Dagskráin verður seint að ferð inn um bréfalúgur í dag.
Vegna vandræða i samgöngum milli Reykjavíkur og Akureyrar í nótt seinkar dreifingu á Dagskránni verulega i dag. Blaðið er hinsvegar komið á vefinn og geta þvi áhugasamir skoðað það með þvi að smella á slóðina hér fyrir neðan.
„Mér líður alltaf vel eftir blóðgjöf, er bara hress og kát,“ segir Lilja Gísladóttir sem gaf blóð hjá Blóðbankanum á Glerártorgi í 50. sinn nýverið. Lilja hefur reglulega gefið blóð undanfarin ár. Hún fagnaði sextugsafmæli sínu á fullveldisdaginn, 1. desember síðastliðinn og hefur góð markmið varðandi blóðgjafir til framtíðar litið.
Sú sem þetta skrifar hefur búið í fjölbýli síðasta rúmlega áratuginn. Þar hefur gilt sú regla sem víðast hvar gildir í fjölbýlishúsum að allt dýrahald var bannað. Sú staða kom til dæmis upp að fólk sem keypt hafði íbúð í húsinu og átti “fullorðinn” hund, sá sig knúið til að selja strax aftur þar sem leyfi fékkst ekki til að halda hundinn þar til hans dagar yrðu taldir.
Samið hefur verið við HLH ráðgjöf um að skoða ýmsa þætti er varða möguleika á inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í Hafnasamlag Norðurlands. Fyrrnefndi sjóðurinn hefur lagt fram ósk um sameiningu eða samvinnu sjóðanna.
Hríseyjarbúðin fær 3 milljónir króna í styrk frá innviðaráðuneytinu vegna rekstrar en Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki til verslana í dreifbýli. Að þessu sinni var átján milljónum kr. úthlutað til sex verslana í dreifbýli fyrir árið 2026. Í tveimur tilvikum verða styrkirnir nýttir til opna verslun að nýju, á Stöðvarfirði og Þingeyri.
Zipeline Akureyri hefur óskað eftir að reisa um 30 fermetra stórt þjónustuhús á lóð við Þingvallastræti 50. Er hugmyndin að setja húsið þar sem áður var skrifstofa fyrir leikskólann Flúðir. Er einnig gert ráð fyrir að settur verði upp minigolf völlur þar sem Pálmholt stóð.
Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju verða haldnir sunnudaginn 7. desember næstkomandi og hefjast þeir kl. 16 í kirkjunni. Stjórnandi kórsins er Valmar Valjaots.
Viðskiptagreining Landsvirkjunar stóð fyrir opnum fundi í Hörpu fimmtudaginn 4. desember um þróun mála hjá álverum og kísilframleiðendum síðustu misseri og hún sett í samhengi við íslenskan raunveruleika og alþjóðamarkaði