Lið MA komið í undanúrslit í Gettu betur
Lið Menntaskólans á Akureyri hefur tryggt sér þátttökurétt í undanúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur. Þetta varð ljóst í kvöld þegar liðið bar sigurorð af liði Menntaskólans við Sund í fjórðu og síðustu viðureign 8-liða úrslitanna í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Lokatölur, 38-21 MA í vil. Sem fyrr skipa Árni Stefán Friðriksson, Kjartan Valur Birgisson og Sólveig Erla Baldvinsdóttir lið MA.