áfanga að vera fyrsti tónlistarskólinn á Íslandi til að fara í Græn skref „og mega þau vera stolt af því,“ segir á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, SSNE.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 7 nóvember

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefst  7. nóvember n.k. Alls hafa 31.039 atkvæðarétt í kjördæminu, flestir þeirra og það kemur ekki á óvart frá Akureyri eða 15.057 manns.

Lesa meira

Pólarhestar eru fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands veitir viðurkenninguna Fyrirtæki ársins til fyrirtækis sem er búið að slíta barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði. Fyrirtækið hefur unnið að stöðugri uppbyggingu, vöruþróun og nýsköpun og er með höfuðstöðvar á Norðurlandi.

Lesa meira

Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn

Að refsa einstaklingi fyrir alvarleg afbrot með fangelsisvist, er eitthvað sem flestir geta verið sammála um að sé nauðsynlegt. Fæstir átta sig hins vegar á hve frelsissviptingin ein og sér hefur gríðarleg áhrif á einstakling sem dæmdur hefur verið til vistar í fangelsi og ef betrunarúrræðin eru ekki til staðar er næsta öruggt að sá einstaklingur er lýkur afplánun, kemur út í samfélagið aftur í verra ástandi en hann var í þegar afplánun hófst. Stundum held ég að þessi hópur samfélags okkar sé álitinn hin skítugu börn Evu sem flestir vita af en enginn vill af þeim vita. Eins og að vandamálin hverfi um leið og kveðinn er upp dómur. Allir þeir einstaklingar sem fá á sig dóma eru synir, dætur, bræður, systur og barnabörn einhverra. Að afplána dóm hefur ekki bara gríðarleg áhrif á fangann heldur líka hans nánustu aðstandendur sem ég tel vera algjörlega týndan hóp innan kerfisins. Kerfis sem fyrir löngu er molnað í sundur. Kerfi sem nær ekki að eiga samskipti. Kerfi sem þarf að taka alvarlega til í og snýst hreinlega um líf eða dauða fólksins okkar.

Lesa meira

KOSNINGARÉTTUR

Við vanmetum oft það sem þykir sjálfsagt!

Árið 1843 rak kosningaréttur fyrst á fjörur okkar Íslendinga með tilskipun Kristjáns VIII, en eingöngu til karlmanna eldri en 25 ára sem áttu jörð. Það var um 2% íslensku þjóðarinnar.

Árið 1857 var ekki lengur þörf á að eiga jörð, nægjanlegt að búa á eigin heimili og borga skatta. Konur virtust ekki vera landsmenn á þessum tíma.

Lesa meira

Afleitt að Sæfari verði í slipp í apríl

Grímseyingar óska eftir aðstoð við að fá aðra tímasetningu en nú er þegar fyrirhugað er að ferjan Sæfari sem siglir milli lands og eyjar fer í slipp, sem er „afleit tímasetning bæði hvað varðar sjávarútveg og sérstaklega slæmt fyrir ferðaþjónustu í eynni,.“ segir í bókun frá íbúafundi sem haldinn var í eyjunni.

Lesa meira

Framkvæmdir að hefjast við innisundlaugina

Framkvæmdir eru hafnar við talsvert umfangsmiklar breytingar á innisundlaugin í Sundlaug Akureyrar.  Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur samþykkt að taka lægstu tilboðum í lagnir, raflagnir og múrverk en hafnaði aftur á móti tilboðum sem bárust í útboði á verkefnum í húsasmíði og blikksmíði þar sem þau voru hátt yfir kostnaðaráætlun.

Lesa meira

Nytjamarkaður Norðurhjálpar er eins árs

„Þetta var dásamlegur dagur og við erum þakklátar öllu því góða fólki sem styður við bakið á okkur, við erum eiginlega alveg vissar um að við er með langbesta fólki í kringum okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra fjögurra kvenna sem reka nytjamarkaðinn Norðurhjálp.

Lesa meira

Fjármagn í hugmyndavinnu við 50 metra innilaug áætluð árið 2028

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ segir að í framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar sé gert ráð fyrir fjármagni árið 2028 til að fara í formlega vinnu við að skoða möguleika og hugmyndir um 50 metra innisundlaug á Akureyri. „Það verður spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir hann. Um tíðina hafi af og til verið umræður við og innan Akureyrarbæjar um hugmyndir um nýja 50 metra innisundlaug.

Lesa meira

Sálfræðingur með merkan feril í Fantasy Premier League að baki

Vísindafólkið okkar — Árni Gunnar Ásgeirsson

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Árni Gunnar Ásgeirsson, deildarforseti Sálfræðideildar, er vísindamanneskjan í október.

Lesa meira

Gleði­lega töfrandi kosninga­bar­áttu

Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega.

