Engin tilboð í byggingarétt lóða við Hofsbót

Frestur er nýlega runninn út og segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar að erfitt sé að segja á þessari stundu hver næstu skref verði.

Lesa meira

Telja nýjan verslunarkjarna best komið fyrir utan miðbæjarins

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar í suðurbæ Húsavíkur, nýtt deiliskipulag í Aksturslág og breytingu deiliskipulags Stórhóls - Hjarðarholts. En til stendur að þar rísi nýr verslunarkjarni á vegum Samkaupa.

Lesa meira

Bjóða upp á sannkallaðar ævintýraferðir á sæþotum

 Þegar fólki langar í afþreyingu og ævintýri sem kemur blóðinu af stað, þá er hægt að treysta á Björn Rúnar Agnarsson og Eddu Lóu Philips en þau stofnuðu ásamt félaga sínum, Eggerti Finnbogasyni seint síðasta sumar, ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á skemmtiferðir á sæþotum, Húsavík Jetski sem hefur slegið í gegn.

Lesa meira

Hagkvæmt, sveiganlegt og sérsniðið húsnæði

Segir Hrafnhildur Ólafsdóttir arkitekt og framkvæmdastjóri JCL Ltd, arkitektastofu

Lesa meira

Salan á Norðlenska Kjarnafæðis rædd á starfsmannafundi í dag

Boðað hefur verið til starfsmannafundar vegna viðskiptanna klukkan 11:30 í dag.

Lesa meira

Boðið upp á aðstæður til að þroskast við breyttar aðstæður

Undirbúa nýtt þjónustuúrræði fyrir karla með fíknivanda og geðraskanir

Lesa meira

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska

Samkvæmt ábyggilegum heimildum var s.l föstudagskvöld gengið frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á hlut Búsældar og Kjarnafæðisbræðra þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssonar í Kjarnafæði Norðlenska .

 

Lesa meira

Skúta strandaði - áhöfnin óhult

Skúta strandaði í Eyjafirði síðdegis í dag. Tveir voru um borð og amaði ekki neitt að þeim. Skútan varð laus um 19.30 og sigldi fyrir eigin vélarafli á næsta áfangastað. 

Lesa meira

Tímamót í vegferð að eflingu sjúkrahússins

Samningur um hönnun nýbygginga við Sjúkrahúsið á Akureyri undirritaður

Lesa meira

Afhentu gullabú við útskrift barna sinna

Það er hefð fyrir því að nemendur leikskólans Grænuvalla á Húsavík geri sér glaðan dag þegar nálgast útskrift 

Lesa meira

Skortur á húsnæði fyrir skrifstofur og hermisetur

Háskólinn á Akureyri óskar eftir að reisa bráðabirgðahúsnæði

 

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar og Skógarböðin styrkja Grófina

Golfklúbbur Akureyrar og Skógarböðin afhentu fyrir helgi styrk að upphæð 1.000.000kr til Grófin - Geðrækt

Lesa meira

„Hér er gleðin og fróðleiksþorsti í öndvegi“

Vísindaskólinn að komast á táningsaldur

Lesa meira

Paddington og félagar komnir á kreik í Kjarnaskógi

Í Kjarnaskógi er nú hægt að skella sér í lestrarratleikinn „Að lesa í skógi og lesa í skóginn“

Lesa meira

Vikar Mar sýnir verk sín á Húsavík

Vikar Mar Valsson opnar myndlistasýningu í myndlistarsal Safnahússins á Húsavík á laugardag klukkan 14.

Lesa meira

Tröllasteinn, stærsta heimavistarhúsið við Framhaldsskólann á Laugum Eigendur vilja selja og þá er skólahald í uppnámi

,,Eðlilegast er að ríkið kaupi þetta húsnæði. Með því verður til varanleg lausn til framtíðar,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Heimavist er rekin við skólann í þremur húsum, tvö þeirra eru í eigu ríkisins en eitt, Tröllasteinn í einkaeigu og rennur leigusamningur út nú um komandi mánaðamót. Að jafnaði stunda ríflega 100 nemendur nám við skólann á hverju ári.

