
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar
Listinn var samþykktur í heild sinni á lokin á viðburðaríku tvöföldu kjördæmisþingi Sjálfstæðisfólks í Mývatnssveit í dag.
Listinn var samþykktur í heild sinni á lokin á viðburðaríku tvöföldu kjördæmisþingi Sjálfstæðisfólks í Mývatnssveit í dag.
Bjarkey Ólsen Vinstir Grænum tilkynnir á Facebook síðu sinni i dag að hún hafi ákveðið að stíga til hliðar sem þingmaður og verði ekki i kjöri í komandi kosningum.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, verður í öðru sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Kjörið var á kjördæmisþingi flokksins í Mývatnssveit í dag
Jens Garðar Helgason var í dag kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Valið var milli hans og Njáls Trausta Friðbertssonar, oddvita í kosningunum 2021, á kjördæmisþingi í Mývatnssveit í dag.
Samningi um byggingu 6 íbúða fyrir fatlaða í íbúðakjarna við Hafnarstæti 16 á Akureyri hefur verið rift. Nýr verktaki hefur verið ráðinn til að ljúka verkinu og er góður gangur í því nú að sögn Huldu Elmu Eysteinsdóttur formanns Velferðarráðs.
Börn á Grenivík undirbúa bókaverslun með eigin verkum
Mikið hefur verið skrifað og skrafað um fréttatilkynningu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra 26. september þess efnis að embættið hefði hætt rannsókn á ætlaðri byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu efni sem hann geymdi. Ástæða umræðunnar er sú að ekki er venjan að lögreglustjórar birti svona langar tilkynningar þegar ákvörðun er tekin um að hætta rannsóknum sakamála.
Ingibjörg Ólöf Isaksen sækist eftir að skipa áfram fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún segir stjórnarslitin síðasta sunnudag hafa komið á óvart því til þessa hafi ríkt trú á að hægt væri að ná lengra í mikilvægum málum.
Ingibjörg varð oddviti flokksins fyrir kosningarnar 2021 og í kjölfar þeirra fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Hún hefur verið þingflokksformaður á kjörtímabilinu.
Myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson fagnar sex tugum af lífi. Í tilefni af því hefur hann tekið til afnota fjölnotasalinn Deigluna að Kaupvangsstræti 23 á Akureyri helgina 18. - 20. október, fyrir uppákomu, sýningu og hátíðahöld. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að koma, njóta gleðjast og skapa.
Bæjarráð Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær (fimmtudag) harðorða ályktun vegna fyrirhugaðar breytingar á tollafrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum en eins og fram hefur komið í fréttum hjá okkur.stendur til að afnema tollafrelsið um næstu áramót.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður áfram í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi. Unnið er að uppstillingu hjá flokknum.
Í svari við fyrirspurn Vikublaðsins staðfesti Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Miðflokksins, að Sigmundur Davíð verði áfram í oddvitasæti listans. Uppstillingarnefnd flokksins er að störfum og von er á niðurstöðum eftir helgi.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja skrifar í dag bréf til starfsfólks fyrirtækisins í kjölfar þess að Heimildin sagði frá þvi í morgun að samkvæmt upplýsingum sem fjölmiðilinn sé með undir höndum hafi tæknimönnum hérðassaksóknara tekist að komast yfir á annað þúsund smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más og Jóhannesar Stefánssonar meðan sá starfaði í Namibíu á vegum Samherja.
Í bréfinu til starfsfólksins gefur Þorsteinn lítið fyrir frásögn Heimildarinnar.
Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og varaþingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður og Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður, hafa allar lýst yfir áhuga á að taka annað sætið á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar.
Miklar og ófyrirséðar tafir hafa orðið á vinnu við nýjar kirkjutröppur á Akureyri en nú er fátt sem getur komið í veg fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir árslok.
Skipulagsráð hefur falið skipulagsfulltrúa að finna nýja lóð í bæjarlandi Akureyrar sem hentar fyrir starfsemi dýraspítala.
Samþykkt var á fundi bæjarráðs í ágúst 2022 að veita Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar lóð á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar. Frestur til framkvæmda er liðinn samkvæmt almennum byggingarskilmálum.
Slökkvilið Akureyrar sótti um þessa sömu lóð og telur að umrætt svæði sé best til þess fallið að byggja upp nýja slökkvistöð á Akureyri til framtíðar litið.
