
Nýr formaður ÍBA Jóna tekur við af Geir
Jóna Jónsdóttir er nýr formaður Íþróttabandalags Akureyrar. Hún tók við embættinu af Geir Kristni Aðalsteinssyni sem verið hafði formaður í 10 ár. Ársþing ÍBA var haldið á dögunum.
Jóna Jónsdóttir er nýr formaður Íþróttabandalags Akureyrar. Hún tók við embættinu af Geir Kristni Aðalsteinssyni sem verið hafði formaður í 10 ár. Ársþing ÍBA var haldið á dögunum.
Á aðalfundi félagsins sem fram fór í gærkvöldi kom fram að 787 milljóna króna hagnaður varð af rekstri félagsins á síðasta ári. Hreinar fjárfestingatekjur voru 1.057 milljónir króna og hækkuðu um 290 mkr. á milli ára. Eigið fé var rúmir 9,5 milljarðar og heildareignir námu rúmum 9,8 milljarði króna. Eiginfjárhlutfall var rúmlega 97%.
Það var sannkölluð háspenna sem boðið var upp á í leik Þórs og Fjölnis í Íþróttahöllinni í kvöld. Tækist Þór að sigra væri sæti í Olis deild karla næsta keppnistímabil í höfn, færi Fjölnir með sigur þyrfti oddaleik n.k fimmtudag í Reykjavík.
Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi á Akureyri hefur verið framlengt um eina viku, eða til 6. maí
Eitt aðaleinkenni þjóðkirkjunnar, kirkju þjóðarinnar er hún að hún hefur þá grunnskyldu að veita kirkjulega þjónustu um allt land. Henni ber að þjóna fólki í sveit og borg, í þorpum og bæjum, þeim sem búa afskekkt og þeim sem búa þétt. Þetta er ekki einfalt hlutverk því þegar upp er staðið er það fjárhagurinn sem stýrir því hversu breið og öflug sú þjónusta er. Sóknargjöldin sem ríkið innheimtir fyrir þjóðkirkjuna hafa verið skert af hálfu ríkisins frá því í hruninu og jafnvel eitthvað fyrr. Þetta hefur gert það að verkum að erfiðara er að halda úti þjónustu safnaða og halda við kirkjubyggingum sem margar hver eru menningarleg þjóðarverðmæti. Þá hefur vígð þjónusta verið skert þar sem kirkjan hefur þurft að fara í sparnaðaraðgerðir auk þess sem fólksflutningar hafa orðið á ákveðnum svæðum.
Slippurinn Akureyri sem framleiðir vinnslubúnað undir merkjum DNG by Slippurinn hefur gert hönnunarsamning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og verkfræðistofuna Skipasýn.
„Það er alveg ótrúlega gaman og gefandi að fara á milli skóla og sýna, kynnast nýjum stöðum og stemningunni og andanum í mismunandi skólum,“ segir Erla Dóra Vogler, ein úr sviðslistahópnum Hoðri í Norðri. Hópurinn hefur sýnt nýja íslenska öróperu - Skoffín og skringilmenni í grunnskólum á Norðurlandi eystra. Sýningar urðu 17 talsins í 21 skóla og sáu hátt í 1.200 börn í 5. til 7. bekk þessa sýningu.
Í dag nánar tiltekið kl 18.30 verður blásið til leiks hja Þór og Fjölni í einvígi þessara félaga um sæti i efstu deild í handbolta keppnistímabilið 2024-2025.Þór hefur tvö vinninga en Fjölnir einn.
Alls þarf þrjá vinninga til að tryggja sér sæti í efstu deild svo segja má að staða Þórsara sé afar vænleg fyrir leikinn en staðan ein og sér gerir ekkert, það þarf að klára málið.
Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, laugardag 4. maí 2024, kl. 14:00-17:00.
AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi þann 17. júní 1944. Málþinginu er ætlað að vera vettvangur fyrir samræður og skoðanaskipti fræðimanna og almennings um lýðveldisstofnunina, stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi. Hvernig hefur tekist til? Hvaða lærdóma má draga?
„Það eru auðvitað mikil forréttindi að hafa gott aðgengi að fyrsta flokks hráefni, auk þess sem fiskur er alltaf vinsæll hérna í mötuneytinu,“ segir Theodór Haraldsson matreiðslumeistari í mötuneyti ÚA. Hann gefur lesendum heimasíðunnar uppskrift að steiktum fiski sem reglulega er á boðstólum í mötuneytinu.
