Nýbygging Amtsbókasafnsins 20 ára í dag!

Kæru Akureyringar! Til hamingju með daginn! Við fögnum öll 20 ára afmæli nýbyggingarinnar okkar og hins endurbætta húsnæðis, sem vígð voru 6. mars 2004!

Saga safnsins er miklu eldri en þessi áfangi er auðvitað mikilvægur, því öll aðstaða - fyrir lánþega og starfsmenn - varð stórkostlega betri! Við erum enn nokkur starfandi í dag sem tóku þátt í þessu ferli, starfsmenn settu saman hillur, vagna og ýmislegt annað.

Lesa meira

Mikil tilhlökkun að flytja aftur heim og að spila fyrir Þór

Eins  og fram kom i fjölmiðlum í gær skrifaði Oddur Gretarsson handboltamaður sem leikð hefur  sem atvinnumaður i Þýskalandi til margra ára undir samning við uppeldisfélag sitt Þór um að leika með liðið félagsins næstu tvö árin.  Vefur Vikublaðsins heyrði í Oddi í kjölfarið.

 

Lesa meira

Minjasafnið hefur tekið við rekstri Iðnaðarsafnsins

Samkomulag milli meirihluta stofnaðila Iðnaðarsafnsins á Akureyri, sem eru Akureyrarbær, Eining-Iðja og Byggiðn - félag byggingamanna, um að fela Minjasafninu á Akureyri að annast rekstur Iðnaðarsafnsins næstu þrjú árin var undirritað í dag. 

Lesa meira

Að læra að bjarga sér með takmörkuð úrræði

Á vef SAk er að finna afar fróðlegt viðtal við Jóhönnu Klausen Gísladóttur en hún starfar sem  svæfingahjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu .  Jóhanna hefur tvisvar sinnum heimsótt Gambíu og starfað þar við hjálparstörf og hugur hennar er til þess að gera það að árlegum viðburði hér eftir. 

Viðtalið kemur svo hér  á eftir:

Lesa meira

Mikill liðstyrkur til Þórsara í handboltanum

Oddur Grétarsson sem leikið hefur sem atvinnumaður i handbolta  í Þýskalandi s.l. 11 ár eða svo hefur ákveðið að snúa aftur heim í uppeldisfélag sitt  Þór  og leika með liði félagsins næstu árin.  Oddur sem leikur i stöðu vinstri hornamanns á að baki fjölda landsleikja fyrir Ísland og kemur með mikla reynslu  og gæði í Þórsliðið.

Lesa meira

Kisukot enn rekið á heimili við Löngumýri

„Ég hef ekki heyrt í neinum síðan í byrjun desember,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir sem rekið hefur Kisukot á heimili sínu í vel yfir áratug. Akureyrarbær hefur lýst yfir mögulegum stuðning við starfsemina um rekstur kattaathvarfs í bænum. Sex sveitarfélög í landinu styðja við slíka starfsemi, m.a. í formi húsnæðis, hita, rafmagns og fleira sem til þarf við rekstur af því tagi.

Lesa meira

Fyrsta sérhannaða heilsugæslustöðin á Akureyri tekin í notkun

„Það er almenn ánægja með útkomuna, þetta verkefni hefur tekist einstaklega vel,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en ný heilsugæslustöð í Sunnuhlíð á Akureyri var formlega tekin í notkun fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var viðstaddur opnun, ásamt nokkrum þingmönnum kjördæmisins, sveitarstjórnarfólki og öðrum gestum. Luku viðstaddir lofsorði á hvernig til hefur tekist.

Jón Helgi segir að um sé að ræða fyrstu heilsugæslustöðina á Akureyri sem sérhönnuð er fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. Stöðin var starfandi í Amaróhúsinu í miðbæ Akureyri í um það bil fjóra áratugi og hafði löngu sprengt utan af sér það  húsnæði, þannig að þrengsli voru mikil og eftir að mygla greindist í húsinu fyrir nokkrum misserum var hafin leit að nýju húsnæði.

Lesa meira

Norðurorka hlýtur viðurkenningu fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum

Forvarnaráðstefna VÍS var haldin í fjórtánda sinn í Hörpunni þann 29. febrúar síðastliðinn. Á ráðstefnunni sem haldin er árlega er fjallað um öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana frá öllum hliðum.

