Búum til börn

Lög um fæðingarorlof tryggja foreldrum rétt til þess að hlúa að nýfæddu barni sínu, í dag lítur fólk á þennan rétt sem sjálfsagðan hlut en hann hefur svo sannarlega ekki alltaf verið það. Fyrir þessum rétti hefur verið barist og þar hefur Framsókn staðið vaktina í gegnum tíðina og tryggt réttindi fyrir foreldra og börn þeirra. Páll Pétursson kom með frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000 og Ásmundur Einar Daðason fylgdi því eftir með frumvarpi að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof árið 2020.

Lesa meira

Staða skólasálfræðings við VMA lögð niður næsta haust

Staða skólasálfræðings við Verkmenntaskólann á Akureyri verður lögð niður frá og með næsta hausti. Sálfræðingur tók fyrst til starfa við VMA haustið 2012, fyrst í 50% stöðugildi í tilraunaskyni en síðan í auknu starfshlutfalli eða 75%. Eftirspurn eftir þjónustu sálfræðings er mikil, en hlutverk hans er að veita nemendum ráðgjöf, fræðslu og bjóða þeim sem á þurfa að halda upp á einstaklingsviðtöl. Oft hefur fallið í hlut sálfræðings að frumgreina vanda nemenda og meta þörf á meðferðarúrræði.

Lesa meira

,,Dáleiðsla frábær leið til að vinna úr áföllum"

„Ég hef alltaf haft áhuga á andlegum málum, trúað á eitthvað meira en vísindin og bæði fundið, séð og heyrt í gegnum ævina. Það er samt  ekki fyrr en núna undanfarna mánuði sem þetta er að banka meira á dyrnar hjá mér enda hefur þetta verið töluvert feimnismál og nóg af fordómum bæði í kringum mig og hið innra með sjálfri mér. Þetta finnst mér þó vera að breytast eða kannski er það bara það að ég er farin að umgangast fleira fólk sem er á þessari sömu línu,“ segir Hulda Ólafsdóttir sem ásamt fleirum stendur fyrir Dáleiðsludeginum í Hofi á Akureyri næstkomandi laugardag, 11. maí frá kl. 13 til 17.

Lesa meira

Nöfn fólksins sem létust í umferðarslysi í Eyjafirði

Fólkið sem lést í um­ferðarslys­inu á Eyja­fjarðarbraut eystri skammt norðan við Lauga­land þann 24. apríl hét Ein­ar Viggó Viggós­son, fædd­ur 1995, og Eva Björg Hall­dórs­dótt­ir, fædd 2001.

Þau voru bú­sett á Ak­ur­eyri.

Lesa meira

Vegagerðin setur upp sterkara vegrið ofan við Þelamerkurskóla

Vegagerðin stefnir að því að skipta út núverandi vegriði ofan við Þelamerkurskóla fyrir sterkara vegrið með öryggisendum að sögn Rúnu Ásmundsdóttur deildarstjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Öryggisendar eru eftirgefanlegar einingar sem settar eru á enda vegriða í stað þess að leiða þau ofan í jörð

Lesa meira

Niðurstaða hönnunarútboðs vegna stækkunar á SAk

Nýr Landspítali (NLSH) hefur birt niðurstöðu í hönnunarútboði I2081 vegna nýs húsnæðis fyrir legudeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Hanna á nýbyggingu fyrir legudeildir í skurð- og lyflækningadeild og dag-, göngu- og legudeild fyrir geðdeild við núverandi húsnæði Sak. Gert er ráð fyrir að um 9.200 m2 nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar og tengd eldra húsnæði.

Lesa meira

Þrír dæmi­gerðir dagar skemmti­ferða­skipafar­þega í júlí

Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri að fjölgun hefur orðið á ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Frá sjónarhóli efnahagslífs, mannlífs og náttúru þetta afar jákvæð þróun, þá ekki aðeins vegna þess að skipin bæta mikilvægri gátt við samgönguleiðir til Íslands, heldur einnig vegna þess að engum hluta ferðaþjónustu er eins vel stýrt m.t.t. álags á innviði, náttúru og menningu.

Lesa meira

Hraðamælingar og þau nelgdu.

