Snjóflóðið i Dalsmynni Uppfært kl 19:00

Einn aðili varð fyrir flóðinu og er hann talsvert slasaður en ekki talinn vera í lífshættu. Mikil snjóflóðahætta var á vettvangi, ásamt því að veðurskilyrði voru erfið, og var því ákveðið að þyrlan færi ekki beint á vettvang meðan unnið væri að því að tryggja öryggi björgunaraðila.

Lesa meira

Þyrla kölluð út vegna snjóflóðs í Dalsmynni

Þyrla landhelginsgæslunnar hefur verið kölluð út vegna snjóflóðs sem féll í Dalsmynni nyrst í Fnjóskadal í dag. 

Lesa meira

Matjurtagarðar Akureyrar njóta vinsælda

„Það er afskaplega mikilvægt að hafa stað sem þennan í boði fyrir Akureyringa.  Stað þar sem  hægt er að koma saman og njóta, kynnst náttúrunni og nýju fólki og fræðast,“ segir Heiðrún Sigurðardóttir hjá Ræktunarstöðinni um Matjurtagarða Akureyrar ofan við Gömlu gróðrarstöðina við Krókeyri.

Lesa meira

Skátar vilja endurbyggja Fálkafell

Á fundi Skipulagsráðs í s.l. viku var tekið fyrir erindi Kára Magnússonar fyrir hönd  Skátafélagsins Klakks um það að rífa gamla Fálkafell  og byggja upp að nýju með nýrri botnplötu en að sömu stærð að grunnfleti.

Lesa meira

Bergið headspace opnar í Virkinu

 Félagssamtökin Bergið headspace opna í Virkinu,  Íþróttahöllinni á Akureyri,  2 apríl næstkomandi. Bergið er ráðgjafarsetur fyrir ungmenni frá 12- 25 ára aldri. Í Berginu er ungmennum veitt einstaklingsmiðaða ráðgjöf og stuðning.

Lesa meira

Að hlaða okkar eigin batterí

Samfélagið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum. Sífellt áreiti bæði í starfi og leik. Það eru ekki bara blessuð börnin sem eiga erfitt að leggja símana og tölvurnar frá sér, við sem eldri erum, erum flest lítið skárri.

Lesa meira

VIÐAR ÖRN KJARTANSSON GENGUR TIL LIÐS VIÐ KA

,,Knattspyrnudeild KA barst í dag heldur betur stórkostlegur liðsstyrkur þegar Viðar Örn Kjartansson skrifaði undir samning við félagið. Viðar Örn er einhver allra mesti markaskorari í sögu Íslands og segir það ansi mikið um það umhverfi sem við höfum skapað hér fyrir norðan að Viðar Örn gangi í raðir KA" segir í nýrri frétt á heimasíðu KA í morgun.

Lesa meira

Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 30. mars

Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 30. mars kl 20:30. Hann mun flytja blöndu af nýju og gömlu efni ásamt vel völdum ábreiðum. Hann mun einnig syngja glænýtt lag sem kemur í dag 29 mars, daginn fyrir tónleikana!

Lesa meira

Björgunarsveitir sóttu vélsleðamann við Húsavík

Rétt upp úr klukkan 14 í dag voru björgunarsveitir á Húsavík og Aðaldal kallaðar út vegna vélsleðaslyss við Nykurtjörn við Húsavík

Lesa meira

Tillaga að breytingum á innilaug Sundlaugar Akureyrar

Lögð hefur verið fram tillaga að innan- og utanhúss breytingum og endurbótum á innisundlauginni í Sundlaug Akureyrar.

Meðal breytinga sem fram kom í tillögu frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt er að  sagði verði niður úr öllum gluggum á austurveggnum. Svæðið undir núverandi útigöngubrú er afmarkað með glervegg og nýtt gólf steypt. Þá verði steyptur er nýr rampur fyrir fatlaða í nýtt stækkað svæði undir núverandi útigöngubrú. Einnig verði steypt upp í núverandi hurðargat inn í spennistöð sunnan við sundlaugarsal og nýtt hurðargat er sagað á austurhlið spennistöðvar.  Komið verði fyrir nýjum útitröppum meðfram austurhlið.

Lesa meira

Enginn sótti um lóð á Jaðarsvelli

Það kom fram á fundi skipulagsráðs í gær miðvikudag að enginn hafi gert tilboð í byggingarrétt á hóteli á Jaðarsvelli en frestur var til 13. mars s.l.  Átta aðilar náðu í útboðsgögn.

Lesa meira

Tónlistarhátíðin HnoðRi hefur göngu sína á Húsavík um páskana

Er ekki kominn tími á að brjóta aðeins upp normið hérna í fallega bænum okkar? Spyr Einar Óli Ólafsson, tónlistarmaður á Húsavík og listamaður Norðurþings. Hann stendur fremst í brúnni um þessar mundir við að skipuleggja tónlistarhátíð um páskana sem hann vonast til að verði að árlegum viðburði.