Áhersla á fisk
„Þetta er stór vinnustaður og eðli málsins samkvæmt er smekkur fólks misjafn en þessi fiskréttur fær alltaf góða dóma hjá starfsfólkinu. Við getum sagt auppskriftin sé klassísk og hún er alls ekki flókin. Með fiskinum höfum við remúlaði og brúnaðan lauk. Okkur finnst sjálfsagt að leggja áherslu á fiskinn, enda topp hráefni á allan hátt og hollt. Þetta er sem sagt réttur sem hittir alltaf í mark,“ segir Theodór.
Hægt að leika sér með þorsk
„Hérna í ÚA er verið að vinna afurðir fyrir kröfuharða viðskiptavini, meðal annars helstu verslunarkeðjur Evrópu. Það er stór kostur að geta farið niður í vinnsluna og náð í brakandi ferskt hráefni, enda er hérna fiskur á boðstólum tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Oftast verður þorskur fyrir valinu, enda er hægt að leika sér með þorskinn á svo margvíslegan hátt. Það þarf að passa sérstaklega að ofelda ekki fiskinn, þá verður hann heldur þurr. Og ef fólk er að elda fisk í ofni er gott ráð að lækka hitann og kynda ofninn svo vel skömmu áður en safaríkur fiskurinn er borðinn á borð.
Ég er ekki frá því að algengustu mistökin felist einmitt í að ofelda fiskinn, reyndar getur línan í þessum efnum verið nokkuð fín,“ segir Theodór Haraldsson matreiðslumeistari.
Hérna er uppskriftin góða:
Fiskur í raspi fyrir fjóra til sex:
1,5 kg Þorskur
6 stk egg
500 gr rasp
500 gr hveiti
50 gr salt
50 gr hvítur pipar
2 msk sítrónupipar
1 msk paprikukrydd
1 msk karrí
1 msk laukduft
Aðferð:
Þorskurinn er skorinn niður í hæfilega bita. Eggin eru pískuð saman í skál ásamt kryddum. Síðan er fiskinum velt upp úr hveiti, síðan velt upp úr eggjunum og svo í lokin upp úr raspinu. Fiskurinn er svo steiktur á pönnu upp úr smá olíu og klípu af smjöri.
Remúlaði
50 gr mæjónes
50 gr súrmjólk
1 stk laukur fínt saxaður
3 msk dijon sinnep
1 msk sætt sinnep
75 gr súrar gúrkur
2 msk capers saxaður
Aðferð:
Þessu er öllu blandað saman og smakkað til.
Brúnaður laukur
2 stk laukur
1 msk steinselja þurrkuð
Olía til steikingar
Smá klípa smjör
Aðferð:
Laukurinn er sneiddur niður og steiktur á pönnu þangað til hann verður fallega brúnn á litinn. Þá er smá smjöri bætt við á pönnuna og laukurinn látinn malla í nokkrar mínútur til viðbótar.
Fiskurinn borinn fram ásamt remúlaðinu, soðnum kartöflum, brúnuðum lauk og sítrónusneið.
Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu !
Þessa fínu hugmynd að kvöldmatnum var fyrst að finna á www.samherji.is
Akureyringarnir, Frímann Stefánsson, Pétur Guðjónsson og Reynir Helgason gerðu góða ferð suður til Reykjavíkur un helgina með Mývetningnum Birni Þorláks þar sem verkefnið var að etja kappi við sterkustu lið landsins í úrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni. Sveitin keppti undir merki Kjöríss.
Mýsköpun er framsækið nýsköpunarfyrirtæki
Bæjarráð Akureyrar hefur fallið frá tillögu sem fram kom um að halda ekki Listasumar á Akureyri að þessu sumri. Tillagan snérist um að í tilraunaskyni yrði ekki Listasumar í ár en fjárveiting sem ætluð væri til hátíðarinnar rynni þess í stað til Akureyrarvöku.
„Þrátt fyrir fjölgun íbúa og gríðarlega fjölgun ferðamanna hefur verið bent á að jafn margir lögreglumenn sinni útkalli á Akureyri og nágrenni og var árið 1980, við því sé nauðsynlegt að bregðast og fjölga lögreglumönnum,“ segir í bókun bæjarstjórnar Akureyrar
„Starfsemin fer vel af stað hjá okkur og ljóst að þörf er fyrir þessa þjónustu,“ segir Erla Lind Friðriksdóttir ráðgjafi Bergsins á Akureyri, en Bergið Headspace er ráðgjafasetur fyrir ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára. Bergið var stofnað árið 2019 og hefur verið starfandi síðan á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemin hófst á Akureyri í byrjun þessa mánaðar og er staðsett í Íþróttahöllinni á Akureyri, í sama húsnæði og Virkið.
