Mömmur og möffins flytja sig á Ráðhústorg

„Það kom fram hugmynd um að færa viðburðinn úr Lystigarðinum og niður á Ráðhústorg til að virkja betur það mannlíf og fjör sem er í miðbænum,“ segja þær Bryndís Björk Hauksdóttir og Sigríður Pedersen sem halda um stjórnartauma á viðburðinum Mömmur og möffins í ár. Viðburðurinn er jafnan á laugardegi um verslunarmannahelgi og frá árinu 2010, utan tvö kóvid ár, hefur hann verið í Lystigarðinum.

Lesa meira

Formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands vill að Isavia fjármagni verkefni við Flugklasa

„Með fullri sanngirni má spyrja sig að því hvort sveitarstjórnir á Norðurlandi eigi að fjármagna flug á Norðurland frekar en sveitarfélögin á suðvestur-horninu greiði til flugverkefna í Keflavík,“ sagði Viggó Jónsson formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands á aðalfundi sem haldinn var í Hrísey. Þar sem hann gerði m.a. flugmálin að umtalsefni, umrót og áfangasigra á þeim vettvangi.

Lesa meira

Höldur fagnar 50 árum og býður til afmælishátíðar

Höldur ehf. fagnar 50 ára afmæli í ár og í tilefni þeirra tímamóta verður blásið til afmælishátíðar fyrir alla fjölskylduna nú á laugardag, 15. júní. Hátíðin fer fram hjá bílasölu fyrirtækisins að Þórsstíg 2 og stendur yfir á milli kl. 13 og 16.

Tónlistarmennirnir KK og Birkir Blær troða upp, auk þess sem DJ Lilja heldur uppi fjörinu. Þá fer fram glæsileg bílasýning, hoppukastalar verða í boði fyrir börnin, Blaðrarinn mætir á svæðið og gerir ýmsar fígúrur úr blöðrum auk þess sem hægt verður að vinna glæsilega vinninga í skemmtilegum gjafaleik. Boðið verður upp á ýmsar veitingar, grillaðar pylsur, ís fyrir börnin, auk veglegrar afmælistertu.

Lesa meira

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nær óbreyttur frá fyrra ári og efnahagur stendur sterkum fótum

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 8,1 milljarði króna á árinu 2023 og var nær óbreyttur frá árinu á undan þegar miðað er við uppgjörsmynt félagsins. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta.

Lesa meira

Bæjarráð samþykkir 700 milljóna uppbyggingu á Þórsvellinum

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti á fundi bæjarráðs í dag drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.

Lesa meira

Hlíð - Margra mánaða tafir á framkvæmdum með auknu álagi á allt kerfið

„Þetta er algjörlega óþolandi staða og bitnar á þjónustu við aldraða, þeim sem síst mega við því,“ segir Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri.

Lesa meira

Átta verkefni hljóta VERÐANDI styrk

Styrkþegarnir bjóða gestum sínum uppá girnilegt konfekt fyrir öll skynfærin og molarnir fylltir fjölbreyttum fyllingum

Lesa meira

Skip sem mættust

Í gær kom farþegaskipið SH Diana bæði til Hríseyjar og Grímseyjar í fallegu veðri. Farþegarnir komu til Grímseyjar snemma dags en sigldu svo yfir til Hríseyjar um miðjan dag.

Lesa meira

Þegar hríðinni slotar

Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist.

Lesa meira

Bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar hefjast í dag

Hinir árlegu Bíladagar  Bílaklúbbs Akureyrar hefjast í dag og er óhætt að segja að boðið verði upp á fjölbreytta dagskrá.  Um þessar mundir eru  50 ár liðinn frá stofnun  Bílaklúbbs Akureyrar  og má segja að afmælisbarnið sé i fínu formi.  Keppnisaðstaðan er eins og best verður á kosið og  starfið er gott.

Lesa meira

Akureyri - Óhjákvæmilegar breytingar á sorpílátum fyrir sérbýli

Dreifing á ílátum vegna nýja sorphirðukerfisins, sem átti að hefjast í lok maí, hefur tafist af óviðráðanlegum orsökum.

Lesa meira

Svæðinu við Dettifoss lokað vegna hættulegra aðstæðna

Þær aðstæður, sem skapast hafa við Dettifoss síðustu daga, eru orðnar mjög varasamar

Lesa meira

Sæskrímsli sýndu listir sýnar við Húsavíkurhöfn

Mikill mannfjöldi safnaðist saman á hafnarsvæðinu á Húsavík í gær til að berja augum ótrúlegar kynjaverur sem stigið höfðu í land úr hafinu

Lesa meira

Blóðskilunardeild SAk fær góða gjöf

Gjöfin er til minningar um Svölu Tómasdóttur

Lesa meira

Sjá mikil tækifæri í glatvarma á Bakka

Verkefnið Glatvarmi í Grænum iðngarði á Bakka er samstarfsverkefni Eims, PCC BakkiSilicon og Orkuveitu Húsavíkur. Markmið verkefnisins var að svara því hvort hagkvæmt sé að nýta glatvarma frá verksmiðju PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík, ýmist í aðra iðnaðarstarfsemi eða fyrir hitaveitu á svæðinu.