Rúsínan í pylsuendanum voru Forvarnaverðlaun VÍS en þau hljóta fyrirtæki sem þykja skara fram úr í öryggismálum og eru öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. Verðlaunað var í tveimur flokkum og er horft til sterkrar öryggismenningar og markvissrar vinnu við að efla öryggisvitund og öryggishegðun meðal starfsfólks.

Í flokknum stærri fyrirtæki var Norðurorka í hópi þeirra þriggja fyrirtækja sem tilnefnd voru til Forvarnarverðlauna VÍS og hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum.

Við erum afar stolt og glöð að tilheyra þeim hópi fyrirtækja sem leggur áherslu á öryggi í allri sinni starfsemi og munum halda ótrauð áfram á sömu braut. Gert var myndband í kjölfar tilnefningarinnar þar sem farið er yfir þær ýmsu hliðar öryggismála sem hugað er að í starfseminni.

Horfa á myndband

 
Lesa meira

Götuhornið - Iðrandi sveitapiltur

Ég hef átt erfitt með svefn eftir að ég sendi götuhorninu bréfið sem var birt í síðustu viku. Eftirá að hyggja var það ekki alveg nógu nærgætið.  Mig grunaði að einhver kynni að hafa komist í uppnám vegna þess og allir vita að það að skrifa eða segja eitthvað sem kemur einhverjum í uppnám er grafalvarlegt ódæði.  Ég sendi þess vegna annað bréf og ég vona að Gunni birti það líka.  Í þessu bréfi ætla ég bara að skrifa um það sem er vel gert í bænum sem ég er að brasa við að inngildast.

Lesa meira

Óásættanleg undirmönnun lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það er óásættanlegt að á sama tíma og málum á borði embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra fjölgar gríðarlega, brotin séu að verða alvarlegri og ofbeldi gegn lögreglumönnum margfaldist, fáist ekki nauðsynlegar fjárveitingar til reksturs embættisins.

Lesa meira

Forvarnir hafa margar myndir og geta haft áhrif á allt samfélagið.

 Oft er talað um að börnin læri af því sem fyrir þeim er haft, vissulega er margt til í því og mikilvægt að huga að því að styðja þarf vel við framtíðina.

Lesa meira

Miðaldatónlist í Akureyrarkirkju: Fjölröddun frá fjórtándu öld

Klukkan 16 laugardaginn 9. mars 2024 flytur sönghópurinn Cantores Islandiae ásamt gestasöngvara og hljóðfæraleikurum Maríumessu eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut. 

Maríumessa Machauts er er eitt helsta meistaraverk miðaldatónlistar og framúrskarandi dæmi um sérstæða fjölröddun sinnar tíðar, sem er afar ólík þeirri fjölröddun sem síðar þróaðist í vestrænni tónlist.

 Eins og titill messunnar gefur til kynna var hún samin til heiðurs Maríu guðsmóður og ætluð til notkunar á hátíðum sem tileinkaðar voru henni innan kirkjuársins. Þetta er heillandi tónverk og mjög ólíkt kórverkum seinni alda sem oftast heyrast flutt. Fjórir hljóðfæraleikarar leika með kórnum á ýmis hljóðfæri fyrri alda sem sjaldan heyrast á tónleikasviði. Hrynur og hljómar í messunni orka sérkennilega á eyra nútímamanns og færa hann í horfinn heim og hálfgleymdan.

Efnisskrá tónleikanna má finna hér.

 

Lesa meira

Í forgangi verði að fjarlæga ökutæki og lausamuni sem blasa við frá þjóðvegi

Starfsleyfi Auto ehf. vegna reksturs bílapartasölu að Setbergi á Svalbarðsströnd er fallið úr gildi fyrir nokkrum árum.  Á lóð fyrirtækisins er talsvert magn ökutækja í misjöfnu ástandi auk gáma og annarra lausamuna. Ábendingar hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra varðandi umgengni og slæma ásýnd lóðarinnar. Nefndin beinir því til eigenda fyrirtækisins að hefja þegar tiltekt á lóðinni.

