Völsungur og PCC framlengja samstarfssamning til tveggja ára

Í samkomulaginu felst meðal annars að knattspyrnuvöllurinn og íþróttahöllin á Húsavík munu bera nafn PCC en Völsungur leggja áherslu á að virkja starfsfólk PCC og börn þeirra til íþróttaiðkunar. Sérstök áhersla verður lögð á íþróttaiðkun barna af erlendum uppruna.

Lesa meira

Norðurþing, í fréttum er þetta helst í desember

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings skrifar

Lesa meira

Úthlutað úr Samfélagssjóði EFLU

Markmið Samfélagssjóðs EFLU er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi

Lesa meira

Skál fyrir Vésteini er Jólalag Rásar 2 2023

Andrés Vilhjálmsson eða Addison Villa á Jólalag Rásar 2 árið 2023! Lagið heitir „Skál fyrir Vésteini” og féll greinilega í kramið hjá hlustendum Rásar 2. Lagið er eftir Andrés en textinn eftir Ragnar Hólm Ragnarsson.

Til hamingju Andrés og já, skál fyrir Vésteini!

Lesa meira

Vilji og skilningur á mikilvægi þess að efla list- og verkgreinakennslu í grunnskólum Akureyrar

Grunnskólar Akureyrarbæjar uppfylla jafnaði viðmiðunarstundaskrá þegar kemur að kennslu í list– og verkgreinum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla en í sumum greinanna tekst þó ekki að uppfylla viðmið í öllum árgöngum þrátt fyrir útsjónarsemi og hagræðingu í skólastarfi. Þetta á einna helst við um tónmennt og dans þó smíðar og heimilisfræði hafi einnig verið nefnt. Helsta ástæða þess er skortur á fagmenntuðum kennurum m.a. vegna mikillar samkeppni á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í samantekt fræðslu- og lýðheilsusviðs um kennslu og umgjörð list- og verknáms í grunnskólum á Akureyri og kynnt hefur verið í fræðslu- og lýðheilsuráði. Ráðið mun nú meta stöðuna og mögulega setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.

Lesa meira

Endurskipulagning Akureyrarvallar

Meirihluti skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur falið skipulagsfulltrúa að hefja samtal við Arkitektafélag Íslands varðandi útfærslu á hönnunarsamkeppni fyrir endurskipulagningu á Akureyrarvelli.

Lesa meira

Stuðningur HN við hjartaþræðingar á SAk

Aðalfundur Hjartaverndar Norðurlands var haldinn á dögunum [þann 26. okt. síðast liðinn]. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræddu fundarmenn við hjartalækni um stöðuna í baráttunni við hjartasjúkdóma. Miklar framfarir hafa orðið í hjartalækningum síðustu áratugi og sú bragarbót sem orðið hefur á lífsstíl þjóðarinnar, einkum með minni tóbaksreykingum, hefur leitt til færri dauðsfalla og örkumla af völdum hjartasjúkdóma. Mikið verk er þó óunnið og mun hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og  þyngdaraukning birta nýjar áskoranir í forvörnum, lækningum og umönnun hjartasjúklinga.

Lesa meira

Sífellt fleiri ná ekki endum saman og leita aðstoðar hjá Matargjöfum

„Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt og núna, það er vaxandi neyð í samfélaginu og því miður alltof margir sem þurfa á aðstoð að halda,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem heldur utan um félagið Matargjafir á Akureyri og nágrenni.

Lesa meira

Eyjafjarðarbraut vestri færð austur fyrir Hrafnagil

Á heimasíðu Vegargerðarinnar er sagt ítarlega  frá gangi mála við lagningu nýs vegar  við Hrafnagil, en eins og kunnugt er og blaðið sagði frá á sínum tíma verður hinn nýji vegur fyrir austan ört stækkandi byggðina við Hrafnagil.  Stefnt er að verklokun í júlí n.k sumar.