 

Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur þá sem ökumenn sem eiga það eftir, að huga að dekkjaskiptum, að skipta út nagladekkjunum sem fyrst! ❌❌

Í ljósi veðurspár næstu daga er algjör óþarfi að vera á nagladekkjum núna. Við höfum skilning á því að það er háannatími hjá dekkjaverkstæðum á svæðinu um þessar mundir, en ítrekum þó hér með að ökumenn beri ábyrgð á því hvernig bifreið sem þeir aka sé útbúin 

Með hækkandi sól hefur talsvert borið á hraðakstri á svæðinu og því vill lögreglan beina þeim tilmælum til ökumanna að þeir flýti sér hægt. Nú er mikið af nýjum vegfarendum í umferðinni, m.a. á reiðhjólum og bifhjólum, og því afar mikilvægt að sýna aðgæslu. Sérstaklega er viðbúið að reiðhjólamenn verði áberandi í umdæminu næstu vikurnarnar og mánuði. Sem fyrr er nauðsynlegt að allir í umferðinni sýni tillitssemi því þá gengur allt betur og öruggar fyrir sig.

Þá upplýsist það einnig hér með að lögreglumenn hjá embættinu munu næstu daga, sem og í allt sumar, halda uppi öflugu hraðaeftirliti hvort sem það er innanbæjar eða utan þéttbýlis. 🚨🚔

Góða helgi ☀️

Lesa meira

Bóngóður sjálfboðaliði heiðraður

Gunnar Frímannsson sjálfboðaliði Eyjafjarðardeildar fékk heiðursviðurkenningu sjálfboðaliða á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi fyrr í þessum mánuði. „Gunnar er jákvæður, traustur og afar bóngóður sjálfboðaliði,“ segir í umsögn um hann.

Lesa meira

Bjarmahlíð, þjónustumiðstöð hefur verið starfrækt í 5 ár

„Bjarmahlíð er rekin með styrkjum en óskastaðan er sú að komast á fjárlög en þannig mætti nýta tíma sem fer í að eltast við peninga í reksturinn til að auka þjónustuna enn frekar,“ segir Kristín Snorradóttir teymisstjóri hjá Bjarmahlíð, þolendamiðstöð á Akureyri. Fimm ár eru um þessar mundir frá því starfsemin hófst og var tímamótanna minnst með afmælishófi á Múlabergi í gær, miðvikudag.

Lesa meira

Borgarhólsskóli fór með sigur af hólmi í Fiðringi

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í gærkvöldi, 8. maí. Tíu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu  afrakstur vinnu sinnar

Lesa meira

„Sjávarútvegurinn er á undan stjórnvöldum í innleiðingu umhverfisvænnar tækni“

Hákon Þröstur Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ( SFS) á ársfundi samtakanna sem haldinn var 3. mai s.l.

Hákon Þröstur þekkir vel til starfsemi SFS, var í stjórn 2019 – 2020 og samfellt frá 2022. Hann er menntaður skipstjórnarmaður og var í liðlega tvo áratugi skipstjóri á skipum Samherja, síðustu sautján árin hefur hann hins vegar starfað á útgerðarsviði félagsins.

Lesa meira

Þjónustunefnd AA leitar að framtíðarhúsnæði

Brýnt er að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu að Strandgötu 21 þar sem AA-samtökin á Akureyri hafa haft aðstöðu sína um langt árabil.

Lesa meira

Hitaveitur þarfnast athygli

Norðurorka rekur hitaveitu í Ólafsfirði og Reykjaveitu í Fnjóskadal auk hitaveitu á Akureyri og nágrannabyggðum. Þær veitur þarfnast athygli að því er fram kom í máli Eyþórs Björnsson forstjóra Norðurorku á aðalfundi félagsins.

Lesa meira

Hængsmenn afhentu bíl og héldu Hængsmót

Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri hélt um liðna helgi  árlegt Hængsmót fyrir fatlaða í 41. Skipti. Mótið fór fram í Íþróttahöllinni og í ár var keppt í boccia en mótið var auk þess Íslandsmót í greininni.

Lesa meira

Sýning ársins 2024 opnuð á Sigurhæðum

Á mæðradaginn, sunnudaginn 12. maí klukkan 13
 opnar Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flytur ávarp á opnuninni. Húsið verður opið til klukkan 17 þennan sunnudag og það verður líka hægt að líta inn á vinnustofur listafólks, hönnuða og hugsuða á annarri hæð Sigurhæða.

Lesa meira

Vátryggingafélag Íslands (Skagi) kaupir Íslensk verðbréf

Vátryggingafélag Íslands hf. (Skagi) hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa hf. (ÍV) um kaup Skaga á 97,07% hlutafjár í félaginu. Horft er til þess að í kjölfarið verði farið í kaup hlutafjár annarra hluthafa þannig að Skagi verði einn eigandi alls hlutafjár í Íslenskum verðbréfum. Kaupverð 97,07% hlutafjár í Íslenskum verðbréfum er 1.598 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupverðið verði greitt með reiðufé, en Skagi hefur val um að greiða allt að fjórðungi kaupverðsins með afhendingu nýs hlutafjár í Skaga. Fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðar fjárfestingar eru undanskilin í kaupunum. Jóhann M. Ólafsson, forstjóri ÍV, hefur stigið til hliðar og Jón Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri ÍV sjóða, hefur tekið tímabundið við sem forstjóri félagsins.

