Heiðurviðurkenningar Akureyrarbæjar

Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni nafnarnir Þorsteinn Pétursson, Steini Pje, fyrir óeigingjarnt framlag sitt til varðveislu og nýtingar eikarbátsins Húna II, og Þorsteinn E. Arnórsson, fyrir mikilsvert framlag til varðveislu iðnaðarsögu Akureyrar og reksturs Iðnaðarsafnsins á Akureyri.

Lesa meira

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna 2023-24

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir stórkostlegan 2-3 endurkomusigur að Varmá í Mosfellsbæ í dag.  Stelpurnar okkar  lentu 2-0 undir í hrinum en sneru enn einum leiknum sér í vil og standa uppi sem Íslandsmeistarar þriðja árið í röð!

Lesa meira

Jonna Jónborg Sigurðardóttir bæjarlistamaður Akureyrar 2024

„Markmiðið er að færa listina út til fólksins. Koma með listina til þess í stað þess að það komi í ákveðna sali eða gallerí til að skoða listaverk,“ segir Jonna Jónborg Sigurðardóttir bæjarlistamaður á Akureyri árið 2024. Hún vinnur að undirbúningi sýningar sem nefnist Ferðalag. Það hefst nú á starfsàrinu og stendur í tvo mánuði. Einnig er hún á fullu við að hanna og útbúa svöng ruslatröll sem prýða munu nokkra rusladalla á Akureyri.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir hátíðarhöld sjómannadagsins á Akureyri hafinn.

Sjómannadagurinn var endurvakinn á Akureyri í fyrra og tókst vel til, svo vel að undirbúningur er hafinn fyrir hátíðarhöld á komandi sjómannadag fyrstu helgina i júni.

Lesa meira

Kvarssandur frá PCC gæti orðið að varnargörðum við náttúruvá

Verkefnið Sterk steypa vann fyrstu verðlaun í áskorun PCC Bakki Silicon, á Krubbi-hugmyndahraðhlaupi sem haldið var á STÉTTINNI á Húsavík í mars

Lesa meira

Norðurorka - Leit að leka í hitaveitu með drónum

Dagana  7.-11. maí munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu fyrir hönd Norðurorku.

Að þessu sinni yfir Eikar- og Daggarlundi á Akureyri, í Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshverfi, Kristnes og austan frá Kaupangi fram að Stóra Hamri) og á Svalbarðseyri.  

Lesa meira

Ferðafélag Akureyrar og Stóri-plokkdagurinn - Félagsmenn tóku til hendinni að venju

„Okkur finnst minna um rusl núna en undanfarin tvö ár, sem ef til vill er vegna þess að svæðið er hreinsað skipulega á hverju ári,“ segir Þorgerður Sigurðardóttir formaður Ferðafélags Akureyri. Stóri-plokkdagurinn var haldinn um liðna helgi og tóku félagsmenn FFA til hendinni að venju

Lesa meira

Kveðjutónleikar og útgáfuhóf í Sögulokum Hrundar Hlöðversdóttur

Sögulok er yfirskrift viðburðar sem Hrund Hlöðversdóttir efnir til í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á laugardaginn, 4. maí. Þar kveður hún sveitunga sína, en Hrund hefur búið í Eyjafjarðarsveit undanfarin 16 ár, þar af var hún skólastjóri Hrafnagilsskóla um 12 ára skeið ár. Sögulokin eru jafnframt útgáfuhóf því um þessar mundir kemur út þriðja og síðasta bók Hrundar í þríleik hennar um Svandísi og félaga hennar.  Sú heitir ÓLGA, kynjaslangan.

Lesa meira

Fiðringur í HOFI þriðja sinn 8. maí n.k.

Fiðringur á Norðurlandi verður haldinn í HOFI þriðja sinn þann 8. maí kl 20. Skrekkur í Reykjavík og Sjálftinn á Suðurlandi eru fyrirmyndir Fiðrings sem er dýrmætur vettvangur fyrir unglingana á Norðurlandi eystra til að láta rödd sína heyrast.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Nemendasýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 4. maí kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2024, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Bragðarefur.

Lesa meira

Nýr sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar Íslands

Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd er nýr sviðsstjóri SAFT - Netöryggismiðstöðvar Íslands (Safer Internet Center á Íslandi).

Lesa meira

Ólöf Ása Benediktsdóttir ráðin skólastjóri Hrafnagilsskóla

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið að ráða Ólöfu Ásu Benediktsdóttur í stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla og mun hún taka formlega við stöðunni þann 1. ágúst 2024. Ólöf Ása hefur starfað við Hrafnagilsskóla frá því árið 2005, lengst af sem umsjónarkennari en veturinn 2016-2017 leysti hún af sem aðstoðarskólastjóri

Lesa meira

Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska í samræmi við væntingar

Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska hf. fyrir árið 2023 var í samræmi við áætlanir þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður á árinu. Fjármagnskostnaður var samstæðunni íþyngjandi í því háa vaxtaumhverfi sem einkenndi árið 2023 en aðhald í rekstri og hagræðingaraðgerðir vegna samruna Kjarnafæðis og Norðlenska hafa á sama tíma skilað verulegum rekstrarbata.

Lesa meira

Akureyri - Hængsmenn eru höfðingjar

Lionsklúbburinn Hængur heldur sitt árlega Hængsmót í 42 skiptið um komandi helgi, 3 til 5 maí. Á mótinu keppa um 200 keppendur í Boccia og lýkur mótinu með veglegu lokahófi og balli.

