Mikil uppbygging á félagssvæði Þórs í pípunum

Eins fram hefur komið á vef Vikublaðsins héldu Þórsarar  afmælisboð í tilefni 109 ára afmælis félagsins s.l fimmtudag.   Í frásögn af samsætinu segir á heimasíðu Þórs að Nói Björnsson formaður félagsins hafi ávarpað samkomuna og er óhætt að segja að ræða hans hafi heldur betur boðað miklar breytingar á félagssvæði Þórs á næstu árum.  

Hér fer á eftir bein tilvitnun í orð Nóa fengin af áður nefndri heimasíðu:

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Sýningastjóraspjall.

Laugardaginn 8. júní kl. 15 verður sýningarstjóraspjall í Listasafninu um samsýninguna Er þetta norður? Hlynur Hallsson, safnstjóri og annar sýningarstjóra, mun segja frá sýningunni, tilurð hennar og einstaka verkum.

Lesa meira

Íþróttafélagið Þór 109 ára

Í gær var þess minnst í veglegu samsæti í Hamri félagsheimili  Þórs að 109 ár voru frá stofnun félagsins.   Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson og var hann einnig fyrsti formaður þess.  Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór.

Lesa meira

Minningarbekkur um Magnús og Bangsa

Stundum rekur á fjörur okkar skemmtilegar fréttir sem gaman er að fá  og segja svo öðrum frá þeim, þannig er um eftirfarandi frétt sem er fyrst að finna á heimasíðu hjúkrúnarheimilisins Hlíð og nú hér.

Nú á dögunum var Hjúkrunarheimilinu færður bekkur til minningar um þá félaga Magnús og kisann hans Bangsa, fyrrum íbúa á Hlíð.

Lesa meira

Bílaleiga Akureyrar-Höldur Óvissa með ferðasumarið en sleppur að líkindum til

„Ég er ekki svartsýnn en það eru blikur á lofti og ákveðið áhyggjuefni hvernig sumarið lítur út,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar-Hölds. Hátt vaxtastig í landinu og hversu dýrt landið sé orðið auk þess sem amk í vetur bar á misskilningi hjá ferðalöngum um stöðu á Íslandi vegna jarðhræringa setja strik í reikninginn.

Lesa meira

Um 20% aukning umsókna við Háskólann á Akureyri á tveimur árum

Alls bárust 2024 umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri en umsóknarfrestur rann út í vikunni. Þetta er 7% fjölgun frá því í fyrra og ef litið er til ársins 2022 er um að ræða tæplega 20% aukningu umsókna.  Aukin aðsókn er í flestar námsleiðir á öllum námsstigum.

Lesa meira

Húsavíkurhöfn Ný flotbryggja tekin í notkun

Ný flotbryggja var tekin í notkun í Húsavíkurhöfn í síðustu viku.

Það var Köfunarþjónustan sem sá um verkið samkvæmt samningi. Samningsupphæð var 44.687.600 kr. og er hlutur Hafnabótasjóðs Vegagerðarinnar  60% af upphæðinni samkvæmt samgönguáætlun. 

Lesa meira

Tæplega 14% hækkun á flugfargjöldum innanlands milli mánaða

Tæplega 14% hækkun varð á flugfargjöldum innanlands frá apríl fram í maí í ár. Á sama tíma lækka fargjöld í millilandaflugi. Fargjöldin innanlands hafa hækkað um 50% síðan Loftbrúin kom til sögunnar í september 2020.

