
GJALDTÖKU Á BÍLASTÆÐUM INNANLANDSFLUGVALLA FRESTAÐ
Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári
Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári
Æfingar eru hafnar á Gaukshreiðrinu hjá Freyvangsleikhúsinu og stefnt á frumsýningu 16. febrúar næstkomandi.
Miklar umræður urðu um verslun og þjónustu á félagssvæðinu á aðalfundi Deildar verslunar- og skrifstofufólks Framsýnar. Óánægju gætir með einu stóru matvörubúðina á Húsavík sem Samkaup reka.
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Jakob Ernfelt Jóhannesson voru valin íþróttafólk Skautafélags Akureyrar fyrir árið 2023
-segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra
Masterclass í frumkvöðlakeppni Gulleggsins fer fram um komandi helgi.Boðið verður upp á opna vinnusmiðju bæði í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri
Búast má við að svifryksmengun á Akureyri fari hækkandi í dag og gæti farið yfir heilsuverndarmörk. Spáð er auknum vindi og úrkomu á morgun sem ætti að draga úr svifryksmengun.
Jarðhitaleit á vegum Norðurorku stendur um þessar mundir yfir á svæðinu við Hauganes og nágrenni. Þrír áratugir eru frá upphafi jarðhitaleitar á því svæði.
Í fyrsta þætti ársins af heilsaogsal.is - hlaðvarp fræðir Regína Ólafsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, hlustendur um kvíða og við hverju má búast þegar einstaklingur fer í kvíðameðferð hjá sálfræðingi. Hún deilir einnig gagnlegum ráðum um hvernig hægt er að bregðast við þegar við upplifum kvíða í hversdagsleikanum.
https://open.spotify.com/episode/1pVmLGFdzaHvhvg9MgY5V0?si=0c4a15953a67409e
Alfreð Birgisson varð Bikarmeistari BFSÍ í trissuboga 2024 með naumum 9 stiga mun. Þetta er annað árið í röð sem Alfreð fer með sigur af hólmi.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar sent hlýjar kveðjur til Grindvíkinga í þeim hamförum sem nú ganga yfir.
Öldungaráði Akureyrarbæjar þykir miður að einungis sé gert ráð fyrir þremur niðurgreiddum máltíðum í viku í félagsmiðstöðvunum Birtu og Sölku.
Öldungaráðið og Félag eldri borgara á Akureyri hafa að sögn Hallgríms Gíslasonar varaformanns Öldungaráðs ítrekað óskað eftir að máltíðir séu í boði alla virka daga, „en það hefur ekki tekist að koma því í gegn,“ segir hann.
Bendir hann á að í flestum stærri sveitarfélögum landsins séu í boði fimm máltíðir í viku og að víða sé maturinn ódýrari en á Akureyri. „Það er nokkuð misjafnt hversu margir nýta sér þessa þjónustu, en að jafnaði eru það 40 til 50 manns í hverri máltíð,“ segir hann.
Enginn lýðheilsustyrkur
Öldungaráð og Félag eldri borgara hvöttu nýlega til þess að eldri borgarar á Akureyri njóti lýðheilsustyrks líkt og tíðkast í mörgum sveitarfélögum landsins. Styrkurinn er mishár á milli sveitarfélaga, en er oftast á bilinu 15 þúsund til 50 þúsund krónur á ári. Erindi um styrkinn var tekið fyrir á fundi Fræðslu- og lýðheilsuráðs bæjarins í nóvember síðastliðnum og þar var ákveðið að beina athyglinni að svo búnu að verkefninu Virk efri ár. Á þeim fundi var bókað að erindið yrði tekið upp að nýju fyrir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2025.
Mikið líf og fjör var á skíðasvæðinu í Hliðarfjalli um hátíðarnar. Um 6.500 manns komu í fjallið og nutu hressandi útiveru í fallegu en á köflum ansi köldu veðri.
Söguleg stund þegar stéttarfélög kaupa fyrstu tvær orlofsíbúðirnar á Húsavík. Framkvæmdir ganga vel og áætlað að afhenda íbúðirnar í byrjun ágúst.
Mikið álag hefur verið á legudeildum SAk og rúmanýting hefur aukist töluvert milli ára. Dvalardagar í fyrra voru um 4% fleiri en var árið þar á undan.