Frásögnin á áðurnefndri síðu Vegagerðar er hér á eftir:

Lesa meira

Áhöfn Kaldbaks EA 1 hélt litlu jólin í gær. „Kokkurinn fór gjörsamlega á kostum“

Áhafnir fiskiskipa Samherja hafa undanfarna daga haldið í þann góða sið að halda upp á litlu jólin, þar sem borð svigna undan kræsingum. Slíkar veislur kalla eðlilega á góðan undirbúning kokkanna, sem undirbúa innkaup aðfanga vel og vandlega áður en veiðiferðin hefst.

Sérstakur hátíðarmatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum.

Lesa meira

Opnun tilboða vegna hönnunar á nýrri legudeild sjúkrahússins á Akureyri

Opnuð hafa verið tilboð vegna þátttöku í hönnun á nýrri legudeild sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Verkefnið felur í sér hönnun á 9.200 m2 nýbyggingu ásamt lóðarhönnun og aðkomu að deiliskipulagsbreytingu.

Gert er ráð fyrir að nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk og tengd núverandi húsnæði.

Á þriðja tug aðila, sem mynda sex hópa, sendu inn þátttökutilkynningu. Í framhaldinu verða fimm hópar valdir til þátttöku í útboðinu þegar forvalsnefnd hefur metið innsend gögn.

Ef niðurstaða lendir á jöfnu mun fulltrúi sýslumanns draga út þann hóp sem ekki fær boð um að taka þátt í útboðinu.

• Arkþing Nordic
1. Exa nordic
2. Lota ehf.
3. Myrra hljóðstofa
4. Líf byggingar
• EFLA
1. ASK arkitektar
2. Ratio arkitekter
• Mannvit
1. Arkís arkitektar
• Verkís
1. TBL arkitektar
2. JCA Ltd
3. Brekke & Strand
• VSÓ ráðgjöf
1. Hornsteinar arkitektar
2. Brunahönnun
3. Brekke & Strand
4. Niras
• Teiknistofan Tröð
1. Teknik verkfræðistofa
2. TKM hönnun
3. Örugg verkfræðistofa
4. Hljóðvist
Lesa meira

Sveitarfélagamörk Akureyrarbæjar og Hörgársveitar - Hringtorg sett upp sem eykur umferðaröryggi

Vegagerðin vinnur að hönnun hringtorgs  á vegamótum Lónsvegar við sveitarfélagsmörk Akureyrarbæjar og Hörgársveitar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 340 milljónir króna auk ríflega 300 milljóna til að gera undirgöng á svæðinu.  Með þessari framkvæmd verða lögð niður hættuleg  vegamót Lónsvegar við Hringveg.

Lesa meira

Metnaðarfull uppbygging fyrirhuguð að Hrauni í Öxnadal

Fyrirhuguð er uppbygging að Hrauni í Öxnadal sem hefur það markmið að heiðra minningu þjóðskáldsins, Jónasar Hallgrímssonar sem þar fæddist. Staðurinn skipar stóran sess í huga þjóðarinnar sem fæðingarstaður hans og vegna einstakar náttúrufegurðar með Hraundrangann sem höfuðtákn.  Frá 1996 hefur fæðingardagur Jónasar, 16. nóvember, verið tileinkaður íslenskri tungu og minningu hans verið haldið á lofti með ýmsum hætti.

Lesa meira

Frá KDN - í kvöld byrjar boltinn að rúlla

Nú er Kjarnafæðimótið að rúlla af stað og er fyrsti leikurinn föstudaginn 8.desember.  Við erum að sjálfsögðu full tilhlökkunar og getum ekki beðið eftir því að fara út á völlinn og keyra tímabilið í gang.

Lesa meira

Geðþjónusta SAk skert fram yfir áramót

Dag- og göngudeild geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri lokar tímabundið vegna endurskoðunar og umbóta á starfsemi.