Lesa meira

,,Dánarvottorð" eða öll él styttir upp um síðir

Það er aðeins léttara yfir veðrinu og með fólki leynist  von um betri tíð.  Við slógum á þráðinn til Óla Þórs Árnasonar sem hefur innherjaupplýsingar um veður sem  starfandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Fyrstu lóðinni á Dysnesi úthlutað til Líforkuvers ehf

Fyrstu lóðinni á Dysnesi hefur verið úthlutað til Líforkuvers ehf. Fyrirhugað er að á henni byggist upp líforkuver en það verkefni á sér langan aðdraganda.  Kristín Helga Schiöth framkvæmdastjóri Líforkuvers segir vonir standi til þess að það megi raungerast á allra næstu árum. Um sé  að ræða mikilvæga innviðauppbyggingu þar sem unnið verður úr lífrænum straumum í lokuðum kerfum, svo úr verði verðmæti í formi orkugjafa og jarðvegsbætis. Byggt er á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, þar sem ekkert fer til spillis. Horft er til nágrannalanda okkar eftir fyrirmyndum og notast verður við þekkta tækni.

 

Lesa meira

Sprotasjóður - Fjórir skólar á Norðurlandi eystra hljóta styrk

Fjórir skólar á Norðurlandi eystra hluti styrk úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla sem úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2023 á dögunum Skólarnir sem hlutu styrki nú eru  Þelamerkurskóli, Dalvíkurskóli, Grenivíkurskóli og Norðurþing.

Lesa meira

Veðrið kallar fram margvísleg viðbrögð

Fátt hefur meiri áhrif á skapgerð okkar en.... við segjum þegar það á við ,,blessað veðrið“ og þá blíðlega.  Tónninn  er svo allur annar þegar veður er með þeim hætti sem verið hefur s.l daga og þá segjum við með þunga ,, helv. skítaveður er þetta“

Lesa meira

Það eina örugga í lífinu

Síðustu misseri hafa verið fréttir af rekstrarvanda líkhúsa á Íslandi. Það er morgunljóst að skýra þarf frekar stöðu þeirra hér á landi og hvernig rekstri þeirra verði best háttað til framtíðar. Móta þarf stefnu og skilgreina hver ber ábyrgð á látnum einstaklingi frá dánarvottorði til greftrunar í kirkjugarði og heimila líkhúsum gjaldtöku. En það er ekki einungis rekstrarvandi líkhúsa sem þarf að greina og finna framtíðarlausn á, við þurfum einnig að huga að með hvaða hætti sé best að koma okkur öllum fyrir til eilífðarnóns.

Lesa meira

Súlur björgunarsveitin byggir vélaskemmu

Mánudaginn 3. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustungan tekin af nýrri vélaskemmu sem mun rísa á lóð okkar við Hjalteyrargötu 12.  Vélaskemman verður rúmlega 300 fm með fjórum bilum fyrir tæki sveitarinnar.

Lesa meira

Listasumar hefst á Akureyri á morgun

Listasumar 2024 hefst á morgun, fimmtudaginn 6. júní og stendur hátíðin til 20. júlí. Nóg er um að vera næstu daga og vert er að nefna að flestir viðburðir Listasumars eru ókeypis.

Lesa meira

Ný sýning á Minjasafninu einstök söguleg Íslandskort 1535-1849

Sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvigneau, opnar sýninguna Einstök Íslandskort 1535-1849 – Schulte landakortin á Minjasafninu á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 6. júní kl. 17. Á sýningunni gefur að líta 43 stór og smá Íslandskort helstu kortagerðarmanna Evrópu frá árunum 1535-1847.

Elstu kortin sýna óljósar útlínur sem oft byggjast á vafasömum upplýsingum, jafnvel hreinum lygasögum og fölsunum. Þar má einnig sjá ævintýraeyjar og furðudýr.

Lesa meira

Þingmenn opnið augun ¬og finnið kjarkinn

Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. 

Lesa meira

Útibú í lófanum

„Það sem áður útheimti heimsókn í útibú, biðraðir, að fylla út  eyðublöð og bið, er hægt að leysa með nokkrum smellum í bankaappi í snjallsíma.“

Margir komnir um og yfir miðjan aldur muna eftir því að hafa beðið í röð á föstudegi í bankaútibúi til að leggja inn launin frá vinnuveitandanum, sem greidd voru með ávísun eða seðlum. Fólk skipti ekki svo glatt úr sínum viðskiptabanka eða sparisjóð enda voru þeir oft nátengdir ákveðnum bæjarfélögum, atvinnugreinum og jafnvel stjórnmálaskoðunum.