Lesa meira

Lokaorðið - Börn óvelkomin

Um miðja síðustu öld voru vinkonurnar Elsa og Alla að ráða sig í sveit á sinnhvorn bæinn í Höfðahverfi. Í ráðningarferlinu kom babb í bátinn, annarri stúlkunni fylgdi tveggja ára drengur og hann vildi bóndinn ekki fá í vist, heldur vildi hann ráða barnlausu stúlkuna. Nú voru góð ráð dýr. Þær hringja í ekkjuna í Höfða og kanna hvort hún sé tilbúin að taka Elsu með barnið í vist. Ekki stóð á svari hjá Sigrúnu: ,,blessuð vertu, það er nóg pláss fyrir börn í Höfða”. Reyndist þetta mikið happaráð og mæðginin urðu hluti af Höfðafjölskyldunni.

Lesa meira

Ný vettvangsakademía á Hofsstöðum

Vettvangsakademíu fyrir kennslu og rannsóknir á sviði fornleifafræði, minjaverndar og menningarferðaþjónustu verður komið upp á Hofstöðum í Mývatnssveit.  Þar verður boðið upp á fjölbreytt námskeið á meistara- og doktorsstigi og aðstöðu til þverfaglegra vettvangsrannsókna, tilrauna og þróunar til að byggja upp þekkingu á íslenskri menningarsögu og hagnýtingu hennar.

Vettvangsakademían er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Minjastofnunar og hlaut á dögunum styrk upp á 30.9 milljónir króna úr Samstarfi háskóla fyrir árið 2023. Alls var tæplega 1,6 milljarði króna úthlutað til 35 verkefna.

Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar segir á vef Þingeyjarsveitar að verkefnið hafi legið í loftinu lengi en farið formlega af stað í vetur þegar sótt var um styrkinn. Stórkostlegar fornminjar séu á Hofsstöðum enda verið stundaðar fornleifarannsóknir þar nær samfellt í 100 ár. Miðstöðin sé hugsuð sem suðupottur fræðslu og rannsókna í fornleifafræði og menningarþjónustu. Hugmyndin sé ekki ný af nálinni enda hafi verið til tveir alþjóðlegir vettvangsskólar í fornleifafræði upp úr aldamótum, einn á Hólum í Hjaltadal og hinn á Hofsstöðum.

Fyrstu nemarnir með haustinu

Fljótlega verður auglýst eftir verkefnisstjóra, hann á meðal annars að útfæra og þróa starfsemi miðstöðvarinnar, gera starfsáætlun til 10 ára og finna lausnir til að gera verkefnið sjálfbært til framtíðar. Stefnt er að fyrsta tilraunanámskeiðinu á haustmánuðum og á Rúnar von á því að færri komist að en vilja enda mikil þörf fyrir aðstöðu til vettvangsnáms í fornleifafræði. Stefnt er að því að nemarnir dvelji á Hofsstöðum mánuð í senn.

Fornminjar og ferðamenn

Verkefnið er virkilega jákvætt fyrir ferðaþjónustuna í Mývatnssveit enda á meðal annars að þróa námsleiðir og rannsóknarverkefni sem tengja saman fornleifafræði og ferðamálafræði. Fornleifar og nýting þeirra er háð ýmsum lagalegum skyldum og takmörkunum og samþætting þekkingar á fornleifa- og ferðamálafræði er mikilvægur grundvöllur til sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingu þeirra í ferðaþjónustu.

Lesa meira

Áætlanir gera ráð fyrir að fyrstu stúdentar flyti inn fyrir skólaárið 2026

Arkitektastofan Nordic Office of Architecture hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum fyrir Félagsstofnun stúdenta við Háskólann á Akureyri. Stofnunin í samstarfi við við Arkitektafélag Íslands efndi til samkeppni um hönnun stúdentagarðanna sem verða á svæði í námunda við Háskólann, við Dalsbraut. Alls bárust ellefu tillögur í keppnina. Í öðru sæti var tillaga HJARK+Sastudio og í þriðja sæti var tillaga Kollgátu og KRADS.