Lesa meira

Jólagleði í Háskólanum á Akureyri

Það má með sanni segja að Háskólinn á Akureyri sé kominn í jólabúning. Hefð er fyrir því að halda 1. desember, Fullveldisdag Íslands og dag stúdenta hátíðlegan í háskólanum. Að þessu sinni ferðaðist Jólalest HA um háskólasvæðið og gladdi stúdenta og starfsfólk með söng, heitu súkkulaði og smákökum. Fyrir hádegi safnaðist góður hópur saman við Íslandsklukkuna þar sem Elín Díanna Gunnarsdóttir, starfandi rektor, flutti ávarp um mikilvægi stúdenta í sjálfstæðis- og fullveldisbaráttu Íslendinga. Að því loknu hringdi Sólveig Birna Elísabetardóttir, forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri Íslandsklukkunni 23 sinnum, einu sinni fyrir hvert ár sem klukkan hefur staðið á stallinum við HA.

Lesa meira

Jólastemmning á Minjasafni

Það verður ýmislegt um að vera á Minjasafninu á Akureyri um helginga, en sýningar, söngur, fróðleikur og skemmtun einkenna dagskrá safnsins í desember. Safnið er komið í jólabúning og hið sama má segja um Nonnahús.

Jólatónar, er yfirskrift tónleika flautukórs Tónlistarskóla Akureyrar en kórinn flytur jólatónlist kl. 13 til 15 á laugardag. Í kjölfarið verður jólasamsöngur með Svavari Knúti.

Aðventudagur Handraðans verður í báðum húsum, Nonnahúsi og Minjasafninu á sunnudag, 10. desember frá kl. 13 til 16. Þann dag er einnig opið í Leikfangahúsinu.

Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum í desember.

Lesa meira

Gatnagerðarframkvæmdir hafnar í Hrafnagilshverfi

Undirbúningur vegna 30 íbúða byggðar í Hrafnagilshverfi er hafinn, en syðst í hverfinu eru hafnar framkvæmdir við gatnagerð.

Lesa meira

Eyrún Lilja er Ungskáld Akureyrar 2023

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu í dag. Fyrstu verðlaun hlaut Eyrún Lilja Aradóttir fyrir verkið Að drepa ömmu 101.

Alls bárust 46 verk í keppnina frá 27 þátttakendum. Úrslit voru sem hér segir (smellið á titlana til að lesa verkin):

  1. sæti: Eyrún Lilja Aradóttir með verkið Að drepa ömmu 101
  2. sæti: Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið Ég get ekki talað um hafið á ensku
  3. sæti: Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið Völundarhús væntinga

Í dómnefndinni sátu Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, Rakel Hinriksdóttir, listamaður og skáld, og Sigríður Albertsdóttir, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Þetta er 11. árið sem Ungskáldaverkefnið er starfrækt og hefur verkefnið vaxið og dafnað með hverju árinu. Á þessu ári hafa verið tvö ritlistakvöld með frábærum leiðbeinendum. Í mars var ritlistakvöld með Svavari Knúti og nú í október með Yrsu Sigurðardóttur, bæði kvöldin hafa ungmenni sótt sér að kostnaðarlausu.

Við athöfnina á Amtsbókasafninu lék Helga Björg Kjartansdóttir á víólu.

Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Lesa meira

Íslenskufærni í frjálsu falli

Skelfilegar niðurstöður Pisa koma mér ekki á óvart því miður. Ég hef unnið sem talmeinafræðingur í 50 ár og síðastliðin 10 – 15 ár hefur mér fundist að íslenskufærni hafi farið í frjálst fall bæði hvað varðar tjáningu og skilning. Sjálfsagt eru fleiri en ein skýring til á þessu ástandi. Sjálf hef ég tvær skýringar sem ég vil koma hér á framfæri. Hin fyrri er sú að börn eru á máltökuskeiði þegar þau eru í leikskólum. 

Lesa meira

Kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum í grunnskólum: staðan virðist vera verri á Akureyri

Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöðurnar aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.

Lesa meira

Bæjarráð Akureyrar Engar forsendur fyrir skólahaldi í Grímsey

Ekki eru forsendur fyrir skólahaldi í Grímsey. Fræðslu- og lýðheilsuráð hafði áður samþykkt fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur væru að hefja þar skólagöngu og vísaði málinu til bæjarráðs. 

