Alþingiskosningar, laugardaginn 30. nóvember 2024
Kjörstaðir í Akureyrarbæ eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í Félagsheimilinu Múla í Grímsey.
Akureyrarbæ er skipt í 13 kjördeildir, 11 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir fer eftir búsetu samkvæmt skráðu lögheimili hjá Þjóðskrá þann 29. október kl. 12:00 og eru kjósendur beðnir um að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa. Hægt er að fletta upp í kjörskrá á vef Þjóðskrár á slóðinni: www.kosning.is. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.