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur samþykkt að leggja dagsektir á lóðarhafa við Hamragerði 15 á Akureyri, vegna umgengni við lóð, en önnur og vægari þvingunarúrræði hafa ekki borið árangur.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk tvær milljónir króna frá félögunum Gústaf Baldvinssyni og Þorsteini Má Baldvinssyni en féð er afhent til minningar um Aðalbjögu Hafsteinsdóttur sem orðið hefði 65 ára í dag, 11. janúar. Hún lést í ágúst á liðnu ári.
Ég get ekki stillt mig um að reyna að fá að nota Götuhornið ykkar til að vekja athygli á fjölmiðlafræði sem áhugaverðu námsvali. Ég held að fólk átti sig ekki á því hve mikil framtíð er í fréttamennsku á Íslandi.
Í kringum 1500 manns komu í Akureyrarkirkju, um 400 sóttu þjónustu í kirkjunum frammí firði og aðrir á viðburðum hér og þar á svæðinu. Samtals sóttu 5336 viðburði, þjónustu og starf í prestakallinu í desember þannig að næg voru verkefnin hjá prestum og starfsfólki Akureyrarkirkju.
Liðin verða 40 ára frá því kennsla hófst í Verkmenntaskólanum á Akureyri nú í ár, en kennsla hófst fyrst við skólann haustið 1984. Þess verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu og er skipulag afmælisviðburða í höndum sérstakrar afmælisnefndar sem í eiga sæti bæði starfsmenn og nemendur skólans. Þá er verið að hanna afmælismerki skólans. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA gat þess við brautskráningu fyrir jól að skólinn ætlaði sér að vera áberandi í umræðunni og úti í samfélaginu á afmælisárinu.
Fram kom einnig í máli hennar að nú væri svo komið að byggja þyrfti við skólann til að koma til móts við aukna aðsókn í iðn- og starfsnám. Ákveðið hefði verið að fara í hönnun og nýbyggingu við fjóra starfsnámsskóla á landinu og er VMA á meðal þeirra. Undirbúningur er hafinn og vonir standa til að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu á afmælisárinu.
Löng byggingarsaga
Byggingarsaga skólahúsanna í VMA er löng. Hún er rifjuð upp á vefsíðu skólans en fyrstu skóflustunguna að grunni fyrsta skólahússins var tekin á Eyrarlandsholti af Ingvari Gíslasyni þáverandi menntamálaráðherra á afmælisdegi Akureyrarbæjar 29. ágúst 1981. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var á Eyrarlandsholti jarðræktarland og síðar nýtti Golfklúbbur Akureyrar landið fyrir golfvöll áður en starfsemin fluttist upp á Jaðar, þar sem GA hefur í tímans rás byggt upp framtíðaraðstöðu sína. Upphaflega var gert ráð fyrir að skólahús VMA yrðu reist á sex árum en þær áætlanir fuku út í veður og vind.
Þrír skólameistarar á 40 árum
Fyrsti áfangi skólans var aðstaða málmsmíðadeildar og var hún afhent Iðnskólanum á Akureyri 21. janúar 1983 til notkunar þar til Verkmenntaskólinn tæki til starfa. Nokkrum vikum síðar var auglýst eftir skólameistara hins nýja skóla og sóttu sjö um stöðuna. Þrír voru teknir í viðtal, Aðalgeir Pálsson, skólastjóri Iðnskólans á Akureyri, Bernharð Haraldsson, kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, og Tómas Ingi Olrich, konrektor við MA. Fimm manna skólanefnd VMA samþykkti samhljóða að veita Bernharð stöðuna og var hann settur skólameistari frá 1. júní 1983. Hann gegndi stöðu skólameistara til 1999 þegar Hjalti Jón Sveinsson var ráðinn skólameistari. Sigríður Huld Jónsdóttir, núverandi skólameistari, tók síðan við keflinu af Hjalta Jóni.
Það hefur verið gæfa VMA í gegnum tíðina að starfsmannavelta hefur verið lítil. Vert er að geta þess að tveir af núverandi starfsmönnum skólans, kennararnir Erna Gunnarsdóttir og Hálfdán Örnólfsson, hafa starfað við hann frá því að skólahaldinu var ýtt úr vör haustið 1984.
