Goblin opnar á Glerártorgi

 „Eins leitt og okkur þykir að yfirgefa fallega miðbæinn okkar, erum við afar spennt fyrir þessum flutningum og hlökkum til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna á Glerártorgi,“ segja þau Þorsteinn Marinósson og Ásta Hrönn sem eiga Goblin. Starfsemin hefur verið við Brekkugötu undanfarin ár en flyst nú í rýmra húsnæði á Glerártorgi.

Lesa meira

Lystigarðurinn - Kostar meira að pissa

Gjald fyrir afnot af salernisaðstöðu í Lystigarðinum á Akureyri hækkar 1. maí næstkomandi, út 150 krónum  eins og áður var í 300 krónur. Gjaldið verður endurskoðað við gerð gjaldskrár Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar árlega.

Lesa meira

Bókakynning á Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun.

Kristín Guðmundsdóttir höfundur bókarinnar  Tólf lyklar verður með kynningu á bókinni  á Amtsbókasafninu á morgun  og hefst kynningin klukkan 15:30. Bókin er fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku.

Lesa meira

Barnamenningarhátíð á Akureyri

Barnamenningarhátíð á Akureyri er nú haldin í sjöunda sinn og hefur vaxið ár frá ári. Hátíðin teygir sig yfir allan aprílmánuð með það að markmiði að hvetja börn og fjölskyldur þeirra til að taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins sér að kostnaðarlausu.Á dagskrá eru fleiri en 50 viðburðir af ýmsu tagi.

Lesa meira

Sigríður Örvarsdóttir nýr safnstjóri Listasafnsins

Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Sigríður er með MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands (2018), BA gráðu í textílhönnun frá Seminaret for Kunst og Haandværk í Danmörku (2001), ásamt meistaranámi í prjónahönnun frá Academie Royale des Beux-Arts (2014) og viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands (2009). Auk þess er hún með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla (2001).

Sigríður hefur starfað sem safnstjóri og forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá árinu 2022 og veitir sem slík forstöðu Myndlistarsafni Þingeyinga en safneign þess telur um 1.900 verk. Í starfi sínu stýrir hún starfseminni og ber ábyrgð á öllum þáttum rekstrar, allri fjárhags- og verkefnaáætlanagerð, bókhaldi, mannauðsmálum, rekstri fasteigna og faglegu starfi sjö annarra safneigna og fjögurra sýningarstaða.

Sigríður starfaði sem verkefnastjóri sýninga hjá Akureyrarbæ sumarið 2021. Í því starfi sinnti hún sýningagerð, rannsóknarvinnu og kynningarmálum. Árin 2019 til 2020 var hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi við gerð safnastefnu Akureyrarbæjar. Hún gegndi starfi safnafulltrúa Listasafnsins á Akureyri árið 2012 og árin 2010 og 2012 starfaði hún sem verkefnastjóri samsýninga og ritstjóri safnahandbóka fyrir söfn á Norður- og Norðausturlandi. Árin 2008 til 2012 starfaði hún sem safnkennari við Minjasafnið á Akureyri.

Sigríður hefur reynslu af kennslu í list- og hönnunargreinum á öllum skólastigum innan lands sem utan, m.a. hjá Listaháskóla Íslands og Marbella Design Academy á Spáni. Hún hefur tekið þátt í alheimsþingi ICOM, alþjóðaráðs safna og verið fulltrúi þess í Rannsóknarsetri í safnafræðum við Háskóla Íslands.

Alls bárust 14 umsóknir um starfið.

Lesa meira

Virðist sem skorti pólitískan vilja

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar í gær. Mörg mikilvæg mál voru til umræðu á fundinum m.a. samgöngumál. Ákveðið var að hvetja Vegagerðina og stjórnvöld til að styðja við áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll auk þess styðja betur við Loftbrúna sem skiptir íbúa á landsbyggðinni verulega miklu máli. Fjölga þarf ferðum sem menn geta nýtt sér á þessum sérstöku kjörum

Lesa meira

Vantraust og kerfishrun í málefnum fólks með ADHD

Aðalfundur ADHD samtakanna fta, haldinn 16. apríl 2024 skorar á Heilbrigðisráðherra að grípa nú þegar til aðgerða vegna þess kerfishruns sem blasir við í þjónustu hins opinbera við fólk með ADHD. Vegna aðgerðarleysis stjórnvalda á liðnum árum hafa biðlistar eftir greiningu og meðferð meira en tvöfaldast og nú bíða um fjögur þúsund einstaklingar eftir að komast í greiningarferli. Biðtími fullorðinna eftir ADHD greiningu og meðferð verður að óbreyttu vel á annan áratug hjá þeim sem nú hefja ferlið samkvæmt tilvísun Heilsugæslulæknis – vel á annan áratug!!

