Hafdís Sigurðardóttir Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og í tímatöku 2024

Hafdís Sigurðardóttir fór ekki erindisleysu vestur i Skagafjörð um nýliðna helgi en þar fór  fram Íslandsmeistaramótið í timatöku og götuhljólreiðum tvær aðskildar keppnir.  Tímatakan fer þannig fram að einn keppandi er ræstur af stað í einu og er því  ekki um annað að ræða en gefa allt í botn, þarna er verið að keppa við skeiðklukkuna sem fer ansi hratt áfram.    Hafdís hjólaði allra kvenna hraðast  og vann reyndar með nokkrum yfirburðum og er þetta í þriðja árið í röð sem hún stendur efst á palli.

Lesa meira

Áslaug Ásgeirsdóttir tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri

Áslaug Ásgeirsdóttir er frá og með deginum í dag formlega tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri. Eyjólfur Guðmundsson  kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor.

Lesa meira

Ný heimasíða Driftar EA í loftið

Viltu gerast Driftari !
 
Á föstudaginn 28.júní opnuðum við fyrir fyrsta hluta heimasíðu DriftarEA ,  www.driftea.is
Heimasíða DriftarEA  hefur verið opnuð formlega og nú geta bæði fyrirtæki og einstaklingar skráð sig til þátttöku í því að byggja upp nýsköpunarsamfélagið og gerst Driftarar.  
Vertu með – smelltu hér
Lesa meira

Lokaorðið-Loðna einkadóttirin

Ég átti aldrei gæludý í æsku, nema skjaldböku með systrum mínum. Henni var sturtað niður um klósettið, því allir héldu að hún væri dauð. Síðar fréttum við að trúlega hafi hún verið í dvala. Veit ekki hvað var rétt í því, en í minningunni átti hún ekki sérlega skemmtilegt líf og var sjálf ekki mjög fjörug. Ég var hins vegar mikið í sveitinni hjá ömmu og afa, vön dýrum þ.m.t. hinum hefðbundna sveitahundi sem var frammi í forstofu, ekki upp í sófum, borðum eða rúmum.

Lesa meira

Stórkostlegi bakgarðurinn okkar

Ég verð að viðurkenna að stundum tekur á að búa rétt við norðurheimskautsbaug, þrátt fyrir að snjórinn geti verið yndislegur, þá anda ég einhvern vegin alltaf léttar þegar hann loksins fer. Ég elska vorið enda gefur það fögur fyrirheit, snjórinn hörfar, gróðurinn skiptir um ham og fuglarnir syngja. Ég hef alltaf vitað að umhverfi okkar væri fallegt, en það var samt ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem ég fór að njóta þess af alvöru. Nú finn ég að það besta sem ég geri, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu, er að vera úti í náttúrunni, fá súrefni í kroppinn og koma púlsinum á hreyfingu. Þá er svo sannarlega ómetanlegt að hafa við túnfótinn jafn stórkostlegan bakgarð og við eigum og óteljandi frábæra stíga. Hér eru þær leiðir sem eru í uppáhaldi hjá mér:

Lesa meira

Sláttur hefst óvenju seint þetta árið,

„Það eru margir í startholunum en enn sem komið er fáir byrjaðir að einhverju ráði,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarfélags Eyjafjarðar. Sláttur er um það bil hálfum mánuði síðar á ferð hjá flestum en í meðalári.

Lesa meira

Breiða út faðminn fyrir golfara framtíðar

Nú er rétt um ár síðan Golfklúbbur Húsavíkur opnaði nýjan og glæsilegan golfskála við Katlavöll. Nýja aðstaðan er algjör bylting í golfiðkun á Húsavík en félagar í klúbbnum eru alls um 150

Lesa meira

Afrakstur kvennakvölds afhentur

Kvennkvöld Þórs og KA var haldið í Sjallanum 4. maí síðastliðinn þar sem að um 200 konur konur saman og áttu skemmtilegt kvöld. Þetta er 3. árið sem þetta er haldið með þessu sniði og fer stækkandi á milli ára. Hugmyndin á bak við þetta var fyrst og fremst að styrkja og efla kvennaíþróttir á Akureyri. Með þessu náum við einnig að vekja meira athygli á kvennaíþróttum í bænum.

Lesa meira

Gönguleiðir milli Kjarnaskógar og Glerárdals

Í gær voru fyrstu skiltin af samtals ellefu sett upp við hitaveituskúrana við upphaf gönguleiðarinnar að Fálkafelli. Sambærileg yfirlitskort verða sett upp í sumar við öll helstu gatnamót og bílastæði í Kjarnaskógi, Hömrum, Naustaborgum og við Súlubílastæðið. Vel er við hæfi að byrja verkefnið við upphaf Fálkafells-leiðarinnar þar sem mikil aukning hefur orðið í göngu á þeirri leið, m.a. fyrir tilstilli sjálfsprotna verkefnisins: 100 ferðir í Fálkafell.

Lesa meira

Frá Hong Kong til Húsavíkur

Eftirfarandi viðtal við Huldu Þóreyju Garðarsdóttur, hjúkrunarfræðing og ljósmóður er fyrst að finna á heimasíðu HSN.

Lesa meira

Góð gjöf Oddfellowa

Á Facebooksíðu Amtsbókasafnsins er sagt frá góðri gjöf sem safninu barst í dag þegar Oddfellowreglan kom færandi hendi með glæsilegan nýjan frískáp. 