Lesa meira

Enskir togarajaxlar vingast við Akureyska kollega gegnum Facebook

Óhætt er að segja að átak áhugafólks um byggingu líkans af Harðbak EA 3 eins af síðutogurum ÚA hefur vakið mikla athygli og þó enn vanti nokkuð uppá að safnast hafi fyrir byggingarkostnaði þá miðar áfram í rétta átt.  ,,Við siglum áfram í góðum byr‘‘ segir Sigfús og bætir við reikningsnúmeri söfnunarinnar sem er 0511-14- 067136 kt. 290963-5169

Lesa meira

Ný plata frá hljómsveitinni 7 9 13

Hljómsveitin  7 9 13 var að gefa út plötu um nýliðin mánaðarmót. Þau eru alls 6 í bandinu og hafa öll utan eitt stundað nám í Tónlistarskólanum á Akureyri.

Lesa meira

easyJet tilkynnir um sölu á flugi frá Manchester

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur. Tilkynningin kemur í kjölfarið á góðum vetri hjá easyJet sem bauð í fyrsta sinn upp á flug frá London til Akureyrar.

Lesa meira

66 nýir rampar á Akureyri

Vinnuflokkur sem starfar við átakið Römpum upp Íslands hefur lokið við gerð 66 nýrra rampa á Akureyri undanfarnar vikur. Fleiri verkefni bíða og verður unnið við þau á næstu vikum hér og þar í bænum.

Lesa meira

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Settur hefur verið á laggirnar viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Frá þessu segir á vef Stjórnarráðsins

Lesa meira

Hvað er að gerast á Hafnarbakkanum?

Á miðvikudag birtast ótrúlegar kynjaverur við Húsavíkurhöfn þegar sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props taka höndum saman í nýju, íslensku götuleikhúsverki fyrir alla fjölskylduna.

Lesa meira

Vetrarveður setti strik í reikning skemmtiferðaskipa- ekki sú skemmtisigling sem til stóð

Miklar breytingar urðu á komum og brottförum skemmtiferðaskipa til Akureyrar  í liðinni viku, mörg skipanna þurftu að breyta ferðum sínum og sleppa Hrísey og Grímsey, ásamt því að ílengjast við bryggju á Akureyri.

Lesa meira

Lokaorðið - Hádegi á sjöunda áratugnum.

Eftir því sem ég eldist hugsa ég meira og les meira um líf formæðra minna. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að átta sig á hve tíðarandinn, fjárhagurinn og tækifærin voru gjörólík því sem við þekkjum í dag. Það þarf ekki lengra aftur en 50 - 60 ár.

 

Lesa meira

Uppáhalds... flugan mín

 Þegar kemur að því velja eina flugu úr frumskógi veiðiflugna vandast málið. Ein þeirra hefur þó gefið mér flesta laxa gegnum tíðina og hlýtur því vinninginn að þessu sinni. Sú heitir Sunray Shadow og finnst líklega í flestum veiðiboxum á landinu og þó víðar væri leitað.

Upphaflegur arkitekt þessarar vinsælu laxveiðiflugu var Bretinn Raymond Brooks en hannn hannaði fluguna snemma á sjöunda áratugnum er hann var við  veiðar ásamt konu sinni í hinni sögufrægu laxveiðiá Lærdalselva í Noregi. Titill flugunnar er sóttur í  nafn veiðikofa sem þau hjónin bjuggu í við ána, kallaður Sunray Lodge og því hvernig flugan birtist sem skuggi í vatninu ((shadow). Fluguna hnýtti Raymond sem túbu og notaði til þess svört apahár í langan væng flugunnar, stíf hvít íkornahár til að styðja undir vænginn og smellti síðan páfuglsfönum ofan á allt saman til að gera fluguna meira áberandi. Í dag nota menn annan efnivið í fluguna og ýmsar útfærslur finnast hvað varðar lit, gerð, þyngd ofl.

 

Lesa meira

Tjón vegna kals í túnum hleypur á hundruðum milljóna

Tjón af völdum kals i Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hleypur á hundruðum milljóna króna. Langt er síðan tún hafi kalið í jafnmiklum mæli og nú. Ljóst er að fjöldi bænda þarf að taka upp tún og sá í þau en veður hefur ekki unnið með bændum nú í vikunni.

Lesa meira

Góð gjöf til SAk

Klúbbsystur úr úr Soroptimistaklúbbi Austurlands færandi hendi til Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri á dögunum. Þær færðu heimahlynningu SAk 300.000 krónur  í minningu Jóhönnu Ingibjargar Sigmarsdóttur heiðursfélaga í klúbbnum.

Lesa meira

Mikil uppbygging á félagssvæði Þórs í pípunum

Eins fram hefur komið á vef Vikublaðsins héldu Þórsarar  afmælisboð í tilefni 109 ára afmælis félagsins s.l fimmtudag.   Í frásögn af samsætinu segir á heimasíðu Þórs að Nói Björnsson formaður félagsins hafi ávarpað samkomuna og er óhætt að segja að ræða hans hafi heldur betur boðað miklar breytingar á félagssvæði Þórs á næstu árum.  

Hér fer á eftir bein tilvitnun í orð Nóa fengin af áður nefndri heimasíðu:

Lesa meira