
KA áfrýjar
Yfirlýsing Knattspyrnudeildar KA vegna dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra, uppkveðnum þann 14. maí sl.
Yfirlýsing Knattspyrnudeildar KA vegna dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra, uppkveðnum þann 14. maí sl.
Það er hreint út sagt skítaveður á Norðurlandi eins og spár höfðu boðað, vefurinn hafði samband við sérlegan veðurfræðinga okkar Óla Þór Árnason sem er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á þriðjudag nýja viljayfirlýsing á milli sveitarfélagana Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar við ríkisvaldið um breytt fyrirkomulag vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar segir að þar sé verið að hverfa frá sameiginlegu eignarhaldi ríkis og sveitarfélaga og ákvæði um að 15% hlutur sveitarfélaganna í byggingu heimilisins og búnaði falli niður. Ráðgert er að breyta þeim ákvæðum laganna sem kveður á um þetta.
„Viljayfirlýsingin kveður jafnframt á um að lagabreytingin tefji ekki uppbyggingu hjúkrunarheimilisins,“ segir Hjálmar og bætir við að þess í stað sé farin sú leið sem kemur fram í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis um breytt fyrirkomulag vegna hjúkrunarheimila sem kom út í nóvember 2023.
Súlur Bjögunarsveit á Akureyri póstar í dag á Facebooksíðu sveitarinnar veðurviðvörun vegna skítaveðurs sem vænta má út komandi viku.
Það er full ástæða til þess að birta þessi varnaðarorð og þau koma hér:
Ég elska vorið. Birtuna og sólargeisla sem jafnvel láta sjá sig. Vorboðarnir, litlu lömbin, þessi sem allir forsetaframbjóðendurnir hafa kysst þetta vorið. Gróðurinn sem er að vakna til lífsins og kýrnar valhoppandi rétt eins blessuð börnin sem skoppa út úr skólanum tilbúin í sumarið.
Sjómannafélag Eyjafjarðar heiðraði tvo heiðursmenn í dag, við Sjómannamessu í Akureyrarkirkju . Það voru þeir Kristinn Pálsson og Brynjar St. Jacobsen sem heiðraðir voru að þessu sinni og eru þeir vel að komnir.
„Við leitum eftir áhugasömu fólki, bændum eða landeigendum sem dæmi til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur,“ segir Jóhann Helgi Stefánsson umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Landi og skógi. Þar á bæ er verið að fá fólk til liðs við vöktunarverkefnið Landvöktun – lykillinn að betra landi.
,,Kl. 20.00 höfðu 9028 kosið hér á Akureyri eða 60.56% + 2246 utankjörfundaratkvæði sem er þá samtals 76.38% kosningaþátttaka, sem er 13.78% meiri þátttaka en í síðustu forsetakosningum og 9.94% meiri kosningaþátttaka en í síðustu sveitarstjórnarkosningum“ sagði Helga Eymundsdóttir formaður yfirkjörstjórnar í samtali við vefinn.
Fjórir styrkir, samtals að upphæð tvær milljónir króna var úthlutað úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar í gær. Líkt og áður var lögð áhersla á að styrkja málefni sem voru Baldvini hugleikin og styðja þannig það góða starf sem unnið er víða á Akureyri og í nágrenni. Styrkirnir voru afhentir við stutta athöfn í Hamri, félagsheimili Þórs.
Fram kom að með með styrkveitingunum dagsins hefur verið úthlutað rúmum 13 milljónum króna frá því sjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum.
Kjörsókn hefur verið góð á Akureyri það sem af er degi og kl. 13.00 höfðu 2852 manns greitt atkvæði eða 19.13% Í síðustu kosningum (til bæjarstjórnar) höfðu 2116 manns greitt atkvæði á sama tíma.
„Þetta verður óskaplega gaman og við hlökkum mikið til,“ segir Dýrleif Skjóldal, Dilla sem í ágúst fær til sín skiptinema frá Ekvador. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að fyrir rúmum tveimur áratugum tóku Dilla og hennar maður, Rúnar Arason á móti skiptinema frá Ekvador og sá er pabbi stúlkunnar sem síðsumars fetar í fótspor föður síns. Alls eru væntanlegir næsta haust 27 skiptinemar til dvalar hjá íslenskum fjölskyldum og eru þeir frá 16 þjóðlöndum. Dvalartími þeirra er frá þremur og upp í tíu mánuði.