Lesa meira

ÚA var lengi með starfsemi í þekktum húsum í miðbæ Akureyrar

Saga Útgerðarfélags Akureyringa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og samofin atvinnulífi Akureyrar, enda félagið frá stofnun stór vinnuveitandi í bænum.

Lesa meira

Breytingar á gjaldskrá leikskóla á Akureyri

 Vísbendingar eru um að breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá leikskóla og afsláttargjöldum um síðastliðin áramót hafi jákvæð áhrif á skólastarfið.

Lesa meira

Sérnám í hjúkrun við SAk

Leiðsagnarár til sérfræðiviðurkenningar eða „sérnám“ í hjúkrun er nú í boði árlega á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Markmið sérnáms er að hjúkrunarfræðingar fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu klínísku fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum SAk. Að því tilefni skrifuðu tveir hjúkrunarfræðingar ásamt deildarstjórum, fræðslustjóra SAk og framkvæmdastjóra hjúkrunar undir samning á dögunum um að hefja sitt sérnám við SAk.

Lesa meira

NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR

Það er  Júlía Margrét Rúnardóttir félagsráðgjafi sem er gestur þáttarins að þessu sinni  og fjallar hún um stjúpfjölskyldur.

 

Lesa meira

PAPPAMANIA - Sýning gestalistamanns Gilsfélagsins Donats Prekorogja

Gestalistamaður Gilfélagsinns í mars Donat Prekorogja sýnir í Deiglunni á Akureyri, sal Gilfélagsinns. Sýningin opnar kl.17 á skírdag, fimmtudaginn 28. mars og er einungis opin þennan eina dag.

Lesa meira

KA vann bæjarslaginn

KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins 6-5 eftir vítaspyrnukeppni.  Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið tvískiptur, Þór  yfirspilaði  KA í fyrri hálfleik og uppskáru tvö mörk sem Sigfús Fannar Gunnarsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu og fóru því með verðskuildaða forustu í hálfleik.

Lesa meira

Pappírspokar og persónulegt hreinlæti: Aðalsteinn Þórsson opnar sýningu á skírdag

Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar, Pappírspokar og persónulegt hreinlæti, opnar í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins á Akureyri á skírdag þann 28. mars kl. 18.

Lesa meira

Enginn veitingarekstur á ,,Amtinu“ á næstunni

Á Facebooksíðu Amtsbókasafnsins  er sagt frá því að ekki hafi borist tilboð í veitingarekstur á safninu en veitingareksturinn fór í útboð fyrr á þessu ári.  Enginn sótti um og því  ljóst að ekki verður neinn slíkur rekstur á safninu á næstunni.

Lesa meira

Úrslit ráðast á Kjarnafæðimótinu i fótbolta.

Það dregur til tíðinda  i dag þegar KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðisbikarsins í fótbolta en leikurinn hefst  kl 17.30 og  fer fram á Greifavellinum.

Lesa meira

„Mér fannst þetta rosalega fróðlegt og skemmtilegt og mig langar bara að fara á fleiri svona viðburði“

Unnu til verðlauna fyrir skynörvunarpeysu

Lesa meira

Þórsstúlkur heiðraðar

Aðalstjórn Þórs notaði tækifærið sem gafst í kvöld í hálfleik í viðreign karlaliðs Þórs við Skallagrím í 1 deild Íslandsmótsins í körfubolta og heiðraði silfurhafa helgarinnar kvennalið félagsins og þjálfarateymi. 

Sannarlega vel til fundið og óhætt að segja að liðið hefur gert heilmikið í því að koma Þór á kortið.   

Þórir Tryggvason var auðvitað í Höllinni og gaukaði þessari mynd að vefnum. 

Lesa meira

Efla - Fjölbreytt og krefjandi verkefni af ýmsu tagi

EFLA bauð viðskiptavinum sínum til fagnaðar í Ketilhúsinu í tilefni af 50 ára afmæli stofunnar, sem var í október síðastliðnum. „Ástæða þess að við vildum halda boð norðan heiða er vegna þess hversu mjög skrifstofan hefur stækkað að undanförnu,“ segir Hjalti Már Bjarnason, svæðisstjóri EFLU á Norðurlandi

Lesa meira

Hvað er góður skóli?

Tímamóta ráðstefna um menntamál: „Hvað er góður skóli?“ Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli verður haldin þann 12. apríl næstkomandi í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarfólki, kennurum, starfsfólki skóla, áhugafólki um skólastarf, foreldrum og nemendum. Dagskráin hefst kl. 09.00 og lýkur um kl. 16.00.

Lesa meira

Eigendaskipti á elstu snyrtistofu Akureyrar

Eigendaskipti hafa orðið á elstu snyrtistofu Akureyrar en nýverið seldu þau Kristín Hildur Ólafsdóttir og Sigurður Sverrisson reksturinn á Abaco heilsulind.

Lesa meira

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára

Kiwanis klúbburinn Skjálfandi hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær sunnudag en þar var farið   yfir sögu klúbbsins í 50 ár

Lesa meira