
Meirihluti bæjarráðs Akureyrar um húsnæði á Hlíð Ófært að loka tugum hjúkrunarrýma þegar bið er eftir plássum
Meirihluti bæjarráðs telur nauðsynlegt að klára eins fljótt og auðið er allar endurbætur og viðgerðir á húsnæði við Hjúkrunarheimilið Hlíð, ófært sé að loka tugum hjúkrunarrýma þegar talsverð bið er eftir plássum þar.
Umræða var um stöðuna í húsnæðismálum hjúkrunarheimilisins á fundi bæjarráðs, en fram hefur komið að vegna endurbóta á húsnæði þurfti að loka rýmum og stefnir í að fleiri rými bætist þar við þannig að þau verði í allt um 30 talsins.