Bæjarráð samþykkti hinsvegar í morgun á fundi sínum að ekki væru forsendur fyrir skólahaldi.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 og 2025 – 2027 samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar 7. desember 2023

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 og árin 2025 – 2027, var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða á  fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 7. desember.

Áætlunin gerir ráð fyrir að almennur rekstur sveitarfélagsins verði í jafnvægi líkt og undanfarin ár.  

Lesa meira

Akureyringum býðst innan tíðar tíföldun á internethraða

Þörf  fyrir öflugri nettengingar heimila eykst hratt með hverju ári. Míla mun á fyrri hluta næsta árs bjóða upp á tíföldun á internethraða á Akureyri, svokallað 10X

Lesa meira

Varmadælulausn frá Frosti í áframeldi Laxeyjar í Vestmannaeyjum

Fiskeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum kaupir varmadælulausn frá Kælismiðjunni Frosti fyrir fyrsta áfanga áframeldis fyrirtækisins í Eyjum og er uppsetning búnaðarins ráðgerð næsta sumar.

Lesa meira

Brýnt að flýta gerð hringtorgs

„Hótelbygging á umræddum stað mun vafalítið auka umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarenda um Leirustíg,“ segir í umsögn Akureyrarbæjar sem Eyfjarðarsveit óskað eftir vegna breytinga á Aðalskipulagi sveitarfélagsins 2018 til 2030 og deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár vegna áforma um hótelbyggingu með allt að 120 herbergjum.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar gerir ekki athugasemdir við tillögurnar en bendir á aukna umferð vegfarenda um Leirustíg í kjölfar hótelbyggingar. Því sé brýnt að Vegagerðin flýti áætluðu hringtorgi á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Eyjafjarðarbrautar eystri og göngubrú yfir Eyjafjarðará meðfram Leirubrú. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að Eyjafjarðarsveit haldi áfram með stíginn sem verið er að leggja meðfram Leiruvegi svo ná megi öruggri tengingu yfir þjóðveginn að Vaðlaskógi, Skógarböðunum og fyrirhuguðu hóteli.

Lesa meira

Frost hannaði og setti upp kælibúnað í laxavinnslu Drimlu í Bolungarvík

„Þetta var í senn mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Bjartmar E. Harðarson, verkefnastjóri hjá Kælismiðjunni Frosti, um kælibúnaðinn sem fyrirtækið hannaði og setti upp í Drimlu, laxavinnslu Arctic Fish í Bolungarvík. Drimla var formlega tekin í notkun 25. nóvember sl. en vinnsla hófst þar sl. sumar.

Verksamningar milli Frost og Arctic Fish voru undirritaðir á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022 í Kópavogi. Hönnun hófst síðla sumars 2022 og síðan hófst forsmíði búnaðarins á verkstæði Frosts. Í febrúar á þessu ári hófust starfsmenn Frosts síðan handa í Bolungarvík. Verkinu var að mestu lokið sl. sumar en lokafrágangur og fínstilling kerfsins var núna á haustdögum.

„Þetta verk fól í sér heildarlausn sem Frost hannaði. Það fól annars vegar í sér ammoníak/glykol sem er notað til kælingar á sjó. Sjórinn er notaður til þess að undirkæla laxinn. Hins vegar er það ísverksmiðja til framleiðslu á skelís og ísafgreiðslukerfi sem notað er til þess að ísa afurðir verksmiðjunnar fyrir flutning. Tvær kælipressur eru á staðnum sem vinna á sitt hvoru kerfinu en hafa þó sameiginlega háþrýstihlið. Kerfið er tilbúið til endurnýtingar á varma sem nýttur verður til upphitunar á verksmiðjunni í framtíðinni,“ segir Bjartmar.

Gólfflötur þessarar nýju laxavinnslu Arctic Fish á hafnarsvæðinu í Bolungarvík er um 5000 fermetrar og er framleiðslugetan þar um 15 tonn af laxi á klukkustund.

Lesa meira