Opnun sýningarinnar Arctic Creatures í Hvalasafninu á Húsavík á morgun laugardag

„Arctic Creatures“ er samvinnuverkefni þriggja íslenskra æskuvina; myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar, kvikmyndagerðarmannsins / leikstjórans Óskars Jónassonar og leikarans / leikhúsleikstjórans Stefáns Jónssonar. Frá árinu 2012 hafa þeir unnið að einstöku verkefni sem sameinar sköpunarhæfileika þeirra og áhugamál.

Lesa meira

Mikilvægt að koma málinu í betri farveg

„Það hlýtur öllum að vera það ljóst að svona getur þetta ekki gengið lengur og mikilvægt að koma þessum málum í betri farveg,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson oddviti sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og varaformaður fjárlaganefndar um líkhúsmálið sem verið hefur til umræðu undanfarið. Kirkjugarðar Akureyrar hafa lýst yfir miklum rekstrarvanda og að þegar sé búið að skera niður allt sem hægt er. Fátt annað sé eftir en að loka starfsemi líkhússins.

Lesa meira

Listamannaspjall og sýningalok

Í tilefni af síðustu dögum sýningar Guðnýjar Kristmannsdóttur, Kveikja, í Listasafninu á Akureyri verður boðið upp á listamannaspjall með Guðnýju næstkomandi laugardag, 25. maí, kl. 15. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri, og munu þau m.a. ræða um tilurð sýningarinnar, vinnuaðferðir og einstaka verk. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 26, maí, en þá mun einnig ljúka einkasýningum Sigurðar Atla Sigurðssonar, Sena, og Alexanders Steig, Steinvölur Eyjafjarðar

Lesa meira

Umfang rekstrar KA aldrei meiri, 45 mkr hagnaður á liðnu ári.

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar var haldinn í í KA-Heimilinu á þriðjudaginn þar sem Eiríkur S. Jóhannsson formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og liðið ár. Síðasta rekstrarár var það stærsta í sögu félagsins og hefur velta félagsins aldrei verið jafn mikil eins og árið 2023.

Lesa meira

Vínbúð á Glerártorg

Á samfélagsmiðlum fer síða undir nafninu Norðurvín víða þessa dagana. Eigendur síðunnar fylgja Norðlendingum á samfélagsmiðum í von um að þeir fylgi þeim til baka og eru með gjafaleiki þar sem inneignir í óopnaðri áfengisverslun eru í verðlaun.

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Afsláttur af gatnagerðagjöldum

búum sveitarfélagsins hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og samhliða því orðið sífellt meiri eftirspurn eftir húsnæði. Vegna þessarar miklu eftirspurnar samþykkir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tímabundna heimild til niðurfellingar gatnagerðagjalda. Tíðindin eru hin gleðilegustu og liðka vonandi til fyrir þeim sem vilja byggja. 

Lesa meira

Mara Mars sýnir hjá Gilfélaginu

Mara Mars gestalistamaður Gilfélagsins í maí, opnar sýningu í Deiglunni föstudagskvöldið 24.maí kl.19.30 og stendur opnunin til 21.30. Sýningin verður opin helgina 25. -26. maí frá kl. 14 -17 báða dagana.

Lesa meira

Fjölskylduklefi í sundlaug Húsavíkur

Nú hefur loksins verið opnaður hjá okkur fjölskylduklefinn í Sundlaug Húsavíkur en um er að ræða einkaklefa fyrir fólk sem til dæmis þarf aðstoð annars aðila og fyrir þá sem vilja vera einir og treysta sér ekki til að deila klefa með öðrum.

