
Millilandaflug um Akureyrarflugvöll frá tveimur stöðum í Evrópu í sumar
„Þetta er góð viðbót og skiptir ferðaþjónustu hér á norðanverðu landinu miklu máli,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Millilandaflug tveggja félaga verður um Akureyrarflugvöll í sumar. Annars vegar er það flug Transavia með ferðafólk á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel og hins vegar flugfélagið Edelweiss sem flýgur á mili Zurich og Akureyrar.