Góð gjöf Hollvina SAk

Hollvinir komu á dögunum færandi hendi með nýjar speglunarstæður á skurðstofur. Þeir létu nú ekki þar við liggja og færðu speglunardeild þvottavélar til handa speglunartækjum. 

Lesa meira

Starfsleyfi til fiskþurrkunar á Laugum í Reykjadal framlengt um hálft ár

„Fiskþurrkun Samherja að Laugum er fjölmennur vinnustaður í sveitarfélaginu og lýsir sveitarstjórn þungum áhyggjum af stöðu mála, þar sem óljóst er um framtíð starfanna,“ segir í bókun sem Jóna Björg Hlöðversdóttir lagði fram á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. Þurrkun  fiskafurða á Laugum var þar til umræðu.

Lesa meira

Bakþankar bæjarfulltrúa Að skipta um skoðun

Hafið smá þolinmæði með mér. Mig langar til að byrja á lítilli sögu af þeim skáldbræðrum og vinum, skáldinu á Sandi, Guðmundi Friðjónssyni, og þjóðskáldinu, Matthíasi Jochumssyni. Eitt sinn sem oftar leit Guðmundur við hjá vini sínum á Sigurhæðum. Þeir höfðu um margt að spjalla, báðir skrafhreifnir og áhugasamir um menn og málefni. Loks kemur þó að kveðjustund og þar sem þeir eru komnir út á tröppu spyr Guðmundur skyndilega: „Geturðu sagt mér, Sigurhæðabúi, hvernig ég muni geta haldið mér andlega ungum til æviloka?“

Matthías svaraði samstundis: 
„Það get ég sagt þér, minn elskulegi, með því að skipta oft um skoðun.“

Lesa meira

Málfræði tungumáls

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir

KA og Þór verða í vetur með æfingar fyrir 6 - 16 ára börn og unglinga með sérþarfir, æfingarnar fara fram í Íþróttahúsi Naustaskóla  og hefjast þær n.k. sunnudag  kl 11.

Lesa meira

Fjölskyldutímar í Íþróttahöllinni

Íþróttabærinn Akureyri býður uppá fjölskyldutíma í Íþróttahöllinni á völdum sunnudögum fram í desember. 

Lesa meira

Markmiðið að selja þúsund bleikar slaufur

„Markmiðið er bleikur fjörður,“ segir Vilborg Jóhannsdóttir kaupmaður í Centró og forsvarsmaður Dekurdaga á Akureyri. Sala á bleiku slaufunni stendur sem hæst um þessar mundir og gengur vel. Allur ágóði af sölunni rennur að vanda til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Lesa meira

Skútaberg - Vonbrigði hjá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra með ástandið á Moldhaugnahálsi

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra lýsir yfir vonbrigðum með að áform fyrirtækisins Skútabergs um tiltekt á athafnasvæði sínu á Moldhaugnahálsi hafi ekki gengið eftir.

Lesa meira

Auto fékk frest til að ljúka tiltekt

Fyrirtækið  Auto ehf. Setbergi Svalbarðsströnd fékk  frest til 1. október  til að ljúka tiltekt á lóð sinni. Verði ekki brugðist með fullnægandi hætti við tilmælum um tiltekt íhugar Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra að beita dagsektum þar til úr verður bætt.

Lesa meira

Stjórn Cruise Iceland ályktar vegna afnáms tollfrelsis á hringsiglingar 1. janúar 2025

Eins og lesendur eflaust muna sagði Vikublaðið frá því  á dögunum að fyrirhugað afnám á tollafrelsi sem svokölluð leiðangursskip hafa notið hér við land gæti haft  afar neikvæðar afleiðingar fyrir landsbyggðina.  

Lesa meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands 10 ára í dag

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014.

Lesa meira

Björgunarþyrlan TF-LIF komin á sinn stað í Flugsafni Íslands

Björgunarþyrlan TF-LIF er nú orðin sýningarhæf og var þeim áfanga fagnað hjá Flugsafni Íslands á Akureyri og Öldungaráði Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Löggæsla og samfélagið – ráðstefna um löggæslu með áherslu á samfélagslöggæslu

Ráðstefnan Löggæsla og samfélag fer fram í sjöunda sinn við Háskólann á Akureyri dagana 2. og 3. október. Þema ráðstefnunnar er samfélagslöggæsla en á ráðstefnudagskránni eru 63 erindi af margvíslegum toga.

 

Lesa meira

Grímsey - Viðbrögð við slysum æfð um nýliðna helgi

Það er gott að vera við öllu búin og ekki síst ef nokkuð er í aðstoð þegar eitthvað bjátar á.  Á Facebooksíðu Lögreglunar á Norðurlandi eysta er frásögn af æfingum sem fram fóru í og við Grímsey um nýliðna helgi  Annars vegar var æfing á sjó nokkuð sunnan við eyjuna og svo við flugbrautina í Grimsey þar sem likt var eftir  björgun eftir brotlendinu flugvélar.  Heimafólk fékk þarna kærkoma æfingu, og nauðsynlega auðvitað í  viðbrögðum ef óhapp hendir.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur: Wolfgang Hainke

Þriðjudaginn 1. október kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn Wolfgang Hainke Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri um Flúxus-sýningarverkefnið Stranded – W(h)ale a Remake Portfolio – More Than This, Even, sem sett var upp í sölum 10 og 11 í Listasafninu síðastliðið vor. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

,,Ert þú Palli Rist?"