Lesa meira

Undirbúa hátíðarhöld á sjómannadegi

„Það er mikill hugur í okkur sjómönnum að halda áfram að endurvekja hátíðarhöld Sjómannadagsins, degi sem við í árafjöld börðumst fyrir að yrði lögboðin frídagur okkar. Það tókst vel til í fyrra með að færa þau út í Sandgerðisbót, sem er falin perla í bænum, stærsta smábátahöfn landsins þar sem  hafnaryfirvöld og Akureyrarbær hafa skapað frábæra aðstöðu fyrir trillusjómenn,“ segir Sigfús Ólafur Helgason sem ásamt fleirum vinnur að undirbúningi dagskrár vegna Sjómannadagsins um aðra helgi.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla heldur tónleika í Glerárkirkju n.k. laugardag

Kvennakórinn Embla flytur verkið Tuvayhun eftir Kim Andre Arnesen ásamt einsöngvurunum Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, Erlu Dóru Vogler, Sigrúnu Hermannsdóttur og Einari Inga Hermannssyni. Með kórnum spila hljóðfæraleikarar á strengjahljóðfæri, hljómborðshljóðfæri, gítar, flautur og slagverk og stjórnandi er Roar Kvam.

Lesa meira

Fyrsti hverfisfundur ársins

Í gær fór fram í Brekkuskóla fyrsti hverfisfundur ársins í Akureyrarbæ og var hann einkum ætlaður íbúum Neðri-Brekkunnar og Innbæjar þótt allir væru að sjálfsögðu velkomnir. Ágætlega var mætt á fundinn og umræður nokkuð líflegar.

Lesa meira

Útskrift nemenda úr Sjávarútvegsskóla GRÓ

Útskrift 25. árgangs nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ fór fram miðvikudaginn 15. maí í hátíðarsal Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði. Í ár voru 10 af þessum nemendum við Háskólann á Akureyri frá janúar til maí. Starfsfólk HA, Fiskistofu og Háskóla Íslands kenndu þeim og leiðbeindu í lokaverkefnum.

Lesa meira

Sammála um að taka á neikvæðum áhrifum snjallsíma

Starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar hefur lagt fram nýjar samræmdar símareglur sem taka gildi næsta skólaár. Í þessu skrefi felst ákveðinn sáttmáli um símafrið og verða reglurnar kynntar starfsfólki og foreldrum á næstu dögum. Tilgangurinn með sáttmálanum er fyrst og fremst að skapa góðan starfsanda í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Starfshópurinn var samsettur af kjörnum fulltrúum, fulltrúum foreldra og ungmenna, starfsfólki skóla og starfsfólki af fræðslu- og lýðheilsusviði. 

Lesa meira

Sumaropnun í Hlíðarfjalli í júli og fram í september.

Þrátt fyrir að enn sé heldur vetrarlegt um að litast í Hlíðarfjalli þá er nú þegar farið að huga að sumaropnun fyrir útivistarfólk í Fjallinu.

Lesa meira

Hafðu áhrif á framtíð Þingeyjarsveitar

Íbúum Þingeyjarsveitar gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sveitarfélagsins. Í aprílmánuði voru haldnir þrír íbúafundir þar sem leitað var samráðs við íbúa um áherslur fyrir sveitarfélagið og var sérstaklega horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í þeim tilgangi. Fundirnir voru haldnir í tengslum við heildarstefnumótun sveitarfélagsins sem nú stendur yfir og tóku yfir 70 íbúar þátt á fundunum sem voru öllum opnir.

Lesa meira

Fiðringsbikarinn til Húsavíkur

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í s.l. viku. Níu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu afrakstur vinnu sinnar.

Lesa meira

Svik fara ekki í sumarfrí

Það er ekkert nýtt að óprúttnir aðilar svindli  á meðborgurum sínum. Það á ekki síst við þegar kemur að fjármálum og höfum við í Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu reglulega varað við glæpamönnum. Í dag eru þetta oft alþjóðlegir, skipulagðir glæpahringir, sem beita tækninni til að villa um fyrir fólki. Íslenskan þeirra verður betri og aðferðir þeirra betur úthugsaðar og erfiðara að verjast þeim.

Lesa meira

Fyrstu hverfafundir Akureyrarbæjar verða í vikunni

Akureyrarbær boðar til hverfafunda í öllum skólahverfum bæjarins og verða þeir fyrstu í vikunni, í Brekkuskóla á morgun og Siðuskóla á fimmtudag.