Húsvíkingar bætast nú við hóp Norðlendinga sem geta pantað matinn sinn heim í Snjallverslun Krónunnar. Opnað verður fyrir pantanir á Húsavík í dag, fimmtudag og munu fyrstu pantanir berast bæjarbúum mánudaginn 15. janúar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni á svæðinu og nú þegar hefur Krónan hafið heimsendingar á Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð.
Framkvæmdir að hefjast við byggingu nýs fjölbýlishús við Skarðshlíð á Akureyri en þar verða 50 íbúðir.
Fyrsti leiklestur af And Björk, of course.. fór fram í Samkomuhúsinu á Akureyri í liðinni viku. Verkið verður frumsýnt 23. febrúar.
And Björk, of course.. er eftir Akureyringinn Þorvald Þorsteinsson heitinn. Þorvaldur var myndlistarmaður og rithöfundur og einna þekktastur fyrir barnaverkið Skilaboðaskjóðan og bækurnar um Blíðfinn.
Leikstjóri And Björk, of course.. er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Leikhópurinn samanstendur af Jóni Gnarr, Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa), Eygló Hilmarsdóttur, Örnu Magneu Danks, Davíð Þór Katrínarsyni, Maríu Pálsdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Um leikmynd og búninga sér Brynja Björnsdóttir.
„Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og vona að það leiði til góðs á endanum,“ segir Sigrún María Óskarsdóttir sem í liðinni viku vakti athygli á því að lyfta fyrir fólk í hjólastól og er í Sambíóinu á Akureyri er biluð og hefur verið um alllangt skeið.
Jakob Björnsson vélstjóri í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri hefur svo að segja alla tíð starfað við frysti- og kælikerfi í sjávarútvegi, bæði til sjós og lands. Vinnsluhús ÚA er afkastamikið og vel útbúið tæknilega fullkomnum búnaði, sem er nokkuð flókinn, þar sem mörg kerfi þurfa að virka saman eins og til er ætlast.
Alice Harpa Björgvinsdóttir hefur verið ráði í starf yfirsálfræðings hjá HSN. Pétur Maack Þorsteinsson sem gengt hefur stöðinni er að fara í leyfi vegna annarra verkefna.
Alice Harpa hefur yfirgripsmikla reynslu af starfi sem sálfræðingur og stjórnandi. Hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri lyflækningasviðs á SAk samhliða því að reka og starfa á eigin stofu. Hún var einnig áður yfirsálfræðingur á SAk.
Hjá sálfélagslegri þjónustu HSN starfa nú 15 starfsmenn auk þess sem gengið hefur verið frá ráðningu tveggja sálfræðinga sem hefja störf nú á nýju ári. Sálfræðingar HSN veita börnum og fullorðnum sálfræðimeðferð. Þjónusta er veitt bæði í stað- og fjarviðtölum, einstaklings – og hópameðferð.
Stuðningur atvinnulífsins á Akureyri er dýrmætur fyrir VMA, en eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið óspör á slíkan stuðning er fyrirtækið Johann Rönning sem m.a. selur allt sem þarf til raflagna. Á dögunum komu fulltrúar þess færandi hendi með töfluefni sem kemur að góðum notum á vorönn þegar Guðmundur Geirsson kennir nemendum á annarri önn í grunndeild rafiðna uppsetningu á raftöflum og tengingar við hana.
Áfangi í uppsetningu á töflum hefur verið kenndur á fjórðu önn í grunnnáminu en færist núna á aðra önn. Guðmundur segir mikilvægt að hafa samfellu í nám frá fyrstu önn yfir á aðra. Á fyrstu önninni sé farið í grunnatriðin í raflögnum og rökrétt sé að halda áfram með nemendur í næsta skref núna á vorönninni sem sé að setja upp töflur og leggja í þær. Í þessa kennslu þarf að sjálfsögðu heilmikinn búnað sem Guðmundur segir kærkomið að fá frá Rönning. Ofan á kennsluna núna á vorönn í uppsetningu á töflum verði síðan byggt á síðari stigum segir á vefsíðu skólans.