,,Ert þú Palli Rist?" sagði mjóslegin rödd að baki mér þegar ég gekk norður Brekkugötuna.  Ég sneri mér við og sá lítinn dreng sem stóð inni í garði við snyrtilegt hús. Ég svaraði og gekkst fúslega við því að vera ekki Páll Rist.  Við tókum svo stutt spjall þarna saman sveitungarnir um hugarefni dagsins, einkum þó þau sem voru unga manninum efst í huga.

Lesa meira

Lítið hreinsað skólp rann út í umhverfið Eigandi fráveitu ber ábyrgð á að fráveituvatni sé rétt fargað

Situlagnir aftan við rotþró frá Hótel Kjarnalundi þjónuðu ekki hlutverki sínu með þeim afleiðingum að lítið hreinsað skólp rann um þær og út í umhverfið. Fráveita frá Hótel Kjarnaskógi var til umræðu á fundi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra nýverið en tilkynnt var um talsverða skólpmengun í Kjarnaskógi, skammt ofan við Brunná seinni partinn í ágúst.

Lesa meira

Indiana Jones líftækninnar sem leitar að leyndum fjársjóðum í umhverfinu

Vísindamanneskjan í september er Eva María Ingvadóttir, aðjúnkt við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Heilsu- og sálfræðiþjónustan heldur málþing um áföll í starfi

„Hvati okkar til að halda málþing sem þetta er margþættur. Það er stefna Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar að láta okkur samfélagsmál varða tengt lýðheilsu, hitta fólk, tala og vinna saman í þeim efnum,“ segir Sigrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri og sálfræðingur hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni sem efnir til málþings í næstu viku, föstudaginn 4. október um áföll í starfi. Það fer fram á Múlabergi, Hafnarstræti 89, Hótel KEA og hefst kl. 10.

Lesa meira

Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna fagnar 40 árum

Í tilefni af 40 ára afmæli Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu fer fram afmælishóf og listaverkauppboð í Deiglunni, Listagilinu, laugardaginn 5. október

Lesa meira

„Beitum okkur í stað þess að barma okkur“

Axel Árnason í stjórn samtakanna segir í samtali við Vikublaðið að hugmyndina hafi kviknað í kringum öryggismál barna þeirra  sem að stofnun samtakanna standa

Lesa meira

Fréttir úr Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings fundaði á Kópaskeri fimmtudaginn 19. september sl. Á þeim fundi var samþykkt samhljóða tillaga meirihlutans um að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Samþykkt var að vísa málinu til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

Lesa meira

Sameiningarkransinn

Mörgum þykja haustkransar ómissandi og leggja jafnvel mikið á sig til að finna fallegan efnivið og gera kransinn sem fallegastan. Með fallegum litríkum kransi við híbýli sín fagnar fólk nýrri árstíð. Starfsfólk í Kjarnaskógi er ekki á fyrsta ári þegar kemur að kransagerð, en þau settu saman þennan „krans“ í tilefni af því að tékkneskur keðjusagarlistamaður, Jíri Ciesler var í heimsókn í skóginum nýverið og skildi eftir sig listaverk.

Lesa meira

Laufskálaréttarball – Unglingadrykkja verður tekin mjög alvarlega

Lögreglan á Norðurlandi Vestra hefur  haft ávinning af því að unglingar undir aldri m.a frá Akureyri ætli að fjölmenna á  Laufskálaréttarball  sem fram fer  í reiðhöllinni á Sauðarárkróki á morgun laugardag.

Í tilefni af þessu sendi Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra frá sér meðfylgjandi vangaveltur á Facebook.

Lesa meira

Samkaup minnkar matarsóun með Lautinni

Samkaup undirrituðu nýlega samning við Lautina, athvarf rekið af Akureyrarbæ fyrir fólk með geðsjúkdóma á Akureyri, með það að markmiði að minnka matarsóun í verslunum sínum og styðja gesti Lautarinnar með matargjöfum. Verkefnið er hluti af markvissu átaki Samkaupa um allt land um mataraðstoð gegn matarsóun.  

Lesa meira

Þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 28. september kl. 15:  Detel Aurand og Claudia Hausfeld – Samskipti, Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég og Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók. Klukkan 15.45 hefst listamannaspjall við Georg Óskar, Detel Aurand og Claudia Hausfeld. Daginn eftir opnun, sunnudaginn 29. september, kl. 15 verður kynning og upplestur á bók Detel Aurand, We Are Here.

Lesa meira

Styrktartónleikar í Akureyrarkirkju n.k. miðvikudagskvöld

Hymnodia vill styðja við góðan félaga í kórnum og fjölskyldu hans eftir erfiðan missi ungrar stúlku,  Kolfinnu Eldeyjar.

Lesa meira