Góð gjöf Rafmanna til VMA

Rafiðn- og þjónustufyrirtækið Rafmenn á Akureyri færði rafiðnbraut VMA í dag veglega afmælisgjöf á 40 ára afmælisári skólans, gjafabréf að upphæð kr. 500.000 til endurnýjunar á verkfærum og búnaði til kennslu í rafvirkjun/rafeindavirkjun. Gjafabréfið er í formi inneignar hjá Fagkaupum (Johan Rönning) á Akureyri.

Lesa meira

Háskólahátíð 2024 ÁVARP REKTORS, EYJÓLFS GUÐMUNDSSONAR

Kæru kandídatar, starfsfólk Háskólans á Akureyri og allir góðir gestir.

Það er mér mikill heiður að standa hér í dag og ávarpa ykkur á Háskólahátíð Háskólans á Akureyri árið 2024. Hér fögnum við ykkur og ykkar árangri en ekki síður fögnum við háskólasamfélaginu við HA í heild sinni því þetta er svo sannarlega uppskeruhátíð fyrir skólann og reyndar Ísland allt. Að þessu sinni erum við að brautskrá yfir 540 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi af tveimur meginfræðasviðu

Lesa meira

Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða

Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju.

Lesa meira

Kristín Elísa er listamaður Norðurþings

Húsvíkingar voru í sannkölluðu hátíðarskapi þegar haldið var upp á 80 ára lýðveldisafmælið 17. júní.

Lesa meira

Orkuveita Húsavíkur verði bakhjarl Völsungs

Á fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur (OH) í gær var samþykkt að Orkuveitan yrði sérstakur bakjarl íþróttafélagsins Völsungs til næstu þriggja ára og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun upp á 1,5 milljónir króna.

Lesa meira

Útisport flytur á Glerártorg.

Í febrúar 2020 opnaði reiðhjólaverslunin Útisport  reið/ rafhjólaverslun og verkstæði við Dalsbraut. Voru þetta stór tímamót því fram að því hafði sala og viðgerðir á reiðhjólum farið fram í Sportver sem þá var staðsett við  norðurinngang Glerártorgs.

Nýtt Logo var töfrað fram en hugmyndin á bakvið logoið var einmitt að teikna hjólreiðamann með því að setja kúlu ofan á “T”ið í ÚTI og tengja stafina saman. Þannig mætti einnig sjá skíðamann og fleiri útivistarfígúrur

Lesa meira

Marika Alavere hlýtur Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar

Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar 2024 voru afhent á Fjölskylduhátíð Þingeyjarsveitar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní á Laugum.

Lesa meira

Háskólahátíð haldin í blíðskaparveðri

Háskólahátíð — brautskráning kandídata frá Háskólanum á Akureyri fór fram í þremur athöfnum í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri 14. og 15. júní. Samtals brautskráðust tæplega 550 kandídatar í grunn- og framhaldsnámi af tveimur fræðasviðum.

Lesa meira

Skoða skógrækt með listsköpun sinni

Ava P Christl og Daniel Fonken, Gestalistamenn júní mánaðar 2024 hjá Gilfélaginu

Lesa meira

Rafbílastöðin og HSN gera samkomulag um orkuskipti

Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa undirritað samkomulag vegna orkuskipta og greiningarvinnu undir yfirheitinu „Flotastjórnun til framtíðar“ sem felur í sér vinnu við orkuskipti, innviðauppbyggingu og markvissar aðgerðir til að stuðla að vistvænum akstri. Alls hafa 8 hreinir rafbílar verið teknir í notkun hjá HSN á einu ári.

Lesa meira

Opið bréf til sveitarstjórnar Norðurþings vegna lokunar sundlaugarinnar í Lundi

Það er leitt að þurfa að gagnrýna vini sína en nú get ég ekki orða bundist.

Á fundi byggðaráðs Norðurþings sem haldinn var 23.maí sl. var samþykkt að loka sundlauginni í Lundi þar sem byggðaráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs: “Byggðarráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald að svo stöddu“
Byggðarráð treystir sé ekki í að fara í frekara viðhald en mér vitanlega hefur ekki nein úttekt á ástandi laugarinnar farið fram. Ýmist er bent á lélegt burðarvirki, erfitt að fá varahluti og svo það að ekki fáist starfsfólk. Varðandi burðarvirkið, er það eflaust ekki eins og það var þegar laugin var byggð en óhugsandi er að það sé talið hættulegt þar sem nemendum Öxarfjarðarskóla var kennt í lauginni í vor. Varðandi varahluti, hefur enginn getað upplýst hvaða varahluti er erfitt að fá, enda var búnaðurinn endurnýjaður árið 2003 þannig að ekki er um gamlan búnað að ræða.