Lesa meira

SAk - Sumarmönnun vel á veg komin

Líkt og hjá öðrum heilbrigðisstofnunum hefur mönnun verið mikil áskorun fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Herferðin „Komdu í lið með okkur!” sem miðaði að því að kynna SAk sem eftirsóknarverðan vinnustað og gefa innsýn í störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri hitt í mark og er sumarmönnun nú vel á veg komin.

Lesa meira

Húsavík - Vilja koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa

Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi D lista og formaður fjölskylduráðs Norðurþings lagði til á fundi ráðsins í síðustu viku að  hafinn verði undirbúningur að því að koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa í samstarfi sveitarfélagsins, vinnustaða og félagasamtaka. Með verkefninu er átt við að þegar nýir íbúar flytja í sveitarfélagið Norðurþing taki samfélagið höndum saman og greiði leið þeirra inn samfélagið.

Lesa meira

Listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni í Listasafninu á Akureyri n.k. laugardag

Laugardaginn 20. apríl kl. 15 verður listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni um verk hans á samsýningunni Sköpun bernskunnar, sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Stjórnandi er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, sýningarstjóri. Aðrir þátttakendur sýningarinnar eru Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og nemendur úr leikskólanum Naustatjörn og grunnskólunum Glerárskóla og Naustaskóla.

Lesa meira

Norðurorka fær umhverfisverðlaun Terra

Norðurorka hlaut umhverfisverðlaun Terra á landsbyggðinni fyrir árið 2023. Norðurorka hefur sett fordæmi fyrir því hversu vel má flokka allt sem til fellur hjá stóru fyrirtæki. Hlutfall sem urðað er eða sent í brennslu er í algjör lágmarki og samræmist það mjög vel stefnu Terra um að skilja ekkert eftir. Norðurorka hefur tileinkað sér þær nýjungar sem Terra býður upp á og hefur fyrirtækið verið reiðubúið að prófa nýjar lausnir og gefið álit sitt á virkni þeirra.

Forsvarsmenn Terra segir að ansi mörg fyrirtæki sem séu í viðskiptum við félagið hafi bætti sig á milli ára þegar kemur að flokkun, sem aftur skili hreinni straumum og hærra hlutfalli heildarúrgangs sem fer í endurvinnslu.

 

Lesa meira

Nýr Kjalvegur – Hraðbraut í gegnum hálendið

 Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs.

Lesa meira

Hefur myndað báta frá barnsaldri

Hafþór Hreiðarsson, ljósmyndari og nú myndlistamaður

Lesa meira

Akureyri - Þátttaka eykst stöðugt í velheppnuðu verkefni Virkra efri ára

„Við erum afskaplega ánægð með hvernig til hefur tekist, þátttaka hefur aukist jafnt og þétt og við heyrum ekki annað en notendur séu ánægðir með það sem í boði er,“ segir Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri Virkra efri ára. Verkefnið hófst formlega í febrúar í fyrra en þá var byrjað á að bjóða ýmis konar tækifæri til hreyfingar fyrir þá íbúa bæjarins sem náð höfðu 60 ára aldri og voru þeir dreifðir um bæinn.

Lesa meira

Húsavik - Gagnrýna ákvörðun um kaup á körfubíl

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á 457 fundi sínum fyrri skemmstu að körfubíl fyrir Slökkvilið Norðurþings með atkvæðum Hjálmars Boga B-lista og Áka Haukssonar M-lista. Hafrún Olgeirsdóttir D-lista greiddi atkvæði á móti. Áætlaður kostnaður við kaupin er 14,9 m.kr með vsk. á tækinu heim komið miðað við gengi dagsins.

Lesa meira

KEA eykur við hlut sinn í Norlandair

KEA hefur keypt rúmlega 21% hlutafjár í Norlandair og verður eftir viðskiptin stærsti hluthafi félagsins með 43% eignarhlut. Samhliða þessum viðskiptum er Air Greenland einnig að auka við hlut sinn í félaginu og verður næst stærsti hluthafi þess. Í þessum viðskiptum voru Friðrik Adolfsson, Kaldbakur og Mýflug að selja eignarhluti sína en Friðrik lét af störfum sem framkvæmdastjóri Norlandair vegna aldurs um nýliðin áramót og við starfi hans hefur tekið Arnar Friðriksson.

Lesa meira

1500 FRÆ

Meðmæli eru frækorn. Við erum að sá og fjárfesta til framtíðar. Við munum enn fremur uppskera eins og við sáum. Ef við sáum þeirri hegðun að frambjóðendur verði að vera þekkt andlit, með reynslu úr pólitík eða opinberri þjónustu – þá uppskerum við eftir því. Umsóknarkröfum ætti þá að breyta til samræmis hið snarasta sem og heiti starfsins. Embætti fyrir útvalda. Embætti fyrir fræga. Embætti fyrir völd og pólitík.