Lesa meira

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps Nú sem áður gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fagnar því að aðilar á vinnumarkaði hafi sameinast um skynsamlega langtíma kjarasamninga með áherslu á minni verðbólgu, lægri vexti, aukinn fyrirsjáanleika og þar með að skapa skilyrði fyrir stöðugleika í íslensku efnahagslífi.

Lesa meira

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar

Þann 29.apríl afhenti Atvinnu- og umhverfisnefnd tvenn umhverfisverðlaun, annarsvegar í flokki einstaklinga og hinsvegar í flokki atvinnustarfsemi.

 

Lesa meira

Löngu tímabært að taka þetta samtal

-Segir Huld Hafliðadóttir, einn af stofnendum SVÍVS um Málþing um framtíð Skjálfandaflóa á Húsavík

Lesa meira

Aðalsteinn Árni heiðraður fyrir vel unninn störf í þágu verkafólks

Á fjölmennum hátíðarhöldunum á Húsavík í dag í tilefni af 1. maí var Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar heiðraður sérstaklega fyrir vel unninn störf í þágu félagsmanna Framsýnar og samfélagsins alls en hann hefur verið mjög áberandi í umræðunni um verkalýðsmál í þrjá til fjóra áratugi. Var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir óeigingjörn störf í þágu félagsins. Hátíðargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir honum vel og lengi. Hér má lesa ávarp varaformanns félagsins

Lesa meira

Fjölmenn hátíðarhöld á Húsavík

Nú kl. 14:00 hófust hátíðarhöld á Húsavík í tilefni af 1. maí. Mikið fjölmenni er samankomið á Fosshótel Húsavík þar sem hátíðarhöldin fara fram. Boðið er upp á magnaða dagskrá, tónlist, barátturæður og kaffihlaðborð. Hér má lesa hátíðarræðu formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna, sem er ekki hefðbundin í ár þar sem hann fagnar 30 ára starfsafmæli.

Hér má lesa ræðuna:

Lesa meira

Hreinsstöð fráveitu 100 tonn af rusli síuð frá

Hreinsistöð fráveitu Norðurorku hefur sannað gildi sitt en á þeim tíma sem hún hefur verið starfrækt hafa tæplega 100 tonn af rusli verið síuð úr fráveituvatninu sem annars hefðu endað út í sjó.

Gerlamengun við strandlengju Akureyrar hefur í kjölfarið minnkað umtalsvert. Hreinsistöðin er því mikil umhverfisbót fyrir samfélagið allt við Eyjafjörð að því er fram kom á aðalfundi Norðurorku.

Lesa meira

Mannréttindaviðurkenning Akureyrarbæjar til Rauða krossins við Eyjafjörð

„Rauði krossinn byggir starf sitt umfram allt á framlagi sjálfboðaliða. Rauði krossinn á Íslandi og við Eyjafjörð hefur verið svo lánsamur að eiga á hverjum tíma aðgang að öflugum hópi sjálfboðaliða. Framlag þeirra til mannúðarmála verður seint metið til fjár. Vegna þessa sjálfboðna starfs er starfsemin í okkar samfélagi jafn öflug og raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Björnsson formaður deildarinnar þegar hann tók við viðurkenningunni.

Lesa meira

Opið í 113 daga og yfir 87 þúsund gestir

Skíðatíð í Hlíðarfjalli er lokið þennan veturinn. Alls var opið í 113 daga og gestafjöldi fór yfir 87 þúsund sem er meira en verið hefur undanfarin ár.

Lesa meira

Samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga

Öldungaráð Akureyrarbæjar ákvað að bera saman gjaldskrár nokkurra valinna sveitarfélaga vegna þjónustu við eldri borgara. Starfsmaður Akureyrarbæjar fékk það verkefni að taka þær saman. Síðan tóku fulltrúar EBAK í ráðinu við, bættu við atriðum og aðlöguðu að óskum sínum.

Lesa meira

Félagsgróðurhús og aðstoð við makaleit

Hugmyndir um hraðstefnumót og uppbyggingu á félagsgróðurhúsi litu dagsins ljós á fundum sem haldnir hafa verið í Stórutjarnarskóla og í Skjólbrekku. Mótun heildstæðrar stefnu fyrir Þingeyjarsveit stendur yfir um þessar munir og var boðað til fundanna í tengslum við þá vinnu. Einnig var rafrænn fundur haldinn fyrir allt sveitarfélagið.

Lesa meira

Akureyri og Fjallabyggð - Hátíðarhöld í tilefni af Verkalýðsdeginum

Stéttarfélögin við Eyjafjörð bjóða félagsfólki og fjölskyldum þeirra að taka þátt í hátíðardagskrá í tilefni af verkalýsdeginum þann 1. maí. Í ár er fylgt liði undir kjörorðunum Sterk hreyfing - Sterkt samfélag og er félagsfólk hvatt til þess að sýna samstöðu með því að fjölmenna í kröfugöngu.

 

Lesa meira

Annir hjá starfsmönnum Hafnasamlagsins

Snemma í gærmorgun mættu fjórir af okkar mönnum til Húsavíkur á dráttarbátnum Seif, eftir að hafa siglt frá Akureyri. Tveir menn til viðbótar keyrðu svo austur og voru tilbúnir í verkefni dagsins.

Lesa meira

Nýr formaður ÍBA Jóna tekur við af Geir

Jóna Jónsdóttir er nýr formaður Íþróttabandalags Akureyrar. Hún tók við embættinu af Geir Kristni Aðalsteinssyni sem verið hafði formaður í 10 ár.  Ársþing ÍBA var haldið á dögunum.

Lesa meira