Enn að störfum 40 árum síðar

Tveir kennarar sem hófu störf við Verkmenntaskólann á Akureyri þegar starfsemi hans hófst haustið 1984 eru enn að störfum, kennararnir Erna Hildur Gunnarsdóttir og Hálfdán Örnólfsson.  Verkmenntaskólinn varð til við samruna þriggja skóla, þ.e. framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans á Akureyri, Iðnskólans á Akureyri og Hússtjórnarskólans á Akureyri

Lesa meira

Hugmynd að níu hæða skrifstofubyggingu á baklóð við Glerárgötu

Hugmynd að stórhýsi á baklóð við Glerárgötu 36 á Akureyri var kynnt fyrir skipulagsráði Akureyrarbæjar nýverið. Það gerði fulltrúi frá Fjárfestingafélaginu Klöppum sem er í eigu KEA, en annað dótturfélag, Skálabrún sem hefur verkefni og fjárfestingar á þessu sviði á sínu borði myndi sjá um málið.
Næstu skref í málinu að lokinni kynningu er að fá fram afstöðu skipulagsráðs.

Lesa meira

Stórhátíð skapandi greina á Húsavík

HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar sem haldin verður á Húsavík 3.-5. október nk. en þetta er í annað hátíðin er haldin á Húsavík. Áherslan í ár er tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar og tónlistar.

 

 

Lesa meira

Sameiginlegt útboð í brú og jöfnunarstöð

Verkefni við smíði nýrrar brúar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Glerá, Skarðshlíð-Glerártorg verður boðið út að nýju í vetur.  Eins og Vikublaðið sagði frá á dögunum var verkið var boðið út í sumar en engin tilboð bárust þá.

Lesa meira

Viðræður um að Norðurorka taki við vatnsveitu á Hjalteyri

Hörgársveit hefur óskað eftir formlegum viðræðum við Norðurorku um hvort veitan geti tekið að sér rekstur og framkvæmdir vatnsveit á Hjalteyri. Stjórn Norðurorku hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður við Hörgársveit um málið.

Lesa meira

Afkoma Norðurorku betri en gert var ráð fyrir

Afkoma Norðurorku eftir fyrstu 6 mánuði ársins er betri en áætlun gerði ráð fyrir. Uppgjör fyrir fyrri helming ársins var lagt fram á stjórnarfundi nýverið, fyrir Norðurorku og samstæðuna, þ.e. með rekstri Fallorku.

Lesa meira

Nýir læknar til starfa á Kristnesspítala

Kristrún Erla Sigurðardóttir sérfræðingur í heimilislækningum og Valgerður Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öldrunarlækningum hafa verið ráðnar til starfa innan öldrunarlækningateymis SAk á Kristnesspítala.

Lesa meira

Netverslun með áfengi og nikótínvörur á Akureyri

Ölföng er heiti á netverslun með áfengi og nikótínvörur, sem tók til starfa á Akureyri nýverið. Verslunin býður viðskiptavinum upp á að sækja eða fá heimsent. Verslun félagsins er við Laufásgötu 9 á Akureyri og er opið frá kl. 15 til miðnættis alla daga.

Lesa meira

Lokaorðið - Ich bin ein Berliner

Berlín 9. nóvember 1989

Eftir menntaskóla bjó ég einn vetur í München. Hugðist nú heldur betur læra þýskuna og tala eins og innfædd. Markmiðið var metnaðarfullt en árangurinn ekki í takt við það. Reyndar heldur faðir minn að ég sé þýsku sjéni því á ferðalögum okkar á ég það til að panta veitingar á þýsku. Við skulum ekki leiðrétta það.

Lesa meira

Snýst um að grípa þá neyð sem er stærst þann daginn

„Ég hef verið miður mín yfir þessu stríði á Gaza frá upphafi, en það að ég fór að stunda hjálparstarf að heiman og styðja við fólk í neyð þar má rekja til þess að ég sá hjálparbeiðni á Facebook sem vakti athygli mína,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur lagt hönd á plóg og veitt aðstoð sína heiman frá sér, við þá sem eiga um sárt að binda í stríðinu á Gaza.

Lesa meira

Mikil loftmengum

Á mælum Umhverfisstofnunar má sjá að mikil loftmengun er á Akureyri og Húsavík þessa stundina,  niðurstöður mælinga eru táknaðar með eldrauðum lit.

Lesa meira

Miðgarðakirkja í Grímsey

„Við tökum eitt skref í einu og að einn góðan veðurdag náum við að ljúka því,“ segir Alfreð Garðsson formaður Sóknarnefndar í Grímsey. Vinnu við uppbyggingu nýrrar Miðgarðakirkju hefur miðað vel áleiðis. Kirkjan brann til kaldra kola í september fyrir þremur árum.

Lesa meira

Haustdagar grunnskólanna við Eyjafjörð í Háskólanum á Akureyri

Haustdagar grunnskólanna voru haldnir 13. og 14. ágúst í Háskólanum á Akureyri, þar kom saman starfsfólk og stjórnendur úr 16 grunnskólum á svæðinu. Haustdagarnir hafa aldrei verið fjölmennari en um 300 kennarar, stjórnendur og starfsfólk grunnskóla tóku þátt.

Lesa meira

Bændur víða að ljúka seinni slætti

„Það hefur verið mjög blautt undanfarna daga og vikur, mun meiri rigningar ern við eigum að venjast og það hefur gert bændum lífið leitt,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Bændur eru víða í öðru slætti sumarsins, sem er nokkuð óvenjulegt miðað við mörg undafarin ár en þekktist áður fyrr. „Þessi bleytutíð hefur sannarlega sett strik í reikninginn,“ segir hann.

