Orkuskipti í samgöngum á Akureyri fara vel af stað

„Við höfum séð örlítil merki þess undanfarin ár að raforkunotkun er að potast aðeins upp á við,“ segir Stefán H. Steindórsson sviðsstjóri hjá Norðurorku. Raforkunotkun á Akureyri hefur staðið í stað um árabil þó svo að bærinn hafi stækkað og íbúum fjölgað.

Lesa meira

Ingvi Quartet, með tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld

Kvartett Ingva Rafns Ingvasonar, Ingvi Quartet, heldur tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld og hefjast tónleikarnir kl 20.30.

Lesa meira

Frumkvöðla- og nýsköpunarfélaginu Drift EA ýtt úr vör

Fjölmenni var á kynningarfundi frumkvöðla- og nýsköpunarfélagsins Driftar EA, sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær

Lesa meira

Útskrifast sem rafvirki og fagnar hálfrar aldar afmæli!

Það er aldrei of seint að skella sér í nám og láta draumana rætast. Þetta eru skilaboð Andreu Margrétar Þorvaldsdóttur, sem mun útskrifast sem rafvirki frá VMA í næstu viku. Það er í mörg horn að líta fyrir Andreu þessa dagana því auk þess að ljúka náminu með formlegum hætti undirbýr hún sig núna af krafti fyrir sveinspróf í rafvirkjun í byrjun júní og einnig fagnar hún fimmtugsafmæli sínu nk. föstudag. Stórafmælis- og útskriftarveisla er því á dagskránni nk. laugardag.

Lesa meira

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri 18 maí kl 14:00 Sasha Pirker: Ég legg höfuðið í bleyti_I Soak My Head

Sasha Pirker lýsir upp Verksmiðjuna með úrvali kvikmyndainnsetninga og staðbundinni svörun við aðstæðum sem nær yfir síðustu tíu ár starfsferils hennar. Þessi verk bera vitni ekki aðeins víðtækri forvitni listamannsins og rannsóknartilfinningu, heldur eru þau einnig grundvölluð á bakgrunni hennar í málvísindum. Hugsun í gegnum tungumál, tilraunakennda frásögn, persónulegt og byggingarfræðilegt rými og möguleika, verk Sasha sýna næmni fyrir reynslu, þekkingu og skilningi. Þau eru stundum persónuleg eða viðkvæm og gefa þá tilfinningu að kvenlinsan sem kvikmyndir hennar verða og eru til í gegnum séu bæði hugsandi og óvænt, nýstárleg og umvefjandi.

Lesa meira

Samið um stækkun húsnæðis við VMA.

Í dag, föstudaginn 17. maí kl. 14.30 fer fram hátíðleg athöfn þar sem skrifað verður undir samning um stækkun á húsnæði skólans. Mennta- og barnamálaráðherra ásamt bæjarstjóranum á Akureyri og sveitarstjórum í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi munu skrifa undir samning um byggingu 1500m2 húsnæðis við skólann.

 

Lesa meira

Kirkjugarðar Akureyrar í rekstrar vanda og næsta skref að loka líkhúsinu

„Hvað verður um líkin?“ er spurning sem Akureyringar og nærsveitarmenn velta fyrir sér þessa dagana, en Kirkjugarðar Akureyrar sem reka líkhús og kapellu á Naustahöfða eru í rekstravanda vegna fjárskorts. Kirkjugörðunum er óheimilt að innheimta þjónustugjald vegna starfsemi líkhúsanna. Einkaaðilar gætu innheimt slíka gjöld en fáir hafa áhuga á að reka líkhús hér á Akureyri. Engin leið önnur er út úr vandanum nema sú að hætta rekstri líkhússins. Stefnir í að skellt verði í lás grípi Alþingi  ekki í taumana á vorþingi og geri Kirkjugörðum  heimilt að innheimta þjónustugjaldið eða leggja til fjármagn til starfseminnar.

Lesa meira

Fann sig í sálfræði og flýgur nú út í frekara nám

Þegar Emma var ung ætlaði hún að verða læknir eins og langafi. Í menntaskóla áttaði hún sig á því að líffræði væri alls ekki fag sem hún hafði gaman af og þá læknisfræðin ekki það sem fyrir henni lægi. Emma hafði hins vegar mjög gaman af sálfræðinni og eftir einn tímann kom kennarinn upp að Emmu, tjáði henni hversu efnileg hún væri á því sviði og fékk hana til að íhuga frekara nám í fræðunum.  

