
Kjarnaskógur eitt öflugasta lýðheilsumannvirki landsins
„Á stundum eins og verið hafa undanfarið, þegar skítviðri geisar og hundi er vart út sigandi reiknar maður ekki með mikilli traffík hér í Kjarnaskógi en raunin er allt önnur og undirstrikar samfélagsverðmætin,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Fjölmörg verkefni eru fram undan þegar „vetrarveðri“ um sumar slotar.