Lesa meira

Leikdómur - Í gegnum tíðina

Leikverk sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri

 Höfundur: Hörður Þór Benónýsson

Leikstjórn: Hildur Kristín Thorstensen

Tónlistarstjórn: Pétur Ingólfsson

Lesa meira

Framsýn - Samþykkt að hefja undirbúning að aðgerðum

Samninganefnd Framsýnar kom saman til fundar í dag. Þar ríkti einhugur um að hefja undirbúning að aðgerðum takist deiluaðilum, Starfsgreinasambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná fram nýjum kjarasamningum í næstu viku. Bókunin er eftirfarandi:

„Samninganefnd Framsýnar samþykkir að hefja undirbúning að aðgerðum takist ekki að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsfólk á almenna vinnumarkaðinum á næstu dögum. Það á við um félagsmenn Framsýnar sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Aðgerðirnar beinist í fyrstu að starfsfólki sem starfar við ræstingar og þrif á félagssvæðinu. Formanni og varaformanni Framsýnar verði falið að fylgja málinu eftir fh. saminganefndar félagsins.“

Lesa meira

Mikið hjartans mál að vandað sé til verka við kennslu barna

„Árangurinn byggist fyrst og fremst á því hvað nemendur er áhugasamir, jákvæðir og vinnusamir, en það allt verður að vera til staðar ef árangur á að nást,“ segir Katrín Mist Haraldsdóttir sem ásamt Ingibjörgu Rún Jóhannesdóttur á og rekur DSA Listdansskóla Akureyrar. Stúlkur úr skólanum tóku á dögunum þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins Dance World Cup í Borgarleikhúsinu. Þær komu heim með gull í flokknum söngur og dans auk þess sem fimm silfur og tvö brons. Yngsti keppandinn var einungis 6 ára og kom norður með þrenn verðlaun. Heimsmeistaramótið verður haldið í Prag í sumar, og hafa öll atriði DSA unnið sér inn keppnisrétt. Þetta er í fimmta sinn sem DSA - Listdansskóli Akureyrar tekur þátt í Dance World Cup en þar koma saman rúmlega 100.000 börn frá 50 löndum. 

Lesa meira

Tímamótasamningur um nám í heyrnarfræðum á háskólastigi

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ), Háskólinn í Örebro í Svíþjóð og Háskólinn á Akureyri hafa gert með sér samning sem gerir kleift að bjóða upp á háskólanám í heyrnarfræðum í fyrsta sinn hér á landi. Samningurinn var undirritaður í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir samninginn marka tímamót: „Það hefur verið skortur á sérþjálfuðum heyrnarfræðingum hér á landi. Nú má vænta þess að þeim fjölgi á næstu árum og að hægt verði að stórbæta þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu hér á landi.“

Lesa meira

Menningararfleifð Leikfélags Húsavíkur til fyrirmyndar

-segir Stefán Sturla Sigurjónsson, leikstjóri

Lesa meira

„Hæ-Tröllum“ haldið í áttunda sinn

Fjórir karlakórar sameina krafta sína á söngskemmtun í Glerárkirkju næstkomandi laugardag 2.mars, kl. 16:00. Mótið ber yfirskriftina „Hæ-Tröllum“ og er þetta í áttunda sinn sem Karlakór Akureyrar-Geysir stefnir karlakórum  til Akureyrar og nú í samstarfi við Karlakór Eyjafjarðar.

„Hæ-Tröllum“ var fyrst haldið árið 2006 og hefur síðan verið haldið með reglulegu millibili. Þátttakendur að þessu sinni eru, auk Karlakórs Akureyrar-Geysis og Karlakórs Eyjafjarðar; Karlakór Kópavogs og Karlakór Dalvíkur.

Kórarnir flytja nokkur lög hver fyrir sig og síðan sameina kórarnir krafta sína og flytja nokkur klassísk lög úr sögu íslensks karlakórasöngs. Þarna gefst kostur á að heyra og sjá stóran og öflugan kór -  150-160 söngmanna.

„Hæ-Tröllum“ hefur verið einn af föstum liðum í fjölbreyttu starfi Karlakórs Akureyrar-Geysis. Á þessu starfsári stóð kórinn að jólatónleikum með Karlakór Eyjafjarðar og á „Hæ-Tröllum“ sameinast á Akureyri söngmenn við Eyjafjörð og gestir frá Kópavogi. Vortónleikar kórsins verða svo haldnir í Ketilhúsinu á Akureyri 24. apríl og  í Glerárkirkju 1. maí.