Lesa meira

Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri hjá LA

Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Bergur Þór tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gengt starfinu síðustu í sex árin.

Lesa meira

Kylfingar geta tekið gleði sína, Jaðarsvöllur opnar n.k. þriðjudag

Kylfingar á Akureyri geta nú heldur betur tekið gleði sína  því stefnt er að þvi að opna Jaðarsvöll n.k þriðjudag  samkvæmt þvi sem segir á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar.  

Lesa meira

Viðræður eru hafnar um hugsanlegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar

Frá þessu segir í tilkynningu frá Samkaupum en þar sem kemur fram að s.l.  mánuði hafi Samkaup hf. og Skel fjárfestingarfélag rætt um kosti og galla hugsanlegan samruna fyrirtækjanna.

Lesa meira

Félagslegt húsnæði í Grímsey Ekkert til fyrirstöðu að selja

Velferðarráð Akureyrarbæjar sér ekkert því til fyrirstöðu að húsnæði í eigu bæjarins verði selt.

Lesa meira

25 ár frá sameiningu Einingar og Iðju

Í dag, 15. maí, eru liðin 25 ár síðan formlega var gengið frá samruna Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Þótt þetta sameinaða félag eigi sér þannig séð ekki langa sögu stendur það á gömlum merg því félögin eiga sér hvort um sig langa og merka sögu í baráttu verkafólks fyrir réttindum sínum. Sögu Iðju má rekja allt aftur til ársins 1936 og er stofndagur félagsins talinn 29. mars það ár. Verkalýðsfélagið Eining varð til 10. febrúar 1963 með sameiningu Verkakvennafélagsins Einingar og Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. Rætur Einingar ná þó mun lengra aftur og má segja að fyrsta fræinu hafi verið sáð árið 1894 þegar Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar, hið eldra, var stofnað.

Lesa meira

Buðu upp á bakkelsi frá Suður-Ameríku

Andressa Andrade E. Andrade, Celimar Yerlin Gamboa Maturet, Feiruz Nasser Morabito, Haysmar Ledosvkaya Rangel Blanco og Fiora Alessa Pacini Barragán eru í hópi nemenda af erlendum uppruna sem hafa stundað nám í VMA í vetur, m.a. lagt stund á nám í íslensku sem öðru máli.

Lesa meira

Knattsp.deild KA dæmd til að greiða fyrrverandi þjálfara sínum tæpar ellefu milljónir

Knattspyrnudeild KA var í dag dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra  til að greiða fyrrum þjálfara sínum 8,8 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 5 nóvember 2023 vegna ágreinings aðila um túlkun á bónusgreiðslum til handa þjálfarans.  KA er einning gert að greiða málskostnað þjálfarans fyrrverandi. 

Aðspurður sagði Hjörvar Maronsson formaður knd KA að verið væri að fara yfir dóminn og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um næstu skref.

Lesa meira

Almenn bjartsýni í ferðaþjónustu á Húsavík

Vikan fór af stað með brakandi blíðu á Húsavík og við það vaknaði ferðaþjónustan til lífsins en þrátt fyrir áskoranir sem blasa við vegna jarðhræringa á Reykjanesi, verðbólgu og hárra vaxta er jákvæðni og bjartsýn ríkjandi í greininni.

Lesa meira

Nýsköpun: Tækifæri og áskoranir þema Sjónaukans í ár

Það má búast við lífi og fjöri í Háskólanum á Akureyri í næstu viku þegar Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs HA fer fram dagana 15. og 16. maí. Ráðstefnan hefst klukkan 9 báða dagana og fer fram bæði á íslensku og ensku. Öll eru velkomin til þess að taka þátt á staðnum eða í streymi. Venju samkvæmt er dagskráin metnaðarfull og fjölbreytt með fjölda málstofa auk pallborðsumræðna sem endurspegla þema ráðstefnunnar í ár sem er Nýsköpun: Tækifæri og áskoranir.

Lesa meira

Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga 205 milljónir króna

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 8. maí s.l. í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal.  Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 204,7 milljónir króna eftir skatta.  Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 13,1 milljarðar króna og hafa aukist um 840 milljónir á milli ára.  Innlán voru á sama tíma um 11,5 milljarðar. 

Eigið fé sparisjóðsins var 1,3 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

 Í stjórn sparisjóðsins voru kjörin Andri Björgvin Arnþórsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Margrét Hólm Valsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Varamenn, Bergþór Bjarnason og Pétur B. Árnason.