Lesa meira

Geðverndarfélag Akureyrar fagnar 50 ára afmæli

„Geðverndarfélag Akureyrar hefur ekki verið mjög áberandi undanfarin ár, en á sér engu að síður merka sögu og hefur staðið fyrir mikilvægum framförum í geðheilbrigðismálum í bænum og ýmislegt sem til bóta er í þessum viðkvæma málaflokki,“ segir Valdís Eyja Pálsdóttir formaður Geðverndarfélags Akureyrar. Félagið var stofnað 15. desember árið 1974 og verður því 50 ára gamalt innan tíðar. Haldið verður upp á tímamótin næstkomandi laugardag.

Lesa meira

Verðandi sjávarútvegsfræðingar kynna sér starfsemi Samherja til sjós og lands

Hátt í fjörutíu nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri hafa á undanförnum dögum heimsótt skip og landvinnslu Samherja. Nemendur auðlindadeildar skólans hafa um langt árabil átt þess kost að skoða og kynnast starfsemi félagsins, sem hluta námsins. Magnús Víðisson brautarstjóri segir afar mikilvægt að öflug sjávarútvegsfyrirtæki séu starfandi í námunda við skólann, sem geri nemendum kleift að kynnast betur sjávarútvegi og haftengdri starfsemi.

Lesa meira

Aðeins fleira fé slátrað þetta haustið miðað við í fyrra

„Heilt yfir hefur gengið mjög vel, auðvitað hafa rafmagnstruflanir, nettruflanir, veðurtruflanir og ýmislegt af því tagi, stungið sér niður hjá okkur, en sem betur fer gekk allt upp að lokum,“ segir  Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri Kjarnafæði Norðlenska á sláturhúsinu á Húsavík.

Lesa meira

Að þora að vera hræddur

Nú haustar og í haustmyrkrinu leynast oft myrkraverur og alls konar furðuleg fyrirbæri sem skjóta okkur stundum skelk í bringu.  Flest tengjast þau reyndar hrekkjavöku og ýmiskonar skálduðum hryllingi þannig að það er lítið mál að sýna hugrekki og láta sem ekkert sé. Eða hvað, erum við kannski hræddari en við sýnumst, og hvenær erum við annars hugrökk?

Lesa meira

Ferðast landa á milli til að taka þátt í lotu Viðskiptadeildar

Í þarsíðustu viku var lota hjá Viðskiptadeild og þá gafst stúdentum tækifæri á að hitta kennara, samstúdenta og annað starfsfólk Háskólans. Þannig tengjast þeir betur innbyrðis og í lotum er horfið frá hefðbundinni kennslu, til dæmis með því að bjóða gestum úr atvinnulífinu að vera með innlegg í námskeiðum.

Lesa meira

Gefur lífinu aukalit og við hefðum alls ekki viljað missa af honum

„Rúben hefur verið okkur dýrmætur kennari í lífinu og gefið því fallegan auka lit. Við hefðum alls ekki vilja missa af honum,“ segir Arnheiður Gísladóttir móðir Rúbens Þeys, sem fæddist í janúar árið 2020, með Downs heilkenni. Október er mánuður vitundarvakningar um Downs heilkenni á alþjóðavísu. Einstaklingar sem fæðst hafa með heilkennið hafa fylgt mannkyni frá upphafi vega.  Þeim fer fækkandi og um tíma hélt Arnheiður að Rúben Þeyr yrði með þeim síðustu hér á landi sem fæddist með heilkennið. Sú hafi þó ekki orðið raunin. Faðir Rúbens er Vífill Már Viktorsson smiður og átti Arnheiður fyrir Karítas Von sem verður 11 ára gömul í nóvember. Fjölskyldan býr á Akureyri.

 

Lesa meira

Flokkur fólksins er fyrir þig

Ég er þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fara fyrir frábærum frambjóðendum Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu í komandi Alþingiskosningunum. Öll mín orka og þrek mun fara í að standa vörð um kjördæmið okkar. Flokkur fólksins hefur verið einarður málsvari landsbyggðarinnar og talað óhikað fyrir framtíð sjávarbyggðanna og jöfnun búsetuskilyrða.

Lesa meira

Hvaða þjónusta skiptir þig máli?

Maskína er um þessar mundir að gera þjónustukönnun fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Lesa meira

Uppeldi á Íslandi í dagsins önn

Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir, stúdent í meistaranámi við Sálfræðideild, vinnur þessa dagana að meistaraverkefni sínu og rannsókn sem skoðar mismunandi uppeldisaðferðir í tengslum við hegðun barna á Íslandi. Dr. Hilal Sen, lektor við Sálfræðideild, er leiðbeinandi Sigurbjargar.

Lesa meira