Lesa meira

N1 mótið í fullum gangi

Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hófst  á KA svæðinu á Akureyri í gær, miðvikudag og stendur fram á laugardag.
Alls taka um 200 lið þátt í mótinu í ár og  í þeim eru 2.000 þátttakendur skráðir .
 
Leikmenn og aðstandendur þeirra setja svo sannalega svip á bæjarlífið og það má segja að lífið sé fótbolti.
Lesa meira

Staðsetning valin fyrir nýjan leikskóla á Húsavík

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að vísa tillögu um byggingu nýs leikskóla á Húsavík til frekari umfjöllunar í sveitarstjórn. Tillagan felur í sér að byggður verði leikskóli fyrir 4-6 ára gömul börn á lóð við hlið Framhaldsskólans að Stóragarði.

Lesa meira

Ósanngjörn kerfisbreyting í leikskólamálum Akureyrar: Tekjulægstu fjölskyldurnar bera þyngstu byrðarnar

Kæru Akureyringar,

Sem formaður Einingar-Iðju sé ég mig knúna til að vekja athygli á alvarlegu máli. Nýlega voru samþykktar breytingar á leikskólagjöldum sem munu hafa veruleg áhrif á fjárhag margra barnafjölskyldna á Akureyri, sérstaklega þeirra tekjulægstu. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 1. september næstkomandi.

Lesa meira

Félagsstofnun stúdenta Vilja byggja nýjan stúdentagarð við Skarðshlíð

Skipulagsráð hefur frestað afgreiðslu erindis frá Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri sem óskaði eftir að breyta deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 46. Breytingin sem óskað var eftir að gera felst í því að búa til nýjan byggingareit fyrir nýtt hús á austurhlið lóðarinnar.

Lesa meira

10% samdráttur á umferð um Vaðlaheiðargöng í júni

Um 10% samdráttur var á júní umferð um göngin miðað við árið í fyrra.  Meðalumferð um göngin var 2.129 ferðir á dag. Hlutfall umferðar um göngin af heildarumferð er 73% sem er 3% aukning frá því í fyrra þegar 70% umferðar fór göngin.

Lesa meira

Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri færist til HSN

Markmiðið með þessari tilfærslu er að efla þjónustu og samfellu í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Norður- og Austurlandi undir hatti HSN.

Lesa meira

Meirihluti bæjarráðs Akureyrar um húsnæði á Hlíð Ófært að loka tugum hjúkrunarrýma þegar bið er eftir plássum

Meirihluti bæjarráðs telur nauðsynlegt að klára eins fljótt og auðið er allar endurbætur og viðgerðir á húsnæði við Hjúkrunarheimilið Hlíð, ófært sé að loka tugum hjúkrunarrýma þegar talsverð bið er eftir plássum þar.

Umræða var um stöðuna í húsnæðismálum hjúkrunarheimilisins á fundi bæjarráðs, en fram hefur komið að vegna endurbóta á húsnæði þurfti að loka rýmum og stefnir í að fleiri rými bætist þar við þannig að þau verði í allt um 30 talsins.

Lesa meira

„Hæ ástin, þarf að milli­færa, getur þú sam­þykkt beiðnina?“

„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur.

Lesa meira

Ný slökkvibifreið til Norðurþings

Opið hús á slökkvistöðinni á Húsavík

Lesa meira

Vel miðar á Torfunefi

Á Feisbókarvegg  Hafnasamlags  Norðurlands er i morgun gerð stutt en afar áhugaverð grein gerð fyrir framkvæmdunum sem eru í gangi, hverng þeim miðar og  hvernig ætlað er að svæðið verður  að loknum framkvæmdum.

Lesa meira

Nýtt app fyrir Sparisjóðinn

Nú á dögunum gaf Sparisjóðurinn út nýtt app sem er þróað í samstarfi við Origo. Í Sparisjóðsappinu geta viðskiptavinir sinnt öllum helstu bankaviðskiptum á fljótlegan, einfaldan og öruggan hátt.

Lesa meira