
Húsavík - Bæta umferðaröryggi barna við Borgarhólsskóla
Unnið hefur verið að því að undanförnu að bæta öryggi barna við skólalóð Borgarhólsskóla á Húsavík og hefur bílaumferð almennra ökutækja nú þegar verið stöðvuð inn á skólalóðina.
Unnið hefur verið að því að undanförnu að bæta öryggi barna við skólalóð Borgarhólsskóla á Húsavík og hefur bílaumferð almennra ökutækja nú þegar verið stöðvuð inn á skólalóðina.
„Við tökum þessa ákvörðun sameiginlega eftir langa bið eftir svörum, við erum orðin þreytt á biðinn,“ segir Teitur Guðmundsson framkvæmdastjóri Heilsuverndar, en frá og með 1. desember hættir Heilsugæslan Urðarhvarfi starfsemi á Akureyri, en tveir læknar hafa starfað á hennar vegum á Akureyri.
Skálmöld og Hymnodia með stórtónleika í Hofi
Anna María Sigvaldadóttir formaður kjörstjórnar í Grímsey sigldi og ók með atkvæði úr eynni til Akureyrar þar sem Helga Eymundsdóttir formaður kjörstjórnar á Akureyrar tók við þeim. Eftir að Anna María hafði afhent kjörgögn kaus hún sjálf utan kjörfundar á Akureyri. Alls eru 49 á kjörskrá í Grímsey
Starfsfólk skógræktarfélaga hefur í nógu að snúast þessa dagana við undirbúning jólanna en sala á jólatrjám hefst innan tíðar. Hér eru þau Sigurður Ormur, Ólöf, Benedikt, Huldar og Bergsveinn með rauðgreni jólatré sem þeir Benedikt og Huldar frá Skógræktinni á Vöglum færðu kollegum sínum í Skógræktarfélagi Eyjafjarðar.
Kjördagur nálgast óðfluga, frambjóðendur með þingmanninn í maganum keppast við að ná augum og eyrum kjósenda, það er engin gúrkutíð hjá fjölmiðlum landsins meðan á kosningabaráttu stendur. Og athygli beinist að sumum frekar en öðrum, stundum fyrir ábyrðarlausan málflutning, hnyttin slagorð eða jafnvel forkastanlega hegðun.
Stöðug fjölgun er í hópi þeirra sem óska eftir aðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Úthlutað er úr sjóðnum yfir allt árið þó flestir sækist eftir aðstoð fyrir hátíðarnar. Fyrir jólin 2023 barst metfjöldi umsókna en með góðum stuðningi frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum var hægt að styðja við þau heimili sem þurftu hjálp. Stjórn sjóðsins gerir ráð fyrir að umsóknir nú verði síst færri en í fyrra. Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis og Rauði krossinn við Eyjafjörð hafa frá árinu 2013 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu og síðustu þrjú ár hefur samstarfið verið yfir allt árið.
Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar stendur fyrir viðburði sem nefnist Opnar dyr á laugardag, 30.nóvember og nú í fimmta sinn. Markmiðið með þessum viðburði er að kynna þá starfsemi sem er í sveitinni og bjóða uppá tækifæri til að versla beint við framleiðendur og fyrirtæki.
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) gáfu rannsóknarstofu lífeðlisfræðideildar SAk á dögunum nýtt öndunarmælingartæki, tækið nýtist við greiningu, meðferð og eftirlit lungnasjúkdóma
Nýja tækið (Vintus One) gefur möguleika á mismunandi tegundum öndunarmælinga, s.s. fráblástursmælingu, loftdreifiprófi, mælingu á rúmmáli lungna og sveiflumælingu.
Aðventuhátíðin Jólabærinn minn á Húsavík
Njáll Trausti Friðbertsson er í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins í þeim tvísýnu þingkosningum sem framundan eru.
Komið er að lok kosningabaráttu sem hefur í senn verið áhugaverð og skemmtileg.
Óhætt er að fullyrða að það hvernig veður skipast í lofti næstu daga muni hafa áhrif hvernig tekst til við við framkvæmd Alþingiskosninga, en óhætt er að segja að blikur séu á lofti.
Kjörstaðir í Akureyrarbæ eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í Félagsheimilinu Múla í Grímsey.
Akureyrarbæ er skipt í 13 kjördeildir, 11 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir fer eftir búsetu samkvæmt skráðu lögheimili hjá Þjóðskrá þann 29. október kl. 12:00 og eru kjósendur beðnir um að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa. Hægt er að fletta upp í kjörskrá á vef Þjóðskrár á slóðinni: www.kosning.is. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.
Steps Dancecenter á Akureyri býður íbúa og gesti bæjarins velkomna í sannkallað dansævintýri þann 30. nóvember, þegar nemendur skólans stíga á svið í Hofi með glæsilega hátíðarsýningu með ævintýrið Frozen.
Völsungur styrkir sig fyrir baráttuna í Lengjudeildinni
Á götuhorninu var að sjálfsögðu verið að ræða komandi kosningar enda í mörg horn að líta þegar kemur að því hvert skal greiða atkvæði á laugardaginn kemur.
Vegagerðin hefur sent út verðkönnun til nokkurra flugfélaga hér á landi varðandi áætlunarflug á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Frestur til að skila inn svörum rennur út á morgun, fimmtudag og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður ákvörðun tekin í framhaldi af því.
Það er áhugavert að heyra hvernig flestir stjórnmálamenn tala um „málefni ungs fólks“. Þeir setja mynd á Instagram um námslán eða halda málfund um fæðingarorlof. Kannski er þessi umfjöllun upplýsandi fyrir einhvern, en fyrir flestum sem tilheyra hópnum „ungt fólk“ eru hún frekar undarleg – vegna þess að hagsmunir ungs fólks afmarkast ekki við einstök loforð, þeir eru hagsmunir allra.
Starfsmannafélag Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar stóð fyrir fjársöfnun í bleikum október til handa Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Í Kjarnaskógi hafa starfsmenn Skógræktarinnar tekið gleði sína á ný og við þá líka en ekki hvað, enda fátt betra en það sem endar vel. Þetta hér fyrir neðan má lesa á Fb vegg þeirra í morgun.
Sigurrós Tryggvadóttir, iðjuþjálfi á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi (PBI) er í viðtali á heimasíðu Akureryarbæjar þar sem hún segir frá söfnun sem hún stendur fyrir á gömlum framleiðsluvörum frá PBI.
Tilgangslaus skemmdarverk sem gera ekkert annað en svekkja saklausa fara í taugarnar á öllu venjulegu fólki. Það er þvi engin furða að starfsfólk Skógræktarfélagsins hafi verið pirrað í dag eins og lesa má hér fyrr neðan.
Trúnaðarráð Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) og Sjómannafélag Eyjafjarðar ítreka nauðsyn þess að sveitarfélögin sýni ábyrgð og styðji við kjarasamninga með því að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám.
Þegar kosningabaráttan nær hámarki og fjöldi kjósenda er enn óákveðinn, er eðlilegt að spyrja sig: „Hvernig tek ég rétta ákvörðun á kjördag?“ Margir kjósendur eru orðnir þreyttir á óljósum kosningaloforðum sem gætu aldrei orðið að veruleika. Þrátt fyrir það þurfa stjórnmálaflokkar að kynna stefnu sína og sýna hvernig þeir vilja leiða þjóðina til betri vegar. En er það nóg? Er rétt að treysta eingöngu á kosningapróf eða stór loforð? Kannski er kominn tími til að horfa meira til fólksins sem við setjum í lykilstöður.