Staða Grýtubakkahrepps er sterk og rekstrarhorfur halda áfram að batna með þeirri uppbyggingu sem er í gangi og væntanlegri fólksfjölgun.
,,Við lok dags í gær voru 2003 einstaklingar með lögheimili á Akureyri búnir að kjósa utan kjörfundar á landinu. Þar af kusu 1663 greitt atkvæði hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra,” sagði Helga Eymundsdóttir formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri í samtali við vefinn í dag.
Eins og fólki er væntanlega ljóst fara forsetakosningar fram á morgun laugardaginn 1. Júní. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur ekki seinna en klukkan 22:00.
Samherji hefur selt ísfisktogarann Björgvin EA 311 og verður skipið afhent kaupanda í júní.
Sá sem lendir í kulnun, sálarkreppu, áföllum eða á við langvarandi geðraskanir að stríða kemst fljótlega að því að fullt af úrræðum eru í boði. Verst að þetta eru takmörkuð gæði. Sumarlokanir eru víða.
Bókin Kinnar- og Víknafjöll með mínum augum er komin út. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson sem áður hefur skrifað bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi.
„Titill bókarinnar er lýsandi fyrir innihald hennar því nú segi ég á persónulegum nótum frá ferðum mínum á umrædd fjöll auk nokkurra annarra á Flateyjardal og í neðanverðum Fnjóskadal. Framsetning hverrar ferðar er sem nokkurskonar ferðadagbók með texta, ljósmyndum og kortum,“ segir Hermann Gunnar um bókina.
Uppfært kl. 11:30
Tvítugur maður fannst látinn í Fnjóská í Dalsmynni, norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi, nú fyrir skömmu. Leitarhópar hafa verið afturkallaðir. Rannsókn málsins er í höndum lögreglu.
Verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð hjá Höldi-Bílaleigu Akureyrar eru mörg og skipa veigamikinn sess í rekstrinum. Fyrirtækið tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega og styður sem dæmi rausnarlega við íþróttastarf á Íslandi og er í dag með styrktarsamninga við um 110 deildir íþróttafélaga um allt land. Aðgengi allra barna og unglinga að íþrótta- og tómstundastarfi er sameiginlegt verkefni samfélagsins, enda ein allra mikilvægasta forvörnin.
Hverfisráð Hríseyjar gagnrýnir svar bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi unga fólksins á dögunum, en þar komu upp umræður um vilja barna og ungmenna að fá gervigrasvöll í eyjuna. Harmaði hverfisráðið að ekki hafi verið litið jákvætt á að byggja upp sparkvöll í Hrísey.
Um kl. 18:30 í kvöld barst tilkynning um að karlmaður um tvítugt hefði fallið í Fnjóská nokkru ofan við ósa hennar, skammt frá Pálsgerði. Maðurinn var með þremur félögum sínum og hvarf hann þeim sjónum í ánni. Björgunarsveitir voru þegar kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni.
Aðgerðarstjórn var virkjuð á Akureyri. Maðurinn er enn ófundinn en um 130 viðbragðsaðilar eru nú að störfum við leit að honum. Vettvangsstjórn hefur verið skipuð á vettvangi. Fimm leitardrónar eru notaðir og sérþjálfaðir straumvatnsbjörgunarmenn eru komnir á vettvang. Þá er von á leitarhundum.
Aðstæður á vettvangi eru erfiðar að því leyti að Fnjóská er nokkuð lituð á þessum slóðum en einnig vegna þess að í ósum hennar kvíslast hún mikið þannig að leitarsvæði er víðfeðmt og sums staðar er vatnið það grunnt að erfitt er að koma við tækjum við leitina.
Hér verður næst sett inn uppfærsla á framgangi aðgerðarinnar um miðnætti.
Í dag var undirritaður verksamningur milli Umhverfis- og mannvirkjasviðs f.h. Akureyrarbæjar og Húsheildar um uppbyggingu á félagssvæði K.A. byggingu áhorfendastúku og félagsaðstöðu.
Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir.
Gamli er útileguskáli ofan Löngukletta. Skálinn var byggður árið 1980 og er í eigu Skátafélagsins Klakks. Skálinn er fyrst og fremst ætlaður rekka- og róverskátum, sem eru skátar á aldrinum 16-25 ára.
ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna Mannlíf við LYST kaffihúsið á morgun föstudag.