Stuðningur við íþróttastarf barna og ungmenna HSÞ

Á aðalfundinum var tilkynnt að Sparisjóðurinn muni styrkja íþróttastarf barna og ungmenna hjá aðildarfélögum Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) um samtals 11 milljónir króna á árinu. 

Nánari útfærsla verður kynnt aðildarfélögunum á næstunni.

 

Lesa meira

Samkomulag um eins árs framlengingu á samstarfsamningi bæjarins og ríkisins um menningarmál undirritaður

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í gær samkomulag um eins árs framlengingu á samstarfsamningi bæjarins og ríkisins um menningarmál og gildir hún út árið 2024.

Lesa meira

Líforkuver leitar eftir búnaði til að hreinsa metan

Félagið Líforkuver ehf. var stofnað í lok síðasta árs, til að fylgja eftir áformum um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi.

Líforkuver ehf. hefur leitað  eftir vilja stjórnar Norðurorku til að fá að nota, þegar fram í sækir, þann búnað sem nú er nýttur til hreinsunar á metangasi, til hreinsunar á metani í fyrirhuguðu metanveri.

Ef vilji til samstarfs um þetta mál er fyrir hendi, myndi stjórn Líforkuvers ehf. bjóða Norðurorku að leggja búnaðinn inn í óstofnað félag sem hlutafé. Stjórn Norðurorku hefur tekið jákvætt í erindið að því gefnu að notkun búnaðarins verði hætt hjá Norðurorku.

Lesa meira

Auto ehf bregst ekki við tilmælum HNE um tiltekt á lóð

Ekki hefur verið brugðist við kröfum Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra um tiltekt á lóð fyrirtækisins Auto ehf. á Setbergi á Svalbarðsströnd, en farið var fram á slíkt í byrjun febrúar síðastliðnum. Forgangsverkefni var að fjarlæga ökutæki og aðra lausamuni sem blasa við frá þjóðvegi.  Á sama fundi voru forsvarsmenn fyrirtækisins hvattir til að geyma  ökutæki sín á til þess ætluðum svæðum. Númerslausum bílum í eigu fyrirtækisins er enn komið fyrir hér og hvar innan bæjarmarka Akureyrar, en frá áramótum hafa um 20 bílar í eigu félagsins verið teknir í vörslu bæjarins.

Lesa meira

Mental ráðgjöf og Mögnum sameina krafta sína í þágu geðheilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi.

Mental ráðgjöf, brautryðjandi í stefnumótandi nálgun til eflingar geðheilbrigðis á vinnustöðum, og Mögnum, öflugt ráðgjafafyrirtæki á sviði mannauðsmála á Akureyri hafa tekið höndum saman og áætla að vinna í nánu samstarfi í þágu geðheilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi.

Lesa meira

Lokaorðið - Áhrifamáttur bæjarmiðla

Ég sem Húsvíkingur þekki vel til bæjarblaða. Víkurblað, með Jóhannes Sigurjónsson í stafni, var ætíð lesið spjaldanna á milli í hverri viku.

Lesa meira

Litla Hryllingsbúðin hjá Leikfélagi Akureyrar í haust

Stórleikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem Leikfélag Akureyrar setur upp í Samkomuhúsinu í haust. Hún fer með hlutverk tannlæknisins. Kristinn Óli Haraldsson, tekur þátt í uppsetningunni en Króli mun leika Baldur blómasala.

Lesa meira

Lóðarhafi við Hamragerði fengið um 1,4 milljónir í dagsektir vegna umgengni

„Við höfum sent út reikninga fyrir um 1,4 milljónum króna frá því samþykkt var að leggja dagsektir á lóðarhafa við Hamragerði 15,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Dagsektir voru fyrst lagaðar á 26. febrúar síðastliðinn vegna brota um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði nefndarinnar sem og vegna brota á meðhöndlun úrgangs.

Lesa meira

Drekinn

Eftir að hafa haft forgöngu um smíði líkana af skuttogurum ÚA fannst Sigfúsi Ólafi Helgasyni ljóst að í togarasafnið vantaði síðutogara.   Eftir að hafa ráðfært sig við hóp manna varð það úr að nú skal stefnt að smíði líkans af síðutogaranum Harðbak 3 eða Drekanum  eins og togarinn var oft nefndur, náist til þess nægjanlegt fé 

Lesa meira

Fjöruböð í uppbyggingu á Hauganesi

Pottarnir í fjörunni á Hauganesi hafa notið mikilla vinsælda síðan þeim var komið fyrir. Nú eru áform um að bæta svæðið og byggja upp betri aðstöðu með góðri þjónustu sem sárlega hefur vantað.

Lesa meira