Bæjarráð Akureyrar tekur alvarlega þá umfjöllun sem fram hefur komið um aðstæður og kjör starfsfólks tiltekinna ræstingarfyrirtækja, en rætt var um stöðu ræstingarfólks á fundi ráðsins nýverið í kjölfar umræðu um aðstæður þess og kjör.
Akureyrarbær hefur óskað eftir og fengið upplýsingar frá þeim fyrirtækjum sem sveitarfélagið er í viðskiptum við, auk þess sem fundað hefur verið með stéttarfélagi vegna málsins.
Bæjarráð leggur áherslu á þá sjálfsögðu kröfu að umrætt starfsfólk njóti allra kjarasamningsbundinna réttinda sem og að starfsaðstæður séu eins og best verður á kosið.