Lesa meira

Amtsbókasafnið - Býður garðverkfæri í útlán

Áður hefur verið haft á orði á þessum vef að starfsfólkið á Amtinu hér í bæ sé skemmtilega ferskt og fái líflegar hugmyndir sem notendur safnsins  kunna vel að meta. 

Í frétt frá þeim í dag er sagt frá að nú sé hægt að fá garðverkfæri,  takk fyrir takk,  að láni hjá Amtsbókasafninu!

Kæru safngestir! NÝJUNG! - Við erum farin að bjóða upp á garðverkfæri til útláns!

Það er farið að vora á Akureyri og kominn tími til að byrja vorverkin. Frá og með deginum í dag eru garðverkfæri til útláns hjá okkur, lánstími er 7 dagar. Verkfæri sem eru í boði: handskófla, lítil klóra, stungugaffall, stunguskófla, kantskeri, handklippur, greinaklippur, fata, beðhrífa, fíflajárn, greinasög og garðáhöld fyrir börn. Vinsamlegast þrifið verkfærin vel áður en þið skilið.

Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum

Lesa meira

Dýrahræ fundust á víðavangi við Línuveg á Húsavík

Steingrímur Hallur Lund rak í rogastans á dögunum þegar hann var úti að viðra hundinn sinn úti á Bakka við Línuveg í landi Húsavíkur. Hann var ekki komin langt frá veginum þegar hann gekk fram á dauða rollu, sem búið var að klippa af eyrun. Skammt undan gekk hann svo fram á fimm selshræ.

Lesa meira

Krían komin til Grímseyjar

Fyrstu kríurnar þetta árið í Grímsey sáust um helgina. Varpið þar er með stærri kríubyggðum á landinu og er talið að þar verpi þúsundir para. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á breytingum kríuvarpa frá ári til árs en margt bendir til fækkunar víða á landinu frá því um aldamót, einnig hefur orðið vart við sömu þróun í nágrannalöndum okkar.

Lesa meira

Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Rannsókn á máli þar sem fimmtug kona fannst látin á heimili sínu þann 22. apríl síðastliðinn miðar vel.

 

Lesa meira

HSN - Ekki óútskýrður kynbundin launamunur

„Það er ánægjulegt að greina frá því að ekki hefur greinst óútskýrður kynbundin launamunur í launagreiningum HSN enda kyn hreint ekki áhrifabreyta á árangur fólks í starfi,“ segir á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands eystra, en HSN fékk endurnýjun á Jafnlaunavottun á dögunum.

Lesa meira

Börn og ungmenni í Hrísey vilja gervigrasvöll

Börn og ungmenni í Hrísey hafa lengi kallað eftir því að fá gervigrasvöll á skólalóðina sína líkt og er hjá öllum öðrum grunnskólum í sveitarfélaginu. Málið var rætt á bæjarstjórnarfundi unga fólksins á dögunum.

Lesa meira

Tökum höndum saman og hreinsum bæinn eftir veturinn

Vorhreinsun sveitarfélagsins er í fullum gangi. Opin svæði eru hreinsuð ásamt því að götur, gangstéttar og stígar eru sópaðir og þvegið er af miklum krafti.

Lesa meira

Kynning - Dagar stækka við sig á Norðurlandi

Fyrirtækið Dagar, sem sérhæfir sig í ræstingum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum, flutti nýverið í stærra húsnæði að Furuvöllum 7. Dag­ar eru fram­sækið en rót­gróið fyr­ir­tæki þar sem starfa tæp­lega 800 manns og starfsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu; í Garðabæ, á Selfossi og á Akureyri.

Lesa meira

Lokaorðið - Mæður allra alda

Það styttist trúlega í þriðju heimsstyrkjöldina, og þó er býsna stutt síðan þeirri síðustu lauk, elsta kynslóðin man þá tíma vel.

Lesa meira

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrar - Blöndulína 3 þrengir að landlitlu sveitarfélagi

„Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni Akureyrarbæjar, enda ljóst að umrædd lína þrengir að því landlitla sveitarfélagi sem Akureyrarbær er, getur hindrað vöxt þess og er líkleg til að rýra gæði þeirrar byggðar sem fyrir er,“ segir í bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar, en á fundi ráðsins voru lögð fram drög að umsögn vegna lagningar Blöndulínu í gegnum land Akureyrarbæjar frá norðri og að Rangárvöllum.

Lesa meira