Lesa meira

Fyrsta ringó móið heppnaðist vel

Fyrsta ringó-mótið var haldið á Akureyri fyrir skemmstu undir formerkjum Virkra Virkra efri ára og Félags eldri borgara á Akureyri. Fór það fram í Íþróttahöllinni og mættu rúmlega 50 glaðir þátttakendur 60 ára og eldri.

Lesa meira

Hymnodiu heldur tónleika í Akureyrarkirkju annað kvöld

Hymnodia fagnar sumri með gullfallegri tónlist að kvöldi miðvikudagsins 22. maí nk. Á dagskrá verður barokk eftir tékkneska tónskáldið František Tůma, tónlist frá miðri síðustu öld eftir Svíann Lars-Erik Larsson og ný tónlist eftir Sigurð Sævarsson, m.a. verk sem hann samdi fyrir Hymnodiu

Lesa meira

Lokaorðið - Naktir kennarar.

Þegar líður að starfslokum er óhjákvæmilega horft yfir farinn veg. Farsæl 38 ár við kennslu. Samkvæmt rannsóknum stendur skólakerfi bókaþjóðarinnar afar illa á köflum. Lestrarfærni og lesskilningur er allt of lélegur. Nú legg ég brátt frá mér límstiftið og skærin. Af hverju nefni ég þessa tvo hluti? Vegna þess að námsefnisskortur í íslenskum skólum hefur allan minn starfsaldur verið mikill. Allir vita að ef árangur á að nást í einhverju þá þarf æfingu og hvatningu. Þetta skilja allir þegar talað er um íþróttir og tónlist, en þegar talað er um lestur, móðurmálið, stærðfræði og náttúrufræði er farið í vörn.  „Æfingin drepur meistarann“ sagði eitt sinn óöruggur og meðvirkur kennari í mín eyru og átti við að endurtekningar væru af hinu illa.

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu og sál.

Flest þekkjum við einhvern sem á í deilum við aðra manneskju þar sem erfitt virðist vera að finna sameiginlega lausn. Í síðasta þætti 2. seríu af heilsaogsal.is - hlaðvarp fræðir Þorleifur Kr. Níelsson, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og sáttamiðlari, hlustendur um sáttamiðlun.

Lesa meira

Frjósemi mikil og gott heilbrigði

„Sauðburður gengur ágætlega og nálgast að verða hálfnaður. Frjósemi er mikil og heilbrigðið gott,“ segir Ásta F. Flosadóttir bóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi.

Lesa meira

Gæði sem skipta máli – Tökum flugið

Síðustu ár hafa orðið miklar framfarir þegar kemur að millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Við þekkjum lífsgæðin sem því fylgja, enda er ferðlagið til Keflavíkur oft kostnaðarsamasti og tímafrekasti leggur ferðalagsins þegar haldið er utan. Beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll skiptir atvinnulífið einnig verulegu máli enda ein megin forsenda fyrir auknum komum ferðamanna, ekki síst utan háannatíma þegar ferðalög eru að jafnaði styttri. Stærsti einstaki áfanginn á þessari leið er tilkoma Easy Jet, sem flogið hefur beint milli Akureyrar og London frá því síðastliðið haust. Ekkert kemur til af sjálfu sér og fjölmargt hefur þurft að koma saman svo að Akureyri og Egilsstaðir séu raunhæfir valkostir þegar kemur að millilandaflugi.

Lesa meira

Fyrsti dagur ,,sumarsins" þar sem tvö skemmtiferðaskip heimsækja bæinn

Í dag er fyrsti dagur sumarsins þar sem tvö skip leggjast að bryggju á sama degi í Akureyrarhöfn.

 

Lesa meira

„Höldumst í hendur í gegnum þetta og styðjum hvert annað“

Formaður Framsýnar stéttarfélags (áður Verkalýðsfélag Húsavíkur) í 30 ár

Lesa meira

Ferðalag traktors út í Flatey á Skjálfanda

Það er meira en að segja það að flytja traktor út í eyju

Lesa meira