Ert þú með lausa skrúfu?

Oft er grínast með það að fólk sem glímir við andleg veikindi séu með lausa skrúfu, jafnvel fleiri en eina. Hugmyndin að nafni á vitundarvakningu til að auka meðvitund okkar allra um að gæta vel að andlegri heilsu, efla forvarnir og minnka fordóma gagnvart andlegum veikindum, er einmitt sótt í þetta saklausa grín. Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. Því er ætlað að bæta samfélagslega vitund okkar allra um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu, hlúa að og rækta sem forvörn. Einnig að hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.

Lesa meira

Munnleg þjálfun í tungumálakennslu

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Ertu með lausa skrúfu?

Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. 

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar - Framkvæmdir í fullum gangi

Miklar framkvæmdir hafa verið í byggingu nýrrar inniaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar, síðastliðinn vetur var kjallari byggður en smá hlé var gert yfir sumarmánuðina vegna hita og svo var aftur hafist handa í ágústmánuði við reisingu stálgrindar. Stálgrindin reis hratt og ekki hægði á þegar yleiningarnar fóru hver af annarri að hlaðast upp. Nú í dag þegar þetta er skrifað er búið að loka húsinu með yleiningum og flestir gluggar komnir í einnig. Fyrr í vikunni var svo hafist handa við millibygginguna sem tengir golfskálann við nýju bygginguna.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri hjartar samvinnu

Menntaviðburðurinn Utís fór fram á d0gunum og var að öllu leyti á netinu. Utís er ráðstefna sem Ingvi Hrannar Ómarsson á veg og vanda af og er fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk á öllum skólastigum. Í ár var ráðstefnan send út frá Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA), þar sem má finna framúrskarandi aðstöðu til upptöku og útsendingar. Því var upplagt að geta notað aðstöðuna í ráðstefnu sem lýtur að framþróun í kennslu.

Lesa meira

Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir

Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð?

Stutta svarið er nei!

NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna.

NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Norður Hjálp útdeildi styrkjum að andvirði tæpra tveggja milljóna króna í september s.l.

Norður-Hjálp birtir á Facebook vegg þeirra í kvöld frétt um styrki þá sem  þau gátu útdeilt i s.l.mánuði og er óhætt að segja að þar sé vel unnið.

Í umræddri kemur eftirfarandi fram.:

Lesa meira

Jöfn tæki­færi til menntunar

Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu.

Lesa meira

Góð gjöf til Verkmenntaskólans

Árni Björnsson, stöðvarstjóri gagnaversfyrirtækisins atNorth á Akureyri, kom ásamt sínu fólki færandi hendi í VMA sl. föstudag og færði skólanum/rafiðnbraut að gjöf fullkomna stýritöflu sem m.a. mun nýtast sérstaklega vel í kennslu nemenda á fimmtu önn í rafvirkjun í áfanganum Rökrásir. Gjöfinni veittu viðtöku Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA, Haukur Eiríksson brautarstjóri rafiðnbrautar skólans og kennarar við rafiðnbrautina.

Lesa meira

Þingmenn Norðausturkjördæmis í heimsókn á SAk.

Þingmenn Norðausturkjördæmis komu á opinn fund starfsfólks SAk í kjördæmaviku Alþingis í síðustu viku. Þar fengu þeir kynningu á rekstrarstöðu SAk og fjárlögum til sjúkrahússins 2025. Þá var hlutverk SAk sem kennslu- og varasjúkrahús rætt og greinagóð kynning á nýbyggingu við SAk.

„Það er okkur afar mikilvægt að halda uppi góðum og tíðum samtölum við þingmennina okkar og það hef ég haft í gegnum tíðina. Þau eru mjög vel upplýst um erfiða fjárhagsstöðu sjúkrahússins en gera sér einnig grein fyrir því – eins og við – hversu mikilvægur hornsteinn sjúkrahúsið er fyrir landið allt,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk.