,,Þetta er gjöf sem mun nýtast vel og fyrir hönd allra frísskápanotenda sendum við þeim okkar allra bestu þakkir 🥰”

Segir í áður nefndri færslu frà Amtinu. 

jjnvbnk ixuxixificicococicici

Lesa meira

Hringur og kúla sett niður í gær

Í gær var listaverkið ORBIS et GLOBUS sett niður á heimskautsbauginn í Grímsey en hann er sem kunnugt er á stöðugri hreyfingu á milli ára

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga leigir út land til ræktunar til félagsmanna að Hálsi í Eyjafjarðarsveit

„Þetta var frábær dagur og tókst mjög vel í alla staði. Við erum mjög stolt af þessu verkefni á Hálsi,“ sagði Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, en um liðna helgi var efnt til viðburðar að Hálsi í Eyjafjarðarsveit þar sem félagið hefur boðið sínum félagsmönnum að leiga land til ræktunar. Í ár eru 30 ára liðin frá því hafist var handa við útleigu á Hálsi, en á þeim  tíma var búið að planta út í alla reiti félagsins.

Lesa meira

„Hressandi að vakna snemma og launin eru góð“

Um fjörutíu ungmenni eru ráðin til starfa í vinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri í sumar til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa.

Starfsmenn vinnsluhússins eru að jafnaði um eitt hundrað og tuttugu, þannig að hlutfall sumarstarfsfólks er nokkuð hátt þessar vikurnar.

Lesa meira

Fúsi á leið í Samkomuhúsið

Leiksýningin Fúsi: Aldur og fyrri störf sem sló í gegn hjá Borgarleikhúsinu á siðasta leikári verður sýnd um mánaðarmótin janúar og febrúar 2025 í Samkomuhúsinu á Akureyri

Lesa meira

Dísir ljóða

Söngkonurnar Ragnheiður Gröndal og Þórhildur Örvarsdóttir sameina krafta sína í nýju verkefni

Lesa meira

Birta og Salka, félagsmiðstöðvar aldraðra Ábendingar um ólöglega starfsmanna- aðstöðu, skort á viðhaldi og klóaklykt

„Mikilvægt er að taka athugasemdir öldungaráðs er varðar matarmál og opnunartíma félagsmiðstöðva fólksins alvarlega. Þá er sérstaklega mikilvægt að fá fram upplýsingar um ábendingar er varðar ólöglega starfsmannaaðstöðu, skorti á viðhaldi, klóaklykt og óboðlega aðstöðu í kjallara félagsmiðstöðvarinnar Sölku. Það hlýtur að teljast alvarlegt að öldungaráð telji Akureyrarbæ ekki uppfylla lagaskyldu sína er varðar aðgang að félags- og tómstundastarfi við hæfi aldraða,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, S-lista í bókun sem hún lagði fram á fundi bæjarráðs.

Lesa meira

Auto ehf fær tímabundið afnot af lóð við Krossanes

Auto ehf. hefur fengið lóð í Krossanesi til tímabundinna afnota og þangað eru komnir um það bil 30 bílar bæði af lóðinni við Hamragerði og annars staðar úr Akureyrarbæ. Bílum á lóðinni við Hamragerði 15 hefur fækkað talsvert að undanförnu en þrátt fyrir það er enn nokkur fjöldi bíla innan lóðarmarka. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur unnið að málinu um langt skeið.

Lesa meira

Túndran og tifið á Sléttu

Áhugaverð samsýning í Óskarsbragga á Raufarhöfn

Lesa meira

Stígagerð frá Hamraafleggjara fram í Kjarnaskóg haldið áfram

Nesbræður ehf áttu lægsta tilboð í gerð göngu-hjólastígs frá afleggjara upp að Hömrum og inn í Kjarnaskóg til suðurs. Tilboð Nesbræðra hljóðaði upp á tæplega 33,3 milljónir króna.

Lesa meira

Þrír leikskólar til viðbótar orðnir Réttindaleikskólar

Mikil hátíðarhöld voru í leikskólunum þar sem börnin sungu, tóku á móti viðurkenningum, gæddu sér á ljúffengum veitingum

Lesa meira

Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2024

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita Stefáni Magnússyni og Sigrúnu Jónsdóttur ábúendum á Fagraskógi  umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2024 fyrir snyrtilegt umhverfi á fagurri bújörð. Fagriskógur, þar sem eitt af ástsælustu skáldum landsins, Davíð Stefánsson fæddist er í dag fyrirmyndar kúabú.

Lesa meira

Karólína nýr sviðsstjóri velferðarsviðs

Karólína Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Karólína hefur nú þegar hafið störf sem sviðsstjóri velferðarsviðs.

Lesa meira

Kvikmynda og dagskrárgerð til umræðu á Húsavík

Opnun myndvers og málþing um kvikmynda- og dagskrárgerð á Norðausturlandi

Lesa meira

Sjúkraflutningaskólinn útskrifar 229 nemendur

Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin á Flugsafni Íslands á Akureyri föstudaginn 31. maí sl.

Lesa meira

Bílastæði á flugvöllum – Ókeypis í fyrstu fjórtán klukkutímana

Ekkert gjald verður rukkað fyrir að leggja bílum við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum fyrstu 14 klst en óhætt er að segja að áform  ISAVIA Innanlandsflugvalla um að hefja gjaldtöku á bílastæðum hafi vakið hörð viðbrögð.  Þetta kom fram í tilkynningu sem ISAVIA sendi frá sér í dag.

Lesa meira

Njáll Trausti Friðbertsson ræðukóngur í Norðausturkjördæmi á nýliðnu þingi

Njáll Trausti talaði lengst þingmanna Norðaustukjördæmis á nýliðnu  þingi en  fundum þess var slitið s.l laugadagkvöld. Þingmaðurinn var með orðið í samtals 11 klst., 13 mín., 45 sek.í 168 ræðum.  Þessi árangur skilar honum þó einungis í 11 sæti yfir þá þá þingmenn sem lengst töluðu á nýliðnu.

Lesa meira