Lesa meira

Lokaorðið - Sjá gegnum fingur sér

Það var komið að bóklega bílprófinu hjá unglingnum. Þá fékk hann fína bílprófssögu hjá afa Flosa.  Afi tók bílprófið nefnilega þegar Willysinn kom, líklega 1947.

Lesa meira

Í ljósi fréttar um vorboðann ljúfa

Vefnum barst tölvupóstur með myndum og texta frá konu sem átti leið um miðbæ Akureyrar i morgun.  Eins og sjá má var henni og liklega fleirum sem þar  áttu leið um misboðið.

Lesa meira

Þingeyskir framsóknarmenn senda Vegagerðinni tóninn

Vilja að flogið verði til Húsavíkur í sex mánuði og Dettifossvegur fái heilsársþjónustu

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið 2024 í höfn

Það er AidaSol sem fyrst skemmtiferðaskipa heimsækir Akureyri á þessu ári.  Með skipinu eru 1993 farþega eða nánast fullt skip.  Í áhöfn skipsins eru svo 650 manns.

Þessir gestir okkar setja mjög skemmtilegan og litríkan lit á bæinn í dag.

 

Lesa meira

Sigrún hættir með Matargjafir eftir 10 ára starf

Með sorg í hjarta hef ég ákveðið að hætta með Matargjafir Akureyri og nágrenni þann 1 mai 2024 skrifar Sigrún Steinarsdóttir sem haldið hefur starfsemi Matargjafa úti í áratug, ein eða með öðrum.

Lesa meira

Fyrsta ráðstefnan um álfa og huldufólk sem haldin er hér á landi

„Það eru mörg áhugaverð og spennandi erindi á dagskrá og við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Bryndís Fjóla Pétursdóttir sem rekur félagið Huldustíg ehf. á Akureyri sem ásamt fjölmörgum öðrum  efnir til ráðstefnum um álfa og huldufólk í Menningarhúsinu Hofi 20. apríl næstkomandi. Þetta er fyrsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi. Fjölmargir fyrirlestrar eru á dagskrá auk þjóðlegra skemmtiatriða inn á milli. Nauðsynlegt er að kaupa miða á ráðstefnuna fyrir fram því fjöldi þátttakenda takmarkast við 90 manns.

Lesa meira

Akureyri - Hverfisnefndir lagaðar niður og öðrum aðferðum beitt til samráðs

Hverfisnefndir sem starfað hafa á Akureyri um árabil verða lagðar niður og öðrum aðferðum beitt til að hafa samráð við íbúa bæjarins í samræmi við aðgerðaáætlun um íbúasamráð felur í sér. Hverfisráð í Hrísey og Grímsey verða að störfum og gert ráð fyrir auknum stuðingi sveitarfélagsins við þau.

Lesa meira

Akureyri - Eldri borgarar óska eftir frístundastrætó

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og öldungaráð Akureyrarbæjar hafa beint því til bæjaryfirvalda að komið verði á með frístundastrætó milli félagsmiðstöðvanna Birtu sem er við Lindarsíðu og Sölku í Víðilundi.

Lesa meira

Netöryggi og töfrar með Lalla

Vikuna 15. til 19. apríl mun Lalli Töframaður heimsækja grunnskóla í Akureyri með Snjallvagninn sem er fræðsluverkefni knúið af Huawei og Insight í samstarfi við Heimi og Skóla og SAFT. Snjallvagninum er ætlað að vekja nemendur á aldrinum 10 til 16 ára til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Verkefnið hófst árið 2020 og hefur hingað til frætt yfir 3000 nemendur á höfuðborgarsvæðinu, Sauðarárkróki, Ísafirði, Borgarbyggð, Vestmannaeyjum og Selfossi. Árið 2022 tóku þrír grunnskólar á Akureyri þátt í fræðslunni. Nú snýr Snjallvagninn aftur til Akureyrar og verkefnið heimsækir sjö skóla þar og einn í Hrísey. Fræðslan í höfuðstað Norðurlands mun standa í eina viku.

Lesa meira

NorðurHjálp fékk húsnæði við Dalsbraut

„Við hlökkum mikið til að taka á móti okkar góðu viðskiptavinum á nýjum stað,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir sem í félagi við stöllur sínar rekur nytjamarkaðinn NorðurHjálp. Starfsemin hófst í lok október síðastliðnum í hluta af fyrrverandi húsakynnum Hjálpræðishersins við Hvannavelli, en samningur rann út nú í byrjun apríl.

Lesa meira