Hagræðingar í heilbrigðiskerfinu

Það spunnust áhugaverðar umræður um hvernig væri hægt að hagræða í heilbrigðiskerfinu og auka hlut SAk til að létta á álagi á Landsspítala.  „Það gleymist stundum að líta á heilbrigðiskerfið í heild sinni og að Sjúkrahúsið á Akureyri geti létt undir með Landspítala að einhverju leyti. Með betra aðgengi að sérfræðingum á svæðinu þurfum við að senda færri suður í meðferðir eða aðgerðir,“ segir Hildigunnur.

Tíðar ferðir til Reykjavíkur til að sækja meðferðir

Dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent við HA, sjúkraþjálfari á SAk og sérfræðingur í lungnasjúkraþjálfun steig fram á fundinum og ræddi mikilvægi þess að lungnasjúklingar fái þjónustu í heimabyggð þar sem þessi hópur ætti enn erfiðara með að ferðast suður til að sækja sér meðferð.

„Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu Sjúkrahússins á Akureyri sé ég mikilvægi tilvistar þess og lít á það sem eina af okkar mikilvægustu heilbrigðisstofnunum á landsvísu sem ber að styrkja enn frekar. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu ber sjúkrahúsinu að veita þjónustu í nær öllum sérgreinum lækninga en því miður hefur þessi þjónusta verið að dragast saman. Við heyrðum skýrt þær áhyggjur starfsfólks SAk.

Þingmenn Norðausturkjördæmis standa þétt að baki Sjúkrahúsinu á Akureyri og við áttum gott samtal við starfsfólkið sem var óhrætt að koma fram með hugmyndir að hagræðingu. Við getum öll verið sammála um það að það nær engri átt að senda alla sjúklinga suður í meðferð þegar hægt væri að flytja einn lækni norður til að sinna þessum hópi í sinni heimabyggð. Það eru einmitt mikil tækifæri fólgin í því að veita heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og þessi þjónusta gæti létt umtalsvert álagið á Landspítala.

Við munum gera allt í okkar valdi til að standa vörð um lögbundið hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri,“ sagði Ingibjörg Isaksen eftir fundinn.

Lesa meira

Góð leiksvæði eru gulls ígildi

 

Skólalóð Oddeyrarskóla

Skólalóð Síðuskóla                                                                                                              

Lesa meira

Færði Lystigarðinum 1 milljón króna að gjöf

Reynir Gretarsson sem rekur veitingastaðinn Lyst í Lystigarði Akureyrar færði morgun Akureyrarbæ 1 milljón króna að gjöf sem hann vonar að nýtist vel í rekstri garðsins.

Lesa meira

HÁRKOLLUGLUGGINN Hvatning til kærleiksgjörninga

GLUGGINN í Hafnarstræti 88, vinnustofu myndlistarkonunnar Brynju Harðardóttur Tveiten sýnir þessa dagana heklaðar og prjónaðar hárkollur og húfur. Sýningin er sett upp í tilefni af Bleikum október, árlegu árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Lesa meira

Lágmarks matarsóun í eldhúsi SAk

Í eldhúsi SAk er kappkostað við að halda matarsóun í algjöru lágmarki það er heimasíða SAk sem segir frá.

Lesa meira

Alþýðusamband Norðurlands styrkir Kvennaathvarfið á Akureyri

Á 38. þingi Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór í síðustu viku var samþykkt samhljóða að færa Kvennaathvarfinu á Akureyri kr. 500.000 til starfseminnar.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri - Þriðjudagsfyrirlestur: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

Þriðjudaginn 8. október kl. 17-17.40 heldur leikstjórinn og listakonan Snæfríður Sól Gunnarsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Vega og meta, mega og veta.

Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

Gott, grænt og gult fótboltasumar í sumar

Það gladdi alla Norðlendinga þegar karlalið KA varð Bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins. KA var vel að þessum sigri komið, gleði og stolt þeirra einlægt. En við Þingeyingar, sem erum ekki þekktir fyrir mikla hógværð, viljum benda á staðreyndir sem tengjast þessu afreki

Lesa meira

Stúlknabandið spilar í Akureyrarkirkju og í Vogafjósi

Klassíska hljómsveitin Stúlknabandið leggur land undir fót 12.-13. október næstkomandi og er stefnan tekin á Norðurlandið. Stúlknabandið mun spila tónlist, annars vegar í Mývatnssveit og hins vegar á Akureyri.

Lesa meira

Slæmt vor mjög líklega orsök lægri meðalvigtar

Meðalvigtin það sem af er sláturtíð hjá Kjarnafæði Norðlenska á Húsavík er 16,87 kg á móti 17,10 kg á sama tíma í fyrra.  

Lesa meira

Hefur selt K-lykilinn í 50 ár

Landssöfnun Kiwanis fyrir einstök börn

 

 
Lesa meira

Veður- og sólfar sem og skaðvaldar geta ráðið hve mikil haustlitadýrðin er

„Haustlitir á birki virðast koma hægt þetta árið og getur bæði spilað inn í faraldur skaðvalda og svalt sumar,“ segir Pétur Halldórsson kynningarstjóri Lands og skóga. Birki á svæðinu er illa útleikið eftir tvo nýlega skaðvalda sem herjuðu sérstaklega illa á það hér um slóðir í sumar.

Lesa meira

Gleymum ekki fólkinu á Gaza

Í dag laugardag  eru ráðgerðir viðburðir um allan heim til að minnast þess og mótmæla að þjóðarmorð hafa átt sér stað á G A Z A í heilt ár.

Lesa meira

Viðamiklar framkvæmdir í Hrafnagilshverfi

Viðamiklar framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit þar sem breyta þurfti lagnaleiðum, koma fyrir nýjum lögnum/strengjum, afleggja og endurnýja eftir þörfum í nokkuð flókinni framkvæmd þar sem samræma hefur þurft vinnu nokkurs fjölda veitu- og fjarskiptafyrirtækja.

Lesa meira

Nemendur í vélstjórn komust í feitt

Heimasíða Samherja segir frá því að nemendum í vélstjórn við Verkmenntaskólann á Akureyri gafst nýverið kostur á að fylgjast með endurbótum á sveifarási frystitogarans Snæfells EA, sem er í eigu Samherja. Um er að ræða sérhæft verkefni, sem krefst mikillar nákvæmni og voru erlendir sérfræðingar fengnir til landsins í tengslum við vélarupptekt og slípun á sveifarási.

Lesa meira

Snýr aftur í heimahagana

Gabríel Ingimarsson snýr aftur í heimahagana og  tekur við stöðu rekstrarstjóra Hríseyjarbúðarinnar  eftir nokkurra ára fjarveru með viðkomu í Reykjavík, Laugum í Reykjadal og Brussel.

Lesa meira

Zontaklúbburinn Þórunn hyrna heldur afmælishóf og listaverkauppboð - Helena Eyjólfsdóttir heiðruð fyrir 40 ára starf fyrir klúbbinn

„Starf Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu er í nokkuð föstum skorðum. Við hittumst einu sinni í mánuði frá september og fram  í maí á fundum þar sem tekin eru fyrir málefni sem tengjast Zontastarfinu, við njótum þess að vera saman og gleðjast, það er alltaf mikil gleði sem fylgir okkar samveru,“ segir Sesselja Sigurðardóttir talsmaður Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu og fyrrverandi svæðisstjóri  Zonta á Íslandi. Klúbburinn heldur upp á 40 ára afmæli sitt í Deiglunni næstkomandi laugardag, 5. október kl. 15. Þar verður afmælisboð og efnt til listaverkauppboðs. Bæjarbúum er boðið að koma og fagna með Zontakonum.

Lesa meira

Góð gjöf Hollvina SAk

Hollvinir komu á dögunum færandi hendi með nýjar speglunarstæður á skurðstofur. Þeir létu nú ekki þar við liggja og færðu speglunardeild þvottavélar til handa speglunartækjum. 

Lesa meira