Lesa meira

GA smíðajárn og Ísrör opna á Lónsbakka við Akureyri

Þegar nær dregur vori munu hafnfirsku fyrirtækin Guðmundur Arason ehf., GA Smíðajárn og Ísrör ehf. opna sameiginlega verslunar- og lageraðstöðu á Lónsbakka á Akureyri í því húsi sem áður hýsti Húsamiðjuna um langt skeið.

Lesa meira

Tillaga að tröppum niður Stangarbakkann á Húsavík

Tillaga að nýjum tröppum á gönguleiðinni af Stangarbakkanum á Húsavík ofan í fjöru litu nýlega dagsins ljós. Tillagan er unnin af fyrirtækinu Faglausn sem vann þær með danskri arkitektastofu Arkitektladen. Eigandi hennar er Øjvind Andersen arkitekt sem Almar Eggertsson  einn eigenda Faglausnar kynntist á námsárum sínum í Danmörku.

Lesa meira

Akureyrarkirkja - Hafnasamlagið styrkir rekstur salerna

Sóknarnefnd Akureyrarkirkju hefur óskað eftir stuðningi Hafnasamlags Norðurlands til að fjármagna framkvæmdir við þak safnaðarheimilisins.  Í erindinu þakkar sóknarnefndin jafnframt fyrir árlegan styrk HN við rekstur salernis í Akureyrarkirkju.

Hafnastjórn getur ekki orðið við því að veita styrk til viðhalds á fasteignum kirkjunnar segir í fundargerð.  Varðandi rekstur salerna í Akureyrarkirkju samþykkir hafnastjórn  aftur á móti að styrkja sóknarnefnd fyrir sumarið 2024 um 300 þúsund krónur.

 

Lesa meira

Sparisjóður Höfðhverfinga og Þór/KA í samstarf

Sparisjóður Höfðhverfinga hefur undirritað samstarfssamning við kvennalið knattspyrnudeildar Þórs/KA.

Sparisjóðurinn leggur áherslu á að styrkja verkefni á sviði íþrótta- og tómstundamála í nærumhverfi sínu en hlutverk Sparisjóðsins er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð.

,,Við fögnum samstarfi við Sparisjóðinn sem felur í sér mikilvægan stuðning við metnaðarfullt uppbyggingarstarf félagsins. Það eru spennandi tímar framundan þar sem mikið af ungum og efnilegum stúlkum eru að fá að njóta sín", segir Guðrún Una Jónsdóttir ritari stjórnar Þórs/KA.

„Samstarf við kvennalið Þórs/KA er í takt við samfélagslega ábyrgð Sparisjóðsins þar sem við styðjum við íþrótta- og félagsstarf í nærumhverfi okkar. Við hlökkum til samstarfsins“, segir Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga.

 

Lesa meira

Skrifað undir styrktarsamning milli Akureyrarbæjar og Skíðafélags Akureyrar vegna Andrésar Andarleikana 2024-2028

Í gær  var skrifað undir styrktarsamning milli Akureyrarbæjar og Skíðafélags Akureyrar vegna Andrésar Andarleikana 2024-2028 en í ár verða þeir haldnir 24.-27. apríl og er gert ráð fyrir að þúsundir gesta heimsæki bæinn af því tilefni.

Markmiðið með samningnum er að styðja við Skíðafélagið þegar kemur að umgjörð og framkvæmd Andrésar Andarleikanna í Hlíðarfjalli.

Andrésar Andarleikarnir eru fyrir börn á aldrinum 4-15 ára. Um er að ræða eitt stærsta skíðamót landsins með um 1.000 keppendum ár hvert. Þeim fylgja þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2.500-3.000 manns sæki leikana. Sérstök Andrésarnefnd Skíðafélags Akureyrar sér um framkvæmd mótsins.

Andrésar Andarleikarnir fara að jafnaði fram frá miðvikudegi til laugardags í apríl, í sömu viku og sumardagurinn fyrsti.

Styrktarsamningur Akureyrarbæjar og Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna 2024-2028.

Lesa meira