Lesa meira

Rarik gefur VMA úttektarmæla að gjöf

„Það er ekkert launungarmál að við hjá RARIK stöndum í mikilli þakkarskuld við Verkmenntaskólann. Á síðustu árum hefur bróðurpartur þeirra sem við höfum ráðið til okkar og starfa í útivinnu hjá fyrirtækinu á Norðurlandi eystra verið annað hvort brautskráðir vélstjórar eða rafvirkjar frá VMA,“ segir Sigmundur Sigurðsson, skrifstofustjóri RARIK á Akureyri, sem kom færandi hendi í VMA nýverið ásamt Þóri Ólafi Halldórssyni, sem hefur umsjón með viðhaldsmálum hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

Lokun sundlaugar í Lundi mælist illa fyrir hjá íbúum

-Sveitarstjóri segir málið í vinnslu

Lesa meira

Lokaorðið - Hve glöð er vor æska

Á vorin er uppskerutími nemenda. Þeir skoppa út úr skólunum, taka stolt á móti prófskírteinunum sínum og út í sumarið.

Lesa meira

Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 144. sinn í dag 17. júní

Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 144.  sinn í dag 17. júní við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni. Veðrið lék svo sannarlega við nýstúdentana og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

Sigrún Steinarsdóttir Ellertsen hjá Matargjöfum , og Stefán Bald­vin Sig­urðsson, fyrr­ver­andi há­skóla­rektor, sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sæmdi í dag 17. Júni,  14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Lesa meira

Gleðilega Þjóðhátíð!

Lesa meira

Fyrsti Mysingur sumarsins í dag 17. júni á útisvæði Ketilkaffis.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 12 fer fram fyrsti Mysingur sumarsins á útisvæði Ketilkaffis fyrir framan Listasafnið á Akureyri. Þá mun Biggi í Maus – Birgir Örn Steinarsson – koma fram ásamt Þorsteini Kára Guðmundssyni

Lesa meira

Nýtt Sportveiðiblað komið út

Út er komið 1 tbl 42 árgangur af Sportveiðiblaðinu, og er það Gunnar Bender sem hefur veg og vanda af útgáfu blaðsins. 

Lesa meira

Sunnudagsviðtalið Greindist sem geimvera og stofnar leiklistarskóla

Pétur Guðjónsson hefur komið víða við í menningarlífinu á Norðurlandi. Leiklistin hefur þar verið fyrirferðamikil en hann hefur glímt við stórt verkefni að undanförnu, eitt það stærsta að hans sögn; að vinna sig úr kulnun. Í sunnudagsviðtalinu deilir hann með okkur ferðalaginu upp úr kulnun sem er  að hans sögn eins mismunandi og við erum mörg.

Lesa meira

Sundlaugin í Hrísey fagnar 60 ára afmæli

Nýir sauna- og infrarauðir klefar voru teknir í notkun í Sundlauginni í Hrísey í tilefni þess að laugin á 60 ára afmæli um þessar mundir og 16 ár eru liðin frá vígslu Íþróttamiðstöðvarinnar.

Lesa meira

Aðgerðarstjórn almannavarna fær stærra húsnæði

Aðgerðarstjórn almannavarna í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur skrifað undir nýjan húsaleigusamning

Aðgerðarstjórn verður sem fyrr í húsnæði Súlna björgunarsveitar að Hjalteyrargötu 12 Akureyri. Aðstaðan mun færast til í húsnæðinu þar sem hún fær stærra og hentugra rými. Reiknað er með að ný aðstaða verði til seinnipart sumars eða byrjun hausts.

Lesa meira

Enginn veit hvað átt hefur...

Sigurjón Pálsson skrifar um skipulagsmál 

Lesa meira

Sæmþætting íþrótta- og skólastarfs gefist vel

,,Veruleikinn í íþróttastarfi er sá að ef menn eru ekki á leiðinni áfram, þá er það stöðnun og stöðnun er afturför," segir Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs.

Lesa meira

Slys á vatnsverndarsvæði Norðurorku

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum varð alvarlegt rútuslys við Fagranes í Öxnadal í gær. Viðbúnaður viðbragðsaðila var mikill og aðkoma starfsfólks Norðurorku einnig þar sem slysið varð inn á vatnsverndarsvæði fyrirtækisins sem nær m.a. inn að vatnaskilum á Öxnadalsheiði

Lesa meira

Samningar við PCC í höfn

Síðdegis í gær náðist samkomulag milli PCC BakkiSilicon og Framsýnar/Þingiðnar um kjarasamning fyrir hönd  starfsmanna fyrirtækisins til næstu fjögurra ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélaginu.

Lesa meira

Tveimur haldið sofandi en með stöðug lífsmörk

Alls voru 22 erlendir ferðamenn í rútunni sem valt. 5 voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk. 5 voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Nánari upplýsingar um áverka liggja ekki fyrir hjá lögreglu á þessari stundu.

Lesa meira