„Þetta var skemmtilegt verkefni og veitt mér mikla gleði,“ segir Kormákur Rögnvaldsson hársnyrtinemi sem dundaði sér við það að hekla heilmikið dúlluteppi, með 187 dúllum, 10X10 að stærð hver. Ástæða þess að hann hóf að hekla teppið var sú að hann fótbrotnaði og þegar fóturinn þarf hvíld er best að nýta hendurnar til að gera eitthvað uppbyggilegt á meðan brotið grær.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan í apríl er Nanna Ýr Arnardóttir, lektor í lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild. Nanna Ýr hefur ofurtrú á hreyfingu sem forvörn hverskonar og hefur með það að leiðarljósi aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á því sviði.
Rekstur Norðurorku gekk vel á liðnu ári. Ársvelta samstæðunnar var 5 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 629 milljónir króna eftir skatta, eigið fé er 10 milljarðar króna. Á aðalfundi félagsins fyrr í vikunni var ákveðið að ekki verði greiddur arður af hlutafé. Samstæðureikningur samanstendur af rekstri Norðurorku og dótturfélagsins Fallorku ehf. auk áhrifa frá hlutdeildarfélögunum Tengir hf. og NORAK ehf.
Sýningin tókst frábærlega. Það var stríður straumur gesta í básinn til okkar alla sýningardagana og mikill áhugi á okkar þjónustu og tæknilausnum," segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippsins Akureyri, um þátttöku fyrirtækisins í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni. Sýningin stóð í þrjá daga og lauk síðdegis í gær.
Hún var ekki skemmtileg aðkoma sem blasti við Jónasi Þór Karlssyni eigenda Sýsla Travel þegar hann kom, síðdegis í gær, til að líta til með bílakosti fyrirtækis hans sem staðsettar eru á nýju bílastæði við Laufásgötu 4 á Akureyri. Einhverjir lítt vandaðir höfðu farið um og brotið glugga í rútum Jónasar. Gluggar í svona bílum er sterkir svo nokkur fyrirhöfn hefur verið við að vinna þessi óskiljanlegu skemmdarverk.
„Lögreglan á Norðurlandi þarf að hafa þann styrk sem nauðsynlegur er ef upp koma alvarlegri mál í því skyni að geta sinnt hlutverki sínu og tryggt öryggi borgaranna,“ segir í ályktun sem samþykkt var á ársþingi SSNE sem haldið var í Þingeyjarsveit nýverið. Skorað var á stjórnvöld að tryggja nú þegar nauðsynleg fjárframlög til málaflokksins.
Framkvæmdir við stækkun Torfunefsbryggju ganga ágætlega um þessar mundir. Lóðir verða boðnar út á næstu vikum og gangi allt að óskum verður hafist handa við að reisa hús á svæðinu á næsta ári.
Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona lauk í gær , fimmtudag. Samherji og Ice Fresh Seafood voru með veglegan bás á þessari stærstu sjávarútvegssýningu heims á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða. 2.244 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 87 þjóðlöndum.
Sumardagurinn fyrsti er ævaforn hátíðisdagur á Íslandi. Þó líði aldir og kynslóðir komi og fari er ekkert sem Íslendingar þrá heitar en vorið. Hjörtun slá þá í mildum samhljóma takti og loks er liðin vetrarþraut. Sumardagurinn er einnig þekktur sem barnadagurinn. Í þéttbýlinu gerði fólk sér dagamun og klæddist sparifötum.
Mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll síðustu daga áætlunarflug, sjúkraflug, einkaþotur og töluverð þyrluumferð.
Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar í gær var tekin til umræðu tillaga frá Kollgátu, sem Ingólfur Guðmundsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir kynntu f.h hönd Eikar fasteignafélags um uppbyggingu á lóðum 2-8 við Gleráreyrar og svæðis vestan þeirra.
Hið árlega sólarhringssund iðkenda í Óðni stendur nú sem hæst. Einn sundamaður syndir í einu og er þetta því nokkurs konar boðsund.