Lesa meira

Fjölsótt og vel heppnað 40 ára afmælishóf VMA

Fjörutíu ára afmælishátíðin í Gryfjunni í gær var sérlega ánægjuleg í alla staði. Fjölmargir sóttu skólann heim af þessu tilefni, nemendur núverandi og fyrrverandi, starfsmenn núverandi og fyrrverandi og fjölmargir aðrir góðir gestir. Að loknum ræðuhöldum var boðið upp á glæsilega afmælistertu – reyndar voru þær fimm – og fólk naut stundarinnar og rifjaði upp eitt og annað frá liðinni tíð.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyjafjarðar - Yndisleg sólarstund með eldri borgurum á Birkivelli

Yfirþjónar Akureyrar, þau Halla og Finnur sem stýrðu glæstustu veislum bæjarins á síðustu öld, Sjallinn, Bautinn, Kea osfrv, þjónuðu til borðs í dag. Þau hafa engu gleymt, köflóttir dúkar á öllum borðum og fagmennskan í fyrirrúmi 

Lesa meira

Gott fyrsta heila starfsár Kaldbaks að baki

Aðalfundur Kaldbaks ehf. var haldinn í dag, fimmtudaginn 29 ágúst. Á fundinum var ársreikningur félagsins fyrir árið 2023 lagður fram og staðfestur af hluthöfum. Um er að ræða fyrsta heila starfsár félagsins sem sjálfstætt fjárfestingarfélag en áður var það hluti af samstæðu Samherja.

Hagnaður samstæðu félagsins á síðasta ári nam 9,5 milljörðum króna. Eigið fé samstæðu Kaldbaks í árslok 2023 nam 35,5 milljörðum króna.

Lesa meira

Stórtónleikar XXX Rottweiler hunda og gesta í Íþróttahöllinni annað kvöld

,,Þar sem þetta er nú einu sinni 25 ára ártíð XXX Rottweiler ber að fagna grimmt og gríðarlega. Við hófum leikinn með því að stappa Laugardalshöllina í maí og endurtökum fíneríið með því að færa höfuðborg Norðurlands það sem allir voru sammála um að hafi verið sturluðustu tónleikar í manna minnum“ segir Erpur Eyvindarsson eða BlazRoca eftir atvikum.    En annað kvöld  verða stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri með XXX Rottweiler og gestum þeirra og verður þar engu til sparað við að skapa alvöru viðburð.

Lesa meira

Reiknar með að flestir eigendur Búsældar taki tilboði KS

Á vef Austurfréttar er  að finna ítarlega frétt um sölu eigenda Búsældar til KS.  Vefurinn fékk samþykki Gunnars Gunnarssonar ritstj. Austurfréttar  fyrir því að birta úrdrátt úr áðurnefndri frétt hér á  vefnum.

Lesa meira

Opið hús í tilefni af 40 ára afmæli VMA

Um þessar mundir fagnar Verkmenntaskólinn á Akureyri 40 ára afmæli sínu og af því tilefni verður í dag, fimmtudaginn 29. ágúst, efnt til opins húss og afmælishófs í skólanum þar sem öllum er boðið að koma og njóta þess sem verður boðið upp á og um leið að kynna sér starfsemi skólans.

Lesa meira

Grunnskólarnir okkar allra

Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum.

Lesa meira

Varðandi Húsavíkurkirkjugarð

Miklar rigningar síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum. Bleytan hefur því miður sett sitt mark á mörg leiði í kirkjugarðinum okkar og sér því á fleiri leiðum en vanalegt getur talist.

Lesa meira

Eimur vex til vesturs

Bakhjarlar Eims, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga- og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur, ásamt Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra undirrituðu í dag samkomulag um inngöngu samtakana í Eim

Lesa meira

Akureyrarbær gerir vel við barnafólk og tekjulágar fjölskyldur

Að undanförnu hefur því verið haldið fram af fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn Akureyrar að sveitarfélagið hlunnfari fjölskyldufólk. Því fer fjarri. Staðreyndin er sú að þær breytingar sem gerðar hafa verið á gjaldskrá og afsláttarkjörum í leik-og grunnskólum sveitarfélagsins hafa orðið til þess að tekjulágt fjölskyldufólk ætti að hafa töluvert meira á milli handanna en áður var. Enn fremur hefur verið samþykkt að lækka þær gjaldskrár sem snúa að börnum og viðkvæmum hópum frá 1. september nk. eins og samkomulag við sveitarfélögin kvað á um í tengslum við kjarasamninga og alltaf stóð til að gera. Allt tal um að sveitarfélagið hafi ekki ætlað að taka þátt í því verkefni eru orðin tóm og beinlínis rangfærslur sem líklega er ætlað að slá nokkrar pólitískar keilur.  

Lesa meira

Samið við Mýflug um flug til Hafnar

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug til Hornafjarðar.  Um er að ræða samning til þriggja ára þar sem flogið er átta sinnum í viku á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar.   Samningurinn gerir ráð fyrir að flogið sé á 19 sæta flugvél og vélin sé búin jafnþrýstibúnaði.

Lesa meira

Greitt fyrir ávexti og mjólk í grunnskólum Akureyrar

Bæjarráð Akureyri hefur samþykkt breytingar á gjaldskrám Akureyrarbæjar og taka þær gildi frá og með 1. september 2024. Samþykkt var að lækka gjaldskrár bæjarins í ljósi tilmæla ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í vor um aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum og stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta.

Lesa meira

Símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar

Símafrí þýðir að símar eða önnur snjalltæki eru ekki leyfð á skólatíma, hvorki í skólanum eða á skólalóð.

Lesa meira