Lesa meira

Félagslynd fjallageit hugar að fjölskyldu og forystu

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan  er Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Annasöm helgi í Grímsey

Grímsey er ein af fámennari kjördeildum landsins. Þar voru 51 á kjörskrá í kosningunum um helgina og kusu allir sem voru á staðnum eða 60% kjörskráðra.

Lesa meira

Götuhornið - Heimilisfaðir úr Naustahverfi skrifar

Í morgun meðan ég varð að setja snjókeðjurnar undir jeppann minn fór ég að hugsa um það hve embætti forseta Íslands væri í rauninni líkt hlutverki mínu sem húsbóndi heimilisins.  Bæði þessi embætti eru í raun táknræn fremur en nytsamleg.  Báðum embættunum fylgja völd og áhrif í orði kveðnu en eru í raun nær alveg valdalaus. Og svo grunar mig að ég, líkt og er oft með forsetana, hafi verið valinn til embættis míns af því að ég var besti kosturinn af mörgum alslæmum. Eini munurinn er sá að forsetinn er mest upp á punt, en ef marka má konu mína þá fer því fjarri að hægt sé að nota mig þannig.

Lesa meira

„Ætlaði bara að vera í eina önn á Íslandi“

Nele Marie Beitelstein kemur frá Þýskalandi en hún kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi við Háskólann á Akureyri árið 2015 og ætlaði sér aldrei að stoppa lengur en í eina önn

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Opnun, fimmtudagskvöldið 6. júní kl. 20

Fimmtudaginn 6. júní kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýningin Er þetta norður? og Fluxus sýningarverkefnið STRANDED – W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO – MORE THAN THIS, EVEN. Boðið verður upp á listamannaspjall með Inuuteq Storch og Gunnari Jónssyni um fyrrnefndu sýninguna og sýningarstjóraspjall með Wolfgang Hainke og Freyju Reynisdóttur um þá síðarnefndu. Á opnunarkvöldinu verður einnig boðið upp á örtónleika með grænlensku hljómsveitinni Nanook.

Lesa meira

KA áfrýjar

Yfirlýsing Knattspyrnudeildar KA vegna dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra, uppkveðnum þann 14. maí sl.

Lesa meira

Þetta verður alvöru hret

Það er hreint út sagt skítaveður á Norðurlandi eins  og spár höfðu boðað, vefurinn hafði samband við sérlegan  veðurfræðinga  okkar Óla Þór Árnason sem er veðurfræðingur á Veðurstofu  Íslands. 

Lesa meira

Norðurþing - Ný Viljayfirlýsing tefji ekki byggingu nýs hjúkrunarheimilis

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á þriðjudag nýja viljayfirlýsing á milli sveitarfélagana Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar við ríkisvaldið um breytt fyrirkomulag vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar segir að þar sé verið að hverfa frá sameiginlegu eignarhaldi ríkis og sveitarfélaga og ákvæði um að 15% hlutur sveitarfélaganna í byggingu heimilisins og búnaði falli niður. Ráðgert er að breyta þeim ákvæðum laganna sem kveður á um þetta.

„Viljayfirlýsingin kveður jafnframt á um að lagabreytingin tefji ekki uppbyggingu hjúkrunarheimilisins,“ segir Hjálmar og bætir við að þess í stað sé farin sú leið sem kemur fram  í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis um breytt fyrirkomulag vegna hjúkrunarheimila sem kom út í nóvember 2023.

Lesa meira

Appelsínugul viðvörun.

Súlur Bjögunarsveit á Akureyri póstar í dag á Facebooksíðu sveitarinnar veðurviðvörun vegna skítaveðurs sem vænta má út komandi viku.

Það er full ástæða til þess að birta þessi varnaðarorð og þau koma hér:

 

 

Lesa meira