Í greinargerð slökkviliðsstjóra segir að nauðsynlegt sé að huga að byggingu nýrrar slökkvistöðvar. Staðsetning núverandi slökkvistöðvar sé slæ, umferð mikil og vaxandi og tefji útkallstíma.
Lóðin við Súluveg henti slökkviliði vel, bærinn hafi stækkað til norðurs og suðurs og staðsetning nýrrar lóðar sé miðsvæðis. Umferðarþungi á svæðinu er lítill og lóðin býður upp á svæði til æfinga og þjálfunar.
Fram kemur að skynsamlegt sé að ráðast í byggingu nýrrar slökkvistöðvar sem fyrst, það sé fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsamfélagið.
Ég hef ákveðið að sækjast eftir 1.sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 30. nóvember næstkomandi.
Frá því að ég hlaut trúnað ykkar og kjör á Alþingi 2016 hef ég af af öllum kröftum verið að vinna að hag kjördæmis okkar og þjóðarinnar allrar.
Áherslur mínar hafa allan þann tíma verið á þau grundvallarmál sem skipta mestu fyrir verðmætasköpun í landinu: Atvinnumál, lífskjör fólks og búsetuskilyrði í Norðausturkjördæmi, samgöngumál, heilbrigðismál, raforkumál, málefni ferðaþjónustunnar, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, byggðamál, menntun og menningarmál og svo mætti lengi telja.
Jafnframt hef ég haft trúnað Alþingis til að vinna að efnahagsmálum, ríkisfjármálum og utanríkismálum. Ég hef verið virkur í umræðum í öryggis og varnarmálum og leitt þátttöku íslands á erlendri grund í þeim efnum. Samgöngumál hafa verið sérstakt baráttumál enda má segja að ekkert skipti velferð fólks á landsbyggðinni meira máli en góðar og öruggar samgöngur.
Reynsla og þekking er verðmæt í störfum á Alþingi. Með þátttöku minni og tengslum við atvinnulíf, við sveitarstjórnarmál og áralöng reynsla af þingmennsku hef ég öðlast skarpa sýn á þau málefni sem þurfa sérstaka athygli á vettvangi stjórnmála á næstu áru
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum.
Miðvikudaginn 16. október formfestum við svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra undir merkjum Öruggara Norðurland eystra.
„Tjónstilkynningum heldur áfram að fjölga en þær eru nú orðnar rétt í kringum sextíu hér á Akureyri,“ segir Gunnur Ýr Stefánsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu forstjóra Norðurorku en fyrirtækið tekur við tilkynningum um tjón sem urðu á Akureyri vegna truflana í flutningskerfi Landsnets 2. október síðastliðinn. Rarik heldur utan um tjónstilkynningar utan Akureyrar.
Flest framboðin í Norðausturkjördæmi munu stilla upp á lista sína. Undantekningin er Sjálfstæðisflokkurinn sem velur fimm efstu á kjördæmisþingi og Píratar sem halda prófkjör. Vinsælt er að koma saman í Mývatnssveit til að velja listana.
Píramus & Þispa frumsýnir söngleikinn Með allt á hreinu
„Þetta er mikill léttir og mikil gleði að málið er nú í höfn,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins en hún skrifaði fyrr í dag undir samning um leigu á húsnæði á Akureyri. Samningurinn er til þriggja ára.
Ljóst er að kosið verður á milli minnst tveggja einstaklinga í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Valið verður á tvöföldu kjördæmisþingi á sunnudag.
Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Jens Garðar, hefur langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn, segir framboðið byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild,“ segir Jens Garðar. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar," segir hann.
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin. Í bókinni er, eins og nafn hennar gefur til kynna, rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina.
Þegar fyrst er farið af stað við að róta upp í minningum liðina ára, er ekki laust við að það rofi til og nætursvefn minn raskist. Ástæðan er sú ólga sem hugsanir um yfirbyggða æfinga- og keppnislaug veldur. Eins og áður hefur komið fram erum ég og Sundfélagið Óðinn á svipuðum aldri og 10 ára gekk ég til liðs við félagið
Óskum eftir að ráða blaðbera í Innbæinn fyrir Dagskrána, áhugasamir hafi samband við Gunnar í síma 